Sænsku miðlarnir um leikinn á Víkingsvelli: „Óþarflega spennandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 16:00 Víkingur tók á móti Malmö í háspennuleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Vísir/Hulda Margrét Líkt og íslenskir fjölmiðlar fjölluðu þeir sænsku um leik Víkings og Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og sænsku meistararnir fóru því áfram eftir samanlagðan 6-5 sigur. Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira