Sagði að Malmö þyrfti að einbeita sér að litlu atriðunum og að Ísland væri hans annað heimili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 20:30 Miloš Milojević er þjálfari sænska meistaraliðsins Malmö. Malmö FF Miloš Milojević, þjálfari Malmö, var mættur á sinn gamla heimavöll er hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Annað kvöld mætast liðin öðru sinni en Malmö vann nauman 3-2 heimasigur í fyrri leiknum þar sem Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald eftir að hafa jafnað metin 1-1 í fyrri hálfleik. Manni færri lentu Víkingar 3-1 undir en minnkuðu muninn undir lokin þökk sé ofur-varamanninum Helga Guðjónssyni og einvígið því enn á lífi. Bæði lið héldu blaðamannafund í Víkinni í dag þar sem hinn 39 ára gamli Miloš var spurður hvernig það væri að vera kominn aftur til Íslands og aftur í Víkina. „Það er tilfinningaþrungið. Ég var hér í marga daga og margar nætur. Ég er þannig gerður að ég reyni aðeins að muna eftir því góða. Þess vegna byrjaði ég í fótbolta, til að skapa góðar minningar. Ég á margar slíkar frá Íslandi og Víkinni, sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari.“ „Ég hef verið 11 af mínum 39 árum á Íslandi og þó það sé tilgerðarlegt að segja það þá myndi ég kalla Ísland mitt annað heimili,“ sagði Miloš að endingu um komuna aftur til Íslands. Miloš er frá Serbíu en kom hingað til lands að spila með Hamri árið 2006. Þaðan lá leiðin til Ægis, aftur til Hamars og svo í Víkina er Víkingur var í B-deild. Hann lék með Víking í þrjú sumur áður en skórnir fóru upp á hillu. Eftir það færði hann sig yfir í þjálfun og þjálfaði yngri flokka Víkings áður en hann komst inn í meistaraflokksteymið og tók svo við liðinu. Árið 2017 færði hann svo yfir til Breiðabliks en haustið sama ár fór hann af landi brott og hélt til Svíþjóðar. Miloš Milojević og Ólafur Þórðarson á góðri stundu.Vísir/Andri Marinó Um Víking „Ég hef fylgst vel með íslensku deildinni og Víkingum undanfarin 4-5 ár. Vissi því margt um liðið og taldi mig þekkja hópinn þeirra ágætlega. Þetta er metnaðarfullur hópur, eru með marga leikmenn sem hafa spilað erlendis og vilja komast þangað á nýjan leik. Við lærðum að Víkingar eru með mjög samkeppnishæft lið og trúa á það sem þeir eru að gera,“ sagði Miloš aðspurður hvort hann hefði lært eitthvað um Víking í fyrri leik liðanna. „Að því sögðu þá trúum að við getum unnið leikinn og farið áfram í næstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.“ Um leik morgundagsins „Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að litlu atriðunum sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við vissum fyrir leikinn að Víkingar myndu nota hvert tækifæri til að særa okkar, sama hvort það væru skyndisóknir eða föst leikatriði. Það gekk upp, þeir áttu tvo skot á markið og skoruðu tvö mörk.“ „Þeim tókst að halda einvíginu á lífi með því og nú spila þeir heima, við verðum að virða það en að sama skapi þurfum við að spila okkar leik, á því getustigi sem við getum og trúa á það sem við erum að gera.“ Hann sagði stöðuna á leikmannahópi Malmö þá sömu og fyrir fyrri leik liðanna í Svíþjóð. Miloš tók þó fram að það þyrfti að fylgjast með álagi leikmanna þar sem þeir ættu einnig leik á gervigrasi um næstu helgi. Leikur Víkings og Malmö hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrr eða klukkan 19.15. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Annað kvöld mætast liðin öðru sinni en Malmö vann nauman 3-2 heimasigur í fyrri leiknum þar sem Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald eftir að hafa jafnað metin 1-1 í fyrri hálfleik. Manni færri lentu Víkingar 3-1 undir en minnkuðu muninn undir lokin þökk sé ofur-varamanninum Helga Guðjónssyni og einvígið því enn á lífi. Bæði lið héldu blaðamannafund í Víkinni í dag þar sem hinn 39 ára gamli Miloš var spurður hvernig það væri að vera kominn aftur til Íslands og aftur í Víkina. „Það er tilfinningaþrungið. Ég var hér í marga daga og margar nætur. Ég er þannig gerður að ég reyni aðeins að muna eftir því góða. Þess vegna byrjaði ég í fótbolta, til að skapa góðar minningar. Ég á margar slíkar frá Íslandi og Víkinni, sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari.“ „Ég hef verið 11 af mínum 39 árum á Íslandi og þó það sé tilgerðarlegt að segja það þá myndi ég kalla Ísland mitt annað heimili,“ sagði Miloš að endingu um komuna aftur til Íslands. Miloš er frá Serbíu en kom hingað til lands að spila með Hamri árið 2006. Þaðan lá leiðin til Ægis, aftur til Hamars og svo í Víkina er Víkingur var í B-deild. Hann lék með Víking í þrjú sumur áður en skórnir fóru upp á hillu. Eftir það færði hann sig yfir í þjálfun og þjálfaði yngri flokka Víkings áður en hann komst inn í meistaraflokksteymið og tók svo við liðinu. Árið 2017 færði hann svo yfir til Breiðabliks en haustið sama ár fór hann af landi brott og hélt til Svíþjóðar. Miloš Milojević og Ólafur Þórðarson á góðri stundu.Vísir/Andri Marinó Um Víking „Ég hef fylgst vel með íslensku deildinni og Víkingum undanfarin 4-5 ár. Vissi því margt um liðið og taldi mig þekkja hópinn þeirra ágætlega. Þetta er metnaðarfullur hópur, eru með marga leikmenn sem hafa spilað erlendis og vilja komast þangað á nýjan leik. Við lærðum að Víkingar eru með mjög samkeppnishæft lið og trúa á það sem þeir eru að gera,“ sagði Miloš aðspurður hvort hann hefði lært eitthvað um Víking í fyrri leik liðanna. „Að því sögðu þá trúum að við getum unnið leikinn og farið áfram í næstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.“ Um leik morgundagsins „Ég tel að við þurfum að einbeita okkur að litlu atriðunum sem fóru úrskeiðis í síðasta leik. Við vissum fyrir leikinn að Víkingar myndu nota hvert tækifæri til að særa okkar, sama hvort það væru skyndisóknir eða föst leikatriði. Það gekk upp, þeir áttu tvo skot á markið og skoruðu tvö mörk.“ „Þeim tókst að halda einvíginu á lífi með því og nú spila þeir heima, við verðum að virða það en að sama skapi þurfum við að spila okkar leik, á því getustigi sem við getum og trúa á það sem við erum að gera.“ Hann sagði stöðuna á leikmannahópi Malmö þá sömu og fyrir fyrri leik liðanna í Svíþjóð. Miloš tók þó fram að það þyrfti að fylgjast með álagi leikmanna þar sem þeir ættu einnig leik á gervigrasi um næstu helgi. Leikur Víkings og Malmö hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrr eða klukkan 19.15.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira