Óskar Hrafn: „Féllum á eigið sverð í þessum leik" Hjörvar Ólafsson skrifar 4. ágúst 2022 21:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, var stoltur af frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir 3-1 tap liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeilar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er fyrst og fremst afar hreykinn af spilamennsku minna manna hér í kvöld. Leikmenn mínir gáfu allt og rúmlega það í þetta verkefni og skildu allt eftir á vellinum. Ég er brjálaður að hafa ekki unnið eða gert minnst jafntefli á sama tíma og ég er ótrúlega stoltur. Við héldum þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum færi til þess að komast yfir. Við héldum boltanum vel, þorðum að spila á milli línanna og ég er sáttur við það," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn. „Það voru svo einstaklingsgæði hjá leikmönnum þeirra sem urðu til þess að við lentum undir. Þegar þú spilar við jafn sterkt lið og við gerðum í kvöld þá losnar alltaf um þá á einhverjum kafla í leiknum. Þeir náðu upp góðu spili og sköpuðu nokkur færi í upphafi seinni hálfleiks og nýttu þau vel," sagði þjálfari Breiðabliks enn fremur. „Við náðum hins vegar upp góðri pressu upp úr miðjum seinni hálfleik og uppskárum mark. Við herjuðum á þá fyrir og eftir markið og það má í raun segja að við höfum fallið á eigið sverð í þessum leik. Við freistuðum þess að jafna metin og fenugm mark í andlitið í lokin," sagði hann. „Þegar upp er staðið náðum við að velgja tyrkneksu stórliði undir uggum og við hefðum mögulega átt að fá víti í stöðunni 2-1. Ef við hefðum náð að nýta einhverjar af þeim stöðum sem við fengum og færi betur þá hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi. Þegar þú mætir jafn sterkum andstæðingi og við gerðum að þessu sinni þarf allt að ganga upp. Sendingar þurfa að vera hárnákvæmar, hlaupin að sinka við þau á hárréttum tíma og hlutirnir þurfa að falla fyrir þig," sagði Óskar Hrafn um leikinn. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst afar hreykinn af spilamennsku minna manna hér í kvöld. Leikmenn mínir gáfu allt og rúmlega það í þetta verkefni og skildu allt eftir á vellinum. Ég er brjálaður að hafa ekki unnið eða gert minnst jafntefli á sama tíma og ég er ótrúlega stoltur. Við héldum þeim í skefjum í fyrri hálfleik og fengum færi til þess að komast yfir. Við héldum boltanum vel, þorðum að spila á milli línanna og ég er sáttur við það," sagði Óskar Hrafn eftir leikinn. „Það voru svo einstaklingsgæði hjá leikmönnum þeirra sem urðu til þess að við lentum undir. Þegar þú spilar við jafn sterkt lið og við gerðum í kvöld þá losnar alltaf um þá á einhverjum kafla í leiknum. Þeir náðu upp góðu spili og sköpuðu nokkur færi í upphafi seinni hálfleiks og nýttu þau vel," sagði þjálfari Breiðabliks enn fremur. „Við náðum hins vegar upp góðri pressu upp úr miðjum seinni hálfleik og uppskárum mark. Við herjuðum á þá fyrir og eftir markið og það má í raun segja að við höfum fallið á eigið sverð í þessum leik. Við freistuðum þess að jafna metin og fenugm mark í andlitið í lokin," sagði hann. „Þegar upp er staðið náðum við að velgja tyrkneksu stórliði undir uggum og við hefðum mögulega átt að fá víti í stöðunni 2-1. Ef við hefðum náð að nýta einhverjar af þeim stöðum sem við fengum og færi betur þá hefði leikurinn mögulega þróast öðruvísi. Þegar þú mætir jafn sterkum andstæðingi og við gerðum að þessu sinni þarf allt að ganga upp. Sendingar þurfa að vera hárnákvæmar, hlaupin að sinka við þau á hárréttum tíma og hlutirnir þurfa að falla fyrir þig," sagði Óskar Hrafn um leikinn.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira