Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 14:30 Donald Trump segist standa frammi fyrir nornaveiðum og pólitískum ofsóknum. AP/Julia Nikhinson) Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. Í forsetatíð sinni reyndi Donald Trump ítrekað að beita réttarkerfi Bandaríkjanna gegn andstæðingum sínum og gera löggæslustofnanir að pólitískum vopnum sínum, eins og bent er á í frétt New York Times. Nú þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur gert húsleit á heimili hans í Flórída, halda Trump og bandamenn hans því fram að réttarkerfið sé pólitískt vopn andstæðinga hans. Því hefur meðal annars verið haldið fram að Joe Biden, núverandi forseti, hafi verið meðvitaður um húsleitina fyrirfram. Eins og fram kemur í frétt New York Times er ekkert sem bendir til þess að Joe Biden, núverandi forseti, hafi vitað af húsleitinni eða komið að henni með nokkrum hætti eða vitað af húsleitinni fyrirfram. FBI gerði húsleit í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja að starfsmenn FBI hafi tekið tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu.Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Þessi gögn hefðu samkvæmt lögum átt að fara til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Trump heldur því fram að húsleit FBI, og aðrar rannsóknir sem að honum snúa, vegna viðskiptahátta hans í New York og viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna frá 2020, svo eitthvað sé nefnt, séu nornaveiðar og pólitískar ofsóknir. Fengu ábendingu úr Mar-A-Lago Fyrr á þessu ári skilaði Trump fimmtán kössum af gögnum til Þjóðskjalasafnsins en fleiri kassar eru sagðir hafa setið í kjallara Mar-A-Lago síðan þá. Wall Street Journal, og aðrir fjölmiðlar vestanhafs, segja rannsakendur þó hafa fengið ábendingu frá einhverjum í Mar-A-Lago um að enn væru leynileg gögn í Flórída. Þá höfðu starfsmenn dómsmálaráðuneytisins þegar lýst yfir efasemdum um að Trump og hans fólk hefði sagt rétt frá varðandi þau gögn sem hafði verið skilað. Enn sem komið er, er lítið vitað um gögnin sem starfsmenn FBI tóku. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekkert sagt enn og Trump sjálfur hefur ekki birt afrit af leitarheimildinni og afrit af yfirliti yfir það hvað hald var lagt á í Flórída. WSJ segir að aðstoðarmenn Trump hafi í vikunni leitað til lögmanna og reynt að finna einhverja til að taka að sér varnir Trump fyrir dómstólum, komi til þess. Miðillinn segir það vísbendingu um að málið gæti verið alvarlegt fyrir Trump. Mar-A-Lago, sveitarklúbbur og heimili Trumps í Flórída.AP/Steve Helber Koma Trump til varnar AP fréttaveitan segir vendingar þessarar viku, og úrslit forvala innan Repúblikanaflokksins á undanförnum vikum, sýna vel hve sterkt tak Trump hefur enn á Repúblikanaflokknum. Trump-liðar hafa meðal annars haldið því fram að starfsmenn FBI hafi mögulega komið sönnunargögnum fyrir í Mar-A-Lago og séu að reyna að koma sök á forsetann fyrrverandi. Þetta hafa þingmenn á báðum deildum Bandaríkjaþings meðal annars tekið undir. Menn eins og Jim Jordan og Lindsey Graham hafa báðir tekið undir það að mögulegt sé að starfsmenn FBI hafi komið sönnunargögnum fyrir til að koma sök á Trump. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem eitt sinn gagnrýndi Trump harðlega sem loddara, hefur sakað forsvarsmenn FBI um að grafa undan trúverðugleika opinberra stofnanna og trausti á réttarríkið og heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Vísaði hann til annarra rannsókna FBI og annarra stofnana á Trump og mögulegu samstarfi framboðs hans með Rússum varðandi kosningarnar 2016. Eins og flestir aðrir, hafa bandamenn Trumps engar upplýsingar um hvaða gögn voru tekin úr Mar-A-Lago né á hverju húsleitarheimildin byggði. Donald Trump og Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona og einhver dyggasti stuðningsmaður Trumps á þingi. Hún hefur meðal annars lagt til að dregið verið úr fjárveitingum til FBI.AP/Seth Wenig Húsleitin var samþykkt af hæst settu embættismönnum dómsmálaráðuneytisins og alríkisdómara. Starfsmenn FBI þurftu að sannfæra dómarann um að mögulega hefðu lög verið brotin og að vísbendingar um lögbrot gætu fundist með húsleitinni. Aðrir hafa haldið því fram að Trump hafi sem forseti svipt öll gögnin leynd. Það sagði Kash Patel, sem starfaði fyrir Trump í Hvíta húsinu, til að mynda í viðtali í vikunni. Vísaði hann til þess að í október árið 2020 hefði Trump svipt leynd af gögnum sem sneru að Rússarannsókninni svokölluðu og rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í kosningunum 2016. Þingmenn og aðrir sem studdu Trump dyggilega og kölluðu eftir því að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að ranga meðhöndlun opinberra gagna, hafa nú lýst því yfir að Trump sé saklaus, að um nornaveiðar sé að ræða og að starfsmenn FBI séu líklega spilltir og reyni að koma sök á Trump. Mátti veita Rússum leynilegar upplýsingar Í grein Washington Post er rifjað upp að Trump svipti nokkrum sinnum hulunni af gögnum en þær skipanir hafi snúið að öðrum gögnum. Þá er rifjað upp viðtal Breitbart við Patel frá því í maí, þegar fregnir bárust fyrst af því að Trump hefði tekið leynileg gögn úr Hvíta húsinu, að forsetinn hefði svipt leyndinni af fullt af gögnum áður en hann fór úr Hvíta húsinu. Lögmaður Hvíta hússins hafi hins vegar gleymt því að klára meðfylgjandi pappírsvinnu en það þýddi ekki að leyndinni hefði ekki verið svipt af gögnunum. Þá sagði hann sem sagt að Trump hefði svipt leyndinni af gögnunum en það væru bara ekki til nein gögn um þá ákvörðun hans. Sérfræðingar segja það tæknilega vera löglegt, því forseti Bandaríkjanna hafi algert vald til að svipta leynd af alls kyns leynilegum gögnum. Er vísað sérstaklega til atviks árið 2017. Það var degi eftir að Trump hafði rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, til að reyna að binda enda á rannsókn stofnunarinnar á mögulegu samstarfi framboðs Trumps með Rússa við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Þá tók Trump á móti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í Hvíta húsinu. Á fundinum sagði Trump þeim frá leynilegum upplýsingum. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir þann fund en þrátt fyrir það voru sérfræðingar nokkuð sammála um að sem forseti, hefði hann mátt veita Rússum upplýsingarnar og þar með svipta leyndinni af þeim. Þyngdi sjálfur refsingu Verði Trump fundinn sekur um að hafa brotið alríkislög með því að fjarlægja leynileg gögn úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau til Þjóðskjalasafnsins, gæti hann verið dæmdur í allt að fimm ára fangelsi. Það er samkvæmt lögum sem hann skrifaði sjálfur undir sem forseti. Fyrir forsetakosningarnar árið 2016 gerði Trump það að herópi sínu að fangelsa ætti Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans, fyrir að hafa notað persónulegan vefþjón fyrir opinbera tölvupósta er hún starfaði sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Hún var aldrei ákærð og þegar James B. Comey, þáverandi yfirmaður FBI, lýsti því yfir að hún yrði ekki ákærð varð Trump ævareiður. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Í forsetatíð sinni reyndi Donald Trump ítrekað að beita réttarkerfi Bandaríkjanna gegn andstæðingum sínum og gera löggæslustofnanir að pólitískum vopnum sínum, eins og bent er á í frétt New York Times. Nú þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur gert húsleit á heimili hans í Flórída, halda Trump og bandamenn hans því fram að réttarkerfið sé pólitískt vopn andstæðinga hans. Því hefur meðal annars verið haldið fram að Joe Biden, núverandi forseti, hafi verið meðvitaður um húsleitina fyrirfram. Eins og fram kemur í frétt New York Times er ekkert sem bendir til þess að Joe Biden, núverandi forseti, hafi vitað af húsleitinni eða komið að henni með nokkrum hætti eða vitað af húsleitinni fyrirfram. FBI gerði húsleit í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á mánudaginn. Fjölmiðlar vestanhafs segja að starfsmenn FBI hafi tekið tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu.Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. Þessi gögn hefðu samkvæmt lögum átt að fara til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Trump heldur því fram að húsleit FBI, og aðrar rannsóknir sem að honum snúa, vegna viðskiptahátta hans í New York og viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna frá 2020, svo eitthvað sé nefnt, séu nornaveiðar og pólitískar ofsóknir. Fengu ábendingu úr Mar-A-Lago Fyrr á þessu ári skilaði Trump fimmtán kössum af gögnum til Þjóðskjalasafnsins en fleiri kassar eru sagðir hafa setið í kjallara Mar-A-Lago síðan þá. Wall Street Journal, og aðrir fjölmiðlar vestanhafs, segja rannsakendur þó hafa fengið ábendingu frá einhverjum í Mar-A-Lago um að enn væru leynileg gögn í Flórída. Þá höfðu starfsmenn dómsmálaráðuneytisins þegar lýst yfir efasemdum um að Trump og hans fólk hefði sagt rétt frá varðandi þau gögn sem hafði verið skilað. Enn sem komið er, er lítið vitað um gögnin sem starfsmenn FBI tóku. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekkert sagt enn og Trump sjálfur hefur ekki birt afrit af leitarheimildinni og afrit af yfirliti yfir það hvað hald var lagt á í Flórída. WSJ segir að aðstoðarmenn Trump hafi í vikunni leitað til lögmanna og reynt að finna einhverja til að taka að sér varnir Trump fyrir dómstólum, komi til þess. Miðillinn segir það vísbendingu um að málið gæti verið alvarlegt fyrir Trump. Mar-A-Lago, sveitarklúbbur og heimili Trumps í Flórída.AP/Steve Helber Koma Trump til varnar AP fréttaveitan segir vendingar þessarar viku, og úrslit forvala innan Repúblikanaflokksins á undanförnum vikum, sýna vel hve sterkt tak Trump hefur enn á Repúblikanaflokknum. Trump-liðar hafa meðal annars haldið því fram að starfsmenn FBI hafi mögulega komið sönnunargögnum fyrir í Mar-A-Lago og séu að reyna að koma sök á forsetann fyrrverandi. Þetta hafa þingmenn á báðum deildum Bandaríkjaþings meðal annars tekið undir. Menn eins og Jim Jordan og Lindsey Graham hafa báðir tekið undir það að mögulegt sé að starfsmenn FBI hafi komið sönnunargögnum fyrir til að koma sök á Trump. Sjá einnig: Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem eitt sinn gagnrýndi Trump harðlega sem loddara, hefur sakað forsvarsmenn FBI um að grafa undan trúverðugleika opinberra stofnanna og trausti á réttarríkið og heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Vísaði hann til annarra rannsókna FBI og annarra stofnana á Trump og mögulegu samstarfi framboðs hans með Rússum varðandi kosningarnar 2016. Eins og flestir aðrir, hafa bandamenn Trumps engar upplýsingar um hvaða gögn voru tekin úr Mar-A-Lago né á hverju húsleitarheimildin byggði. Donald Trump og Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona og einhver dyggasti stuðningsmaður Trumps á þingi. Hún hefur meðal annars lagt til að dregið verið úr fjárveitingum til FBI.AP/Seth Wenig Húsleitin var samþykkt af hæst settu embættismönnum dómsmálaráðuneytisins og alríkisdómara. Starfsmenn FBI þurftu að sannfæra dómarann um að mögulega hefðu lög verið brotin og að vísbendingar um lögbrot gætu fundist með húsleitinni. Aðrir hafa haldið því fram að Trump hafi sem forseti svipt öll gögnin leynd. Það sagði Kash Patel, sem starfaði fyrir Trump í Hvíta húsinu, til að mynda í viðtali í vikunni. Vísaði hann til þess að í október árið 2020 hefði Trump svipt leynd af gögnum sem sneru að Rússarannsókninni svokölluðu og rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í kosningunum 2016. Þingmenn og aðrir sem studdu Trump dyggilega og kölluðu eftir því að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að ranga meðhöndlun opinberra gagna, hafa nú lýst því yfir að Trump sé saklaus, að um nornaveiðar sé að ræða og að starfsmenn FBI séu líklega spilltir og reyni að koma sök á Trump. Mátti veita Rússum leynilegar upplýsingar Í grein Washington Post er rifjað upp að Trump svipti nokkrum sinnum hulunni af gögnum en þær skipanir hafi snúið að öðrum gögnum. Þá er rifjað upp viðtal Breitbart við Patel frá því í maí, þegar fregnir bárust fyrst af því að Trump hefði tekið leynileg gögn úr Hvíta húsinu, að forsetinn hefði svipt leyndinni af fullt af gögnum áður en hann fór úr Hvíta húsinu. Lögmaður Hvíta hússins hafi hins vegar gleymt því að klára meðfylgjandi pappírsvinnu en það þýddi ekki að leyndinni hefði ekki verið svipt af gögnunum. Þá sagði hann sem sagt að Trump hefði svipt leyndinni af gögnunum en það væru bara ekki til nein gögn um þá ákvörðun hans. Sérfræðingar segja það tæknilega vera löglegt, því forseti Bandaríkjanna hafi algert vald til að svipta leynd af alls kyns leynilegum gögnum. Er vísað sérstaklega til atviks árið 2017. Það var degi eftir að Trump hafði rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, til að reyna að binda enda á rannsókn stofnunarinnar á mögulegu samstarfi framboðs Trumps með Rússa við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Þá tók Trump á móti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í Hvíta húsinu. Á fundinum sagði Trump þeim frá leynilegum upplýsingum. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir þann fund en þrátt fyrir það voru sérfræðingar nokkuð sammála um að sem forseti, hefði hann mátt veita Rússum upplýsingarnar og þar með svipta leyndinni af þeim. Þyngdi sjálfur refsingu Verði Trump fundinn sekur um að hafa brotið alríkislög með því að fjarlægja leynileg gögn úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau til Þjóðskjalasafnsins, gæti hann verið dæmdur í allt að fimm ára fangelsi. Það er samkvæmt lögum sem hann skrifaði sjálfur undir sem forseti. Fyrir forsetakosningarnar árið 2016 gerði Trump það að herópi sínu að fangelsa ætti Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans, fyrir að hafa notað persónulegan vefþjón fyrir opinbera tölvupósta er hún starfaði sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama. Hún var aldrei ákærð og þegar James B. Comey, þáverandi yfirmaður FBI, lýsti því yfir að hún yrði ekki ákærð varð Trump ævareiður.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56 Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38 Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Alríkislögreglan gerði húsleit heima hjá Trump Donald Trump sagði í yfirlýsingu í dag að Alríkislögregla Bandaríkjanna hefði gert árás á heimili hans í Mar-a-Lago í Palm Beach í Flórída og tekið það yfir. Hann segir húsleitina hluta af árásum „róttækra vinstri Demókrata“ sem vilji ekki að hann bjóði sig aftur fram til forseta árið 2024. 8. ágúst 2022 23:56
Fleiri Repúblikanar ósáttir við Trump Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins segist tilbúinn til að snúa bakinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður íhuga að bjóða sig aftur fram til embættis forseta Bandaríkjanna í kosningunum 2024 en staða hans innan Repúblikanaflokksins hefur versnað að undanförnu. 12. júlí 2022 14:15
Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11
Vildi að dómsmálaráðuneytið segði kosningarnar spilltar Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins um að lýsa því yfir að forsetakosningarnar árið 2020 hefðu verið „spilltar“. Hann og þingmenn repúblikana tækju svo við. Forsetinn lét ekki segjast fyrr en hann var varaður við þetta gæti leitt til hundraða afsagna. 24. júní 2022 09:38
Húsleitir og stefnur vegna falskra kjörmanna Trump Alríkislögreglumenn gerðu húsleit og birtu hópi stuðningsmanna Donalds Trump stefnur víðsvegar um Bandaríkin í gær. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast rannsókn á fölskum kjörmönnum sem stuðningsmenn Trump reyndu að tefla fram til þess að halda honum við völd í fyrra. 23. júní 2022 11:49
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46