Dauðskelkuð Griner biðlar til Bandaríkjaforseta: Gerðu það, ekki gleyma mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 09:31 Brittney Griner hefur ekkert getað spilað með Phoenix Mercury því hún hefur dúsað í fangelsi í Moskvu síðan í febrúar. Getty/Christian Petersen/ Bréf frá bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner, skrifað í fangelsi í Rússlandi, komst alla leið í Hvíta húsið. Bandarískir fjölmiðlar fengu að birta brot úr því á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrir að vera með hassolíu í sínum förum en hana notaði Griner í rafrettu sína. Það kom ekki fram hvernig bréfið komst úr fangelsinu í Moskvu alla leið í Hvíta húsið í Washington DC. Fjölmiðlar fengu heldur ekki afrit af öllu bréfinu heldur aðeins brot úr því. Það sem er vitað er að í þessu bréfi biðlaði Griner beint til Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Ég er dauðskelkuð um að ég verði hér alla tíð,“ skrifaði Brittney Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner er ein besta körfuboltakona heims, 206 sentímetra miðherji sem hefur bæði orðið WNBA-meistari sem og verið stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í tvígang. Hún hefur líka átta sinnum varið flest skot á tímabili og þrisvar sinnum verið kosin í úrvalslið ársins. Réttarhöldin yfir Griner hófust síðastliðinn föstudag. Lögfræðisérfræðingar og bandarískir fulltrúar hafa sagt að réttarhöldin séu í raun aðeins sýndarréttarhöld og því löngu ljóst að hún verði dæmd sek og í langt fangelsi. „Ég átta mig á því að þú ert að glíma við marga hluti en gerðu það ekki gleyma mér og hinum sem eru líka í gæsluvarðhaldi,“ skrifaði Griner. Griner handskrifaði bréfið og þar nefnir hún meðal annars að faðir hennar hafi verið í Víetnam. „Fjórða júlí, heiðrar mín fjölskylda vanalega þá sem börðust fyrir frelsi okkar og meðal þeirra er faðir minn sem barðist í Víetnam. Það er mjög sárt að hugsa um það hvernig ég held vanalega upp á þennan dag því frelsi þýðir eitthvað allt annað fyrir mig í dag,“ skrifaði Griner. „Ég kaus í fyrsta sinn árið 2020 og þá kaus ég þig. Ég trúi á þig. Ég á enn svo margt gott eftir að láta af mér leiða og þú getur hjálpað mér að geta það. Ég sakna eiginkonu minnar. Ég sakna fjölskyldunnar. Ég sakna liðsfélaganna. Það er mjög erfitt að vita að þeir eru ganga í gegnum þetta kvalræði. Ég er þakklát fyrir allt sem þú getur gert til að hjálpa mér að komast heim,“ skrifaði Griner. Mál Brittney Griner NBA Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrir að vera með hassolíu í sínum förum en hana notaði Griner í rafrettu sína. Það kom ekki fram hvernig bréfið komst úr fangelsinu í Moskvu alla leið í Hvíta húsið í Washington DC. Fjölmiðlar fengu heldur ekki afrit af öllu bréfinu heldur aðeins brot úr því. Það sem er vitað er að í þessu bréfi biðlaði Griner beint til Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Ég er dauðskelkuð um að ég verði hér alla tíð,“ skrifaði Brittney Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner er ein besta körfuboltakona heims, 206 sentímetra miðherji sem hefur bæði orðið WNBA-meistari sem og verið stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í tvígang. Hún hefur líka átta sinnum varið flest skot á tímabili og þrisvar sinnum verið kosin í úrvalslið ársins. Réttarhöldin yfir Griner hófust síðastliðinn föstudag. Lögfræðisérfræðingar og bandarískir fulltrúar hafa sagt að réttarhöldin séu í raun aðeins sýndarréttarhöld og því löngu ljóst að hún verði dæmd sek og í langt fangelsi. „Ég átta mig á því að þú ert að glíma við marga hluti en gerðu það ekki gleyma mér og hinum sem eru líka í gæsluvarðhaldi,“ skrifaði Griner. Griner handskrifaði bréfið og þar nefnir hún meðal annars að faðir hennar hafi verið í Víetnam. „Fjórða júlí, heiðrar mín fjölskylda vanalega þá sem börðust fyrir frelsi okkar og meðal þeirra er faðir minn sem barðist í Víetnam. Það er mjög sárt að hugsa um það hvernig ég held vanalega upp á þennan dag því frelsi þýðir eitthvað allt annað fyrir mig í dag,“ skrifaði Griner. „Ég kaus í fyrsta sinn árið 2020 og þá kaus ég þig. Ég trúi á þig. Ég á enn svo margt gott eftir að láta af mér leiða og þú getur hjálpað mér að geta það. Ég sakna eiginkonu minnar. Ég sakna fjölskyldunnar. Ég sakna liðsfélaganna. Það er mjög erfitt að vita að þeir eru ganga í gegnum þetta kvalræði. Ég er þakklát fyrir allt sem þú getur gert til að hjálpa mér að komast heim,“ skrifaði Griner.
Mál Brittney Griner NBA Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira