Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2022 16:57 Kalífadæmi Íslamska ríkisins spannaði stóran hluta Íraks og Sýrlands, áður en það féll árið 2019. Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun. Árásin var gerð í bænum Jindaris í norðvesturhluta Sýrlands, nærri landamærum Tyrklands. Einnig stóð til að fella annan háttsettan meðlimi ISIS en sá er talinn hafa særst í árásinni. Það hefur þó ekki verið staðfest, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Íslamska ríkið fór eins og stormsveipur um Sýrland og Írak árið 2014. Fólk ferðaðist til Sýrlands í massavís til að ganga til liðs við samtökin og búa í kalífadæmi þeirra sem stofnað var á svæðinu. Þegar hryðjuverkasamtökin voru hvað öflugust stjórnuðu vígamenn þeirra stórum svæðum í Írak og Sýrlandi. Samtökin réðu yfir rúmlega átta milljónum manna þegar mest var en kalífadæmi ISIS féll árið 2019. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Síðan þá hafa ISIS-liðar haldið sér í skugganum og haldið árásum sínum og ofbeldi áfram í Írak, Sýrlandi og í Afganistan þar sem ISIS-liðar hafa barist við Talibana. Tíð dauðsföll leiðtoga samtakanna hafa þó gert þeim erfitt um vik með enduruppbyggingu. Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47 Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58 Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40 Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Árásin var gerð í bænum Jindaris í norðvesturhluta Sýrlands, nærri landamærum Tyrklands. Einnig stóð til að fella annan háttsettan meðlimi ISIS en sá er talinn hafa særst í árásinni. Það hefur þó ekki verið staðfest, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Íslamska ríkið fór eins og stormsveipur um Sýrland og Írak árið 2014. Fólk ferðaðist til Sýrlands í massavís til að ganga til liðs við samtökin og búa í kalífadæmi þeirra sem stofnað var á svæðinu. Þegar hryðjuverkasamtökin voru hvað öflugust stjórnuðu vígamenn þeirra stórum svæðum í Írak og Sýrlandi. Samtökin réðu yfir rúmlega átta milljónum manna þegar mest var en kalífadæmi ISIS féll árið 2019. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Síðan þá hafa ISIS-liðar haldið sér í skugganum og haldið árásum sínum og ofbeldi áfram í Írak, Sýrlandi og í Afganistan þar sem ISIS-liðar hafa barist við Talibana. Tíð dauðsföll leiðtoga samtakanna hafa þó gert þeim erfitt um vik með enduruppbyggingu.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47 Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58 Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40 Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47
Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58
Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40