Birgir Leifur, Ólafía Þórunn og nýi Evrópumeistarinn með í Einvíginu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 14:01 Perla Sól Sigurbrandsdóttir fór upp um 128 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki þegar listinn var uppfærður eftir að hún tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í flokki stúlkna 16 ára og yngri. Golf.is Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, fer fram í 26. sinn á mánudaginn. Mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., fer fram á frídegi verslunarmanna. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. Einvígið hefst stundvíslega klukkan eitt á mánudaginn og verður fyrirkomulagið í Einvíginu þannig að fyrstu tvær holurnar í einvíginu verða leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut. Eftir það verður farið í hið hefðbundna “shoot-out” fyrir þá sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut. Það er sjóðastýringarfélagið STEFNIR sem er styrktaraðili Einvígisins á Nesinu í ár og mun í mótslok afhenda Einstökum börnum ávísun upp á eina milljón króna. Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verða bæði með á mótinu en þar verður einnig Perla Sól Sigurbrandsdóttir sem varð Evrópumeistari unglinga á dögunum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann Einvígið í fyrra og þá í annað skiptið á þremur árum. Hann er ekki með í ár ekki frekar en Haraldur Franklín Magnús sem vann það árið 2020. Þrír af keppendunum í ár hafa náð að vinna þetta árlega mót en það eru Aron Snær Júlíusson (2015), Birgir Leifur Hafþórsson (2010 og 2013) og Magnús Lárusson (2004, 2005, 2006). Aðeins tvær konur hafa náð að vinna Einvígið (Ólöf María Jónsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir) en það verður fróðlegt að sjá hvort Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir eða Ragnhildur Kristinsdóttir tekst að komast í þann hóp um þessa Verslunarmannahelgi. Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2022 Aron Snær Júlíusson Birgir Leifur Hafþórsson Bjarni Þór Lúðvíksson Guðrún Brá Björgvinsdóttir Gunnlaugur Árni Sveinsson Hlynur Bergsson Magnús Lárusson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. Einvígið hefst stundvíslega klukkan eitt á mánudaginn og verður fyrirkomulagið í Einvíginu þannig að fyrstu tvær holurnar í einvíginu verða leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut. Eftir það verður farið í hið hefðbundna “shoot-out” fyrir þá sem eru með hæsta skor á viðkomandi braut. Það er sjóðastýringarfélagið STEFNIR sem er styrktaraðili Einvígisins á Nesinu í ár og mun í mótslok afhenda Einstökum börnum ávísun upp á eina milljón króna. Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verða bæði með á mótinu en þar verður einnig Perla Sól Sigurbrandsdóttir sem varð Evrópumeistari unglinga á dögunum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann Einvígið í fyrra og þá í annað skiptið á þremur árum. Hann er ekki með í ár ekki frekar en Haraldur Franklín Magnús sem vann það árið 2020. Þrír af keppendunum í ár hafa náð að vinna þetta árlega mót en það eru Aron Snær Júlíusson (2015), Birgir Leifur Hafþórsson (2010 og 2013) og Magnús Lárusson (2004, 2005, 2006). Aðeins tvær konur hafa náð að vinna Einvígið (Ólöf María Jónsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir) en það verður fróðlegt að sjá hvort Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir eða Ragnhildur Kristinsdóttir tekst að komast í þann hóp um þessa Verslunarmannahelgi. Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2022 Aron Snær Júlíusson Birgir Leifur Hafþórsson Bjarni Þór Lúðvíksson Guðrún Brá Björgvinsdóttir Gunnlaugur Árni Sveinsson Hlynur Bergsson Magnús Lárusson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir
Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2022 Aron Snær Júlíusson Birgir Leifur Hafþórsson Bjarni Þór Lúðvíksson Guðrún Brá Björgvinsdóttir Gunnlaugur Árni Sveinsson Hlynur Bergsson Magnús Lárusson Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira