Blikar og Víkingar rökuðu inn milljónum í Evrópu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 12:30 Víkingar fagna dramatísku jöfnunarmarki Danijels Djuric sem dugði þó skammt í gær. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Góður árangur Víkings og Breiðabliks í Evrópukeppnum í ár skilaði sér á bankabók félaganna. Víkingar sönkuðu að sér yfir milljón evra. Víkingur hóf leik í forkeppni Meistaradeildarinnar sem leikin var í Víkinni og unnu bæði Levadia frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Við tók einvígi við Malmö í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar sem tapaðist naumlega. Víkingar færðust þá yfir í Sambandsdeildina hvar þeir unnu New Saints frá Wales og drógust þá gegn Lech Poznan frá Póllandi. Þar nam liðið staðar eftir 4-1 tap ytra í gær. Þegar tekið er tillit til þeirra sigra og jafntefla sem Víkingar náðu á Evrópuvegferð sinni, auk þeirra umferða sem liðið tók þátt í, í hvorri keppni fyrir sig, náði félagið að vinna sér inn rúmlega 1,2 milljónir evra í verðlaunafé frá UEFA, rúmlega 170 milljónir íslenskra króna. The total prize money for the clubs eliminated in #UECL Q3:@faeroskfodbold,@marcboal https://t.co/F8uVESjWBN pic.twitter.com/etispevrfu— Fotcalc.com (@fotcalc) August 11, 2022 Ekkert þeirra liða sem féll úr úr Sambandsdeildinni í gær náði að vinna sér inn hærri upphæðir frá UEFA, en KÍ Klaksvík frá Færeyjum komst býsna nærri, með 1,1 milljón evra. Breiðablik féll einnig úr keppni í gær, samanlagt 6-1 fyrir tyrkneska stórliðinu Istanbul Basaksehir. Blikar unnu þrjá leiki sína af sex í Sambandsdeildinni, tvo gegn Santa Coloma frá Andorra og einn af tveimur við Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Með sínum árangri náðu Blikar í um 850 þúsund evrur frá UEFA, tæplega 120 milljónir króna. Á meðal liða sem féllu út í gær og fengu minna í kassann en íslensku liðin eru Bröndby frá Danmörku og Lilleström frá Noregi, lið Hólmberts Arons Friðjónssonar, sem fengu bæði 750 þúsund evrur og Panathinaikos, lið Harðar Björgvins Magnússonar, sem fékk 650 þúsund evrur. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Víkingur hóf leik í forkeppni Meistaradeildarinnar sem leikin var í Víkinni og unnu bæði Levadia frá Eistlandi og Inter Escaldes frá Andorra. Við tók einvígi við Malmö í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar sem tapaðist naumlega. Víkingar færðust þá yfir í Sambandsdeildina hvar þeir unnu New Saints frá Wales og drógust þá gegn Lech Poznan frá Póllandi. Þar nam liðið staðar eftir 4-1 tap ytra í gær. Þegar tekið er tillit til þeirra sigra og jafntefla sem Víkingar náðu á Evrópuvegferð sinni, auk þeirra umferða sem liðið tók þátt í, í hvorri keppni fyrir sig, náði félagið að vinna sér inn rúmlega 1,2 milljónir evra í verðlaunafé frá UEFA, rúmlega 170 milljónir íslenskra króna. The total prize money for the clubs eliminated in #UECL Q3:@faeroskfodbold,@marcboal https://t.co/F8uVESjWBN pic.twitter.com/etispevrfu— Fotcalc.com (@fotcalc) August 11, 2022 Ekkert þeirra liða sem féll úr úr Sambandsdeildinni í gær náði að vinna sér inn hærri upphæðir frá UEFA, en KÍ Klaksvík frá Færeyjum komst býsna nærri, með 1,1 milljón evra. Breiðablik féll einnig úr keppni í gær, samanlagt 6-1 fyrir tyrkneska stórliðinu Istanbul Basaksehir. Blikar unnu þrjá leiki sína af sex í Sambandsdeildinni, tvo gegn Santa Coloma frá Andorra og einn af tveimur við Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Með sínum árangri náðu Blikar í um 850 þúsund evrur frá UEFA, tæplega 120 milljónir króna. Á meðal liða sem féllu út í gær og fengu minna í kassann en íslensku liðin eru Bröndby frá Danmörku og Lilleström frá Noregi, lið Hólmberts Arons Friðjónssonar, sem fengu bæði 750 þúsund evrur og Panathinaikos, lið Harðar Björgvins Magnússonar, sem fékk 650 þúsund evrur.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira