Ríkið mismunar börnum í Reykjavík á grundvelli búsetu og uppruna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2022 17:00 Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun