Covid-fjörinu að ljúka hjá leikjaframleiðendum Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2022 16:46 Fólk virðist spila minna af tölvuleikjum núna, samanborið við síðustu tvö ár. Getty Heimsbúar spila minna af tölvuleikjum, eftir að spilunin jókst til muna á tímum Covid. Nú er fólk í meira mæli að leggja frá sér fjarstýringarnar og fara úr húsi. Áhrifin á leikjaframleiðendur eru mikil, þó staðan sé betri en hún var fyrir heimsfaraldurinn. Vöxtur í leikjaiðnaðinum hefur minnkað töluvert eða jafnvel dregist saman, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Þessi samdráttur á sölu og áhuga er einnig rakinn til þess að lítið hefur verið um stóra drætti varðandi tölvuleikjaútgáfu að undanförnu. Forsvarsmenn Activision Blizzard, sem Microsoft er að kaupa fyrir um 75 milljarða dala (sem samsvarar nú rúmum tíu billjónum króna), sögðu frá því í síðustu viku að sala og tekjur hafi dregist saman í síðasta ársfjórðungi. Svipað var upp á teningnum hjá leikjarisunum Electronic Arts, Ubisoft og Take Two Interactive Software. „Nýja normið er betra en það var fyrir faraldurinn en heldur þó ekki í við vonir okkar,“ sagði Strauss Zelnick, yfirmaður Take Two við WSJ. Forsvarsmenn Sony, Nintendo og Microsoft sögðu frá því fyrr í sumar að tekjur fyrirtækjanna af sölu tölvuleikja hefðu dregist saman. Samkvæmt frétt CNBC vörðu Bandaríkjamenn 12,4 milljörðum dala í tölvuleiki á öðrum fjórðungi þessa árs og er það samdráttur um þrettán prósent frá sama tímabili í fyrra. Sony sagði frá því í júní að sá tími sem fólk verji í að spila tölvuleiki í PlayStation-leikjatölvum hefði dregist saman um fimmtán prósent á milli ára. Leikjaiðnaðurinn er gríðarlega stór og hefur vaxið til muna á undanförnum árum. Forsvarsmenn iðnaðarins, hafa þó áhyggjur af því að staðan muni versna á næstu misserum. Greiningafyrirtæki sem CNBC vitnar í spáir því að á þessu ári verði velta leikjamarkaðsins um 188 milljarðar dala. Það myndi þýða samdrátt um 1,2 prósent og yrði það í fyrsta sinn sem slíkur samdráttur yrði á markaðnum. WSJ vitnar þó í annað fyrirtæki sem segir að veltan muni aukast um 2,1 prósent. Það yrði þó töluverð minnkun á vexti en árið 2021 jókst veltan um 7,6 prósent og 24,6 árið 2020. Þá spáir fyrirtækið því að tölvuleikjaspilurum muni fjölga um 4,6 prósent á árinu og verða 3,2 milljarðar. Leikjavísir Tengdar fréttir Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vöxtur í leikjaiðnaðinum hefur minnkað töluvert eða jafnvel dregist saman, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Þessi samdráttur á sölu og áhuga er einnig rakinn til þess að lítið hefur verið um stóra drætti varðandi tölvuleikjaútgáfu að undanförnu. Forsvarsmenn Activision Blizzard, sem Microsoft er að kaupa fyrir um 75 milljarða dala (sem samsvarar nú rúmum tíu billjónum króna), sögðu frá því í síðustu viku að sala og tekjur hafi dregist saman í síðasta ársfjórðungi. Svipað var upp á teningnum hjá leikjarisunum Electronic Arts, Ubisoft og Take Two Interactive Software. „Nýja normið er betra en það var fyrir faraldurinn en heldur þó ekki í við vonir okkar,“ sagði Strauss Zelnick, yfirmaður Take Two við WSJ. Forsvarsmenn Sony, Nintendo og Microsoft sögðu frá því fyrr í sumar að tekjur fyrirtækjanna af sölu tölvuleikja hefðu dregist saman. Samkvæmt frétt CNBC vörðu Bandaríkjamenn 12,4 milljörðum dala í tölvuleiki á öðrum fjórðungi þessa árs og er það samdráttur um þrettán prósent frá sama tímabili í fyrra. Sony sagði frá því í júní að sá tími sem fólk verji í að spila tölvuleiki í PlayStation-leikjatölvum hefði dregist saman um fimmtán prósent á milli ára. Leikjaiðnaðurinn er gríðarlega stór og hefur vaxið til muna á undanförnum árum. Forsvarsmenn iðnaðarins, hafa þó áhyggjur af því að staðan muni versna á næstu misserum. Greiningafyrirtæki sem CNBC vitnar í spáir því að á þessu ári verði velta leikjamarkaðsins um 188 milljarðar dala. Það myndi þýða samdrátt um 1,2 prósent og yrði það í fyrsta sinn sem slíkur samdráttur yrði á markaðnum. WSJ vitnar þó í annað fyrirtæki sem segir að veltan muni aukast um 2,1 prósent. Það yrði þó töluverð minnkun á vexti en árið 2021 jókst veltan um 7,6 prósent og 24,6 árið 2020. Þá spáir fyrirtækið því að tölvuleikjaspilurum muni fjölga um 4,6 prósent á árinu og verða 3,2 milljarðar.
Leikjavísir Tengdar fréttir Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kona í aðalhlutverki og færri niðrandi brandarar í GTA VI Grand Theft Auto VI verður fyrsti leikur tölvuleikjaseríunnar vinsælu með konu í stóru aðalhlutverki. Persónuvalið er hluti af yfirstandandi menningarbreytingu innan Rockstar Games sem framleiðir leikinn en fyrirtækið ætlar jafnframt að fækka niðrandi bröndurum um jaðarhópa í leiknum. 29. júlí 2022 11:49