100 ár liðin frá róttækum sigri Kvennalistans Erna Bjarnadóttir og Tómas Ellert Tómasson skrifa 5. júlí 2022 14:01 „Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Tómas Ellert Tómasson Jafnréttismál Alþingi Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
„Fyrstu konurnar, brautryðjendurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski, aðeins vegna þess að þær eru konur – en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar konum fjölgar á Alþingi Íslendinga hverfur það, að ráðist sé á þær sérstaklega af því, að þær eru konur.“ Næstkomandi föstudag, þann 8. júlí 2022 verða liðin 100 ár frá því að Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) varð fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi. Það var mikið afrek í aldagömlu karllægu samfélaginu. Kjör Ingibjargar kom til vegna kröftugrar baráttu þeirra kvenna sem skipuðu kvenréttindahreyfingar landsins á þeim tíma, einkum sunnan- og norðanlands. Það er fróðlegt að lesa ávarp Kristínar Ástgeirsdóttur um Ingibjörgu sem flutt var á hátíðarsamkomu sem haldin var henni til heiðurs í Alþingishúsinu fyrir 10 árum síðan. Þannig segir Kristín frá um þau orð Ingibjargar sem eru upphafsorð þessarar greinar: „Þessi orð skrifaði Ingibjörg H. Bjarnason í grein í Lögréttu árið 1930, skömmu eftir að þingsetu hennar lauk. Þau segja allt sem segja þarf um það hvernig henni leið þau átta ár sem hún sat á Alþingi. Hún var fyrst, hún var ein og hún var ekki boðin velkomin af öllum í sölum Alþingis. Hún fékk að heyra athugasemdir sem beindust að útliti hennar, aldri og þeirri staðreynd að hún var ógift og barnlaus. Hún var ásökuð um svik við málstað kvenna og hún var beitt þöggun.“ Ingibjörg beitti sér í velferðarmálum og réttindamálum kvenna og naut þar óskoraðs stuðnings kvennahreyfingarinnar. Í erindi Kristínar segir síðan frá því að menntun kvenna hafi reynst Ingibjörgu erfitt mál en þar varð hennar sjónarmið undir. „Það snerist um það hvort leggja skyldi höfuðáherslu á að mennta konur sem húsmæður og beina þeim inn á heimilin eða hvort þeim ættu að vera allar leiðir opnar til þátttöku og starfa úti á vinnumarkaðnum. Ingibjörg lýsti skoðun sinni þannig að hún sæi ekki að það eina sem konum byðist væri að „sitja undir askloki því sem kallast að gæta bús og barna ... Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem flestum sviðum.“ Húsmæðrastefnan varð ofan á en aðeins örfáar konur lögðu fyrir sig langskólanám. Í dag er er slíkur tíðarandi fjarlæg hugsun. En til að breyta samfélaginu á þeim tíma þurfti ákveðna róttækni meðal kvenna. Breytingin kom ekki frá hógværum hópi karla á miðju stjórnmálanna. Aftur, 60 árum síðar, komu fram kvennaframboð í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík og á Akureyri sem urðu forverar Kvennalistans (Samtök um kvennalista) sem fékk 3 konur kjörnar á þing vorið 1983. Kvennalistinn setti sitt mark á stjórnmálin og ekki síður á sjálfsmynd kvenna á Íslandi. Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna. Aflvaki þeirra var róttækni í samfélaginu, róttækni sem löggjafinn speglaði að endingu í landslögin. Líkt og um kjör og kosningarétt kvenna til Alþingis á síðustu öld, þurfti róttæka og kraftmikla baráttu til að fá þessa skynsamlegu lagabreytingu fram. Erna Bjarnadóttir er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Tómas Ellert Tómasson er fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun