Lýsa aðstæðum sem „helvíti á jörðu“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2022 22:01 Úkraínskir hermenn í Donetsk. Rússar eru sagðir líklegir til að gefa aukinn kraft í sókn þeirra þar. AP/Efrem Lukatsky Úkraínskir hermenn eru að koma sér fyrir í nýjum varnarstöðum í austurhluta landsins eftir að Rússar náðu tökum á síðustu borg Luhansk-héraðs. Lysychansk féll i hendur Rússa um helgina og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir sigri í Luhansk. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í um tvo mánuði og einbeittu Rússar sér sérstaklega að því að ná tökum á öllu héraðinu. Lang stærstur hluti rússneska hersins hefur verið notaður til árása á tiltölulega litlu svæði þar. Sjá einnig: Lysychansk fallin í hendur Rússa Rússar reyndu lengi að umkringja Úkraínumenn í Luhansk, en með takmörkuðum árangri. Þá byrjuðu þeir að beita yfirburðum sínum í stórskotaliði gegn Úkraínumönnum með nokkrum árangri en heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu í linnulausum stórskotaliðsárásum Rússa. Núna eru Rússar sagðir líklegir til að sækja fram í Donetsk-héraði en það og Luhansk saman mynda svæði sem kallað er Donbas. Dýrkeyptur sigur í Luhansk Eins og fram kemur í frétt Reuters hafa báðar fylkingar orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Báðar fylkingar halda því þó fram að hin hliðin hafi orðið fyrir mun meira mannfalli. Einn sérfræðingur sem ræddi við fréttaveituna sagði að hernám Luhansk væri svo sannarlega sigur fyrir Rússa en hann hefði kostað þá gífurlega mikið. Bardagarnir hefðu sömuleiðis kostað Úkraínumenn mikið. Neil Melvin, hjá hernaðarhugveitunni RUSI í London, sagði Reuters að mikilvægir bardagar væru framundan. Rússar myndu líklega reyna að sækja fram í Donetsk-héraði, þar sem Úkraínumenn halda borgunum Slovíansk, Kramatorsk og Bakhmút. #Russian forces have likely secured the #Luhansk Oblast border, although pockets of #Ukrainian resistance may remain in and around #Lysychansk. Read the latest from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/3Rek1S0BYK pic.twitter.com/Ne27y62QLe— ISW (@TheStudyofWar) July 4, 2022 Geta bara lagst á grúfu og beðið Í samtali við AP fréttaveituna lýsa nokkrir úkraínskir hermenn aðstæðum á víglínunum í austri sem „helvíti á jörðu“. Heilu skógarnir hafi verið brenndir, borgir jafnaðar við jörðu og sprengjuregnið sé svo mikið að það eina sem hermenn geti gert sé að leggjast á grúfu og biðja. Sumir kvörtuðu yfir þverandi baráttuanda, flótta hermanna og andlegum erfiðleikum vegna sprengjuregnsins. Aðrir sögu baráttuandann mikinn og lofuðu aðra hermenn fyrir baráttuna gegn því ofurefli sem þeir standa andspænis. Myndbandið hér að neðan sýnir stórskotaliðsárás Rússa á skotgrafir Úkraínumanna í Donetsk. Video of DNR artillery strikes on Ukrainian positions in the Avdiivka area taken by a DJI Mavic 3. https://t.co/Q5YSA38LSS pic.twitter.com/cOAuoxkbo1— Rob Lee (@RALee85) July 4, 2022 Liðforinginn (e. lieutenant) Vólódímír Nasarenkó tók þátt í orrustunni um Severodonetsk, sem Úkraínumenn hörfuðu nýverið frá. Hann segir að sprengjum hafi rignt á borgina daglega og hvert einasta hús hennar hafi markvisst verið jafnvað við jörðu. Hann segir að þrátt fyrir það að Severodonetsk hafi fallið í hendur Rússa hafi verið um sigur fyrir Úkraínumenn að ræða. Þeim hafi tekist að tefja Rússa mun lengur en upprunalega var talið og valdið gífurlegu mannfalli meðal rússneskra hermanna. Þær hersveitir sem Rússar hafi beint að borginni séu nú svo gott sem óstarfhæfar. Liðsforinginn María var ein þeirra sem ræddi við AP fréttaveituan. Hún segir aðstæður á víglínunum mis-slæmar. Þær fari eftir því hvar hermennirnir séu og hversu vel gangi að flytja birgðir til þeirra.AP/Efrem Lukatsky Nýir hermenn svartsýnni Í grein AP segir að markviss munur hafi verið á frásögnum vanra hermanna og annarra sem hafi fengið litla þjálfun og hafi gengið nýlega í herinn eftir innrásina. Þeir síðarnefndu séu mun svartsýnni og hafi flestir farið fram á nafnleynd til að segja frá reynslu þeirra. Einn hermaður sem hefur verið í hernum frá 2016 sagði aðstæður á víglínunum vera hræðilegar og mannfallið meðal Úkraínumanna vera gífurlegt. Vegna árása Rússa sé ómögulegt að flytja særða menn af víglínunum nema á næturnar og það sé í mörgum tilfellum of seint. Mörgum særðum hermönnum blæði hreinlega út. Þá sagði hann baráttuandann vera mjög slæman en yfirmönnum væri sama um það. „Yfirmönnunum er sama þó þú sér algjörlega niðurbrotinn andlega. Svo lengi sem hjartað í þér slær og ef þú hefur hendur og fætur, þá ertu sendur aftur á víglínurnar,“ sagði hann. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði frá því í kvöld að hann hefði rætt við úkraínskan hermann í dag. Sá hermaður er í stjórnunarstöðu og hefur Miller eftir honum að mannfallið meðal Úkraínumanna sé gífurlegt. Stórskotalið Rússa væri erfiðast en Rússar hefðu sömuleiðis mun fleiri skriðdreka en Úkraínumenn. Hersveit hans hefði verið á víglínunum frá því innrásin hófst og baráttuandi þeirra færi dvínandi. „Aðeins þeir særðu fá hvíld,“ hefur Miller eftir hermanninum. Three weeks ago, he had 60 soldiers in his unit north of Popasna. Today he has 20; 40 have been KIA or WIA; 3 KIA last week. They were nearly caught in the kettle as Russian forces captured Severo & Lysychansk; they've been pushed 30+ miles east from their original positions.— Christopher Miller (@ChristopherJM) July 4, 2022 Binda vonir við vopn frá Vesturlöndum Úkraínumenn hafa átt undir högg að sækja en sóknir Rússa hafa kostað þá verulega. Ráðamenn í Kænugarði binda vonir við að vopnasendingar frá Vesturlöndum geti snúið við taflinu og sérstaklega þegar kemur að vopnakerfum sem geta gert Úkraínumönnum kleift að sporna gegn stórskotaliði Rússa. Nokkur slík vopnakerfi hafa borist til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugakerfi sem kallast HIMARS og gera þau Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Fregnir hafa borist af því að þessi vopn hafi á undanförnum dögum markvisst verið notaðar til að gera árásir á vopnageymslur Rússa í Luhansk og Donetsk. Úkraínumenn segjast þó þurfa mun fleiri vopnakerfi. HIMARS vopnakerfin hafa að mestu verið notuð á næturnar hingað til og þannig vilja Úkraínumenn forðast gagnárásir frá Rússum á kerfin mikilvægu. Meðfylgjandi myndband var birt af herforingjaráði Úkraínu í dag. Gæti dregið úr yfirburðum Rússa Úkraínumenn hafa þar að auki kallað tugi þúsunda manna í herinn og eru að þjálfa þá í massavís. Á sama tíma hafa ráðamenn í Moskvu forðast að kalla til almennrar herkvaðningar og hafa fregnir borist af því að Rússar hafi átt erfitt með að fylla upp í raðir sínar. Rússar eru sagðir hafa notast mikið við málaliða, landgönguliða og sjálfboðaliða af yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna í Donbas. Úkraínskir hermenn við þjálfun í síðasta mánuði.Getty/Paula Bronstein Sérfræðingar segja mögulegt að á næstu mánuðum gæti dregið úr yfirburðum Rússa, vegna þess að Úkraínumenn séu að fjölga hermönnum mun hraðar en Rússar. Þeir hermenn sem Úkraínumenn munu senda á víglínurnar á komandi vikum verða þó með mun minni reynslu en hermennirnir sem þeir eiga að leysa af. Úkraínumenn eru þó enn sagðir vongóðir um að þeir muni geta snúið vörn í sókn þegar á líður. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í um tvo mánuði og einbeittu Rússar sér sérstaklega að því að ná tökum á öllu héraðinu. Lang stærstur hluti rússneska hersins hefur verið notaður til árása á tiltölulega litlu svæði þar. Sjá einnig: Lysychansk fallin í hendur Rússa Rússar reyndu lengi að umkringja Úkraínumenn í Luhansk, en með takmörkuðum árangri. Þá byrjuðu þeir að beita yfirburðum sínum í stórskotaliði gegn Úkraínumönnum með nokkrum árangri en heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu í linnulausum stórskotaliðsárásum Rússa. Núna eru Rússar sagðir líklegir til að sækja fram í Donetsk-héraði en það og Luhansk saman mynda svæði sem kallað er Donbas. Dýrkeyptur sigur í Luhansk Eins og fram kemur í frétt Reuters hafa báðar fylkingar orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Báðar fylkingar halda því þó fram að hin hliðin hafi orðið fyrir mun meira mannfalli. Einn sérfræðingur sem ræddi við fréttaveituna sagði að hernám Luhansk væri svo sannarlega sigur fyrir Rússa en hann hefði kostað þá gífurlega mikið. Bardagarnir hefðu sömuleiðis kostað Úkraínumenn mikið. Neil Melvin, hjá hernaðarhugveitunni RUSI í London, sagði Reuters að mikilvægir bardagar væru framundan. Rússar myndu líklega reyna að sækja fram í Donetsk-héraði, þar sem Úkraínumenn halda borgunum Slovíansk, Kramatorsk og Bakhmút. #Russian forces have likely secured the #Luhansk Oblast border, although pockets of #Ukrainian resistance may remain in and around #Lysychansk. Read the latest from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/3Rek1S0BYK pic.twitter.com/Ne27y62QLe— ISW (@TheStudyofWar) July 4, 2022 Geta bara lagst á grúfu og beðið Í samtali við AP fréttaveituna lýsa nokkrir úkraínskir hermenn aðstæðum á víglínunum í austri sem „helvíti á jörðu“. Heilu skógarnir hafi verið brenndir, borgir jafnaðar við jörðu og sprengjuregnið sé svo mikið að það eina sem hermenn geti gert sé að leggjast á grúfu og biðja. Sumir kvörtuðu yfir þverandi baráttuanda, flótta hermanna og andlegum erfiðleikum vegna sprengjuregnsins. Aðrir sögu baráttuandann mikinn og lofuðu aðra hermenn fyrir baráttuna gegn því ofurefli sem þeir standa andspænis. Myndbandið hér að neðan sýnir stórskotaliðsárás Rússa á skotgrafir Úkraínumanna í Donetsk. Video of DNR artillery strikes on Ukrainian positions in the Avdiivka area taken by a DJI Mavic 3. https://t.co/Q5YSA38LSS pic.twitter.com/cOAuoxkbo1— Rob Lee (@RALee85) July 4, 2022 Liðforinginn (e. lieutenant) Vólódímír Nasarenkó tók þátt í orrustunni um Severodonetsk, sem Úkraínumenn hörfuðu nýverið frá. Hann segir að sprengjum hafi rignt á borgina daglega og hvert einasta hús hennar hafi markvisst verið jafnvað við jörðu. Hann segir að þrátt fyrir það að Severodonetsk hafi fallið í hendur Rússa hafi verið um sigur fyrir Úkraínumenn að ræða. Þeim hafi tekist að tefja Rússa mun lengur en upprunalega var talið og valdið gífurlegu mannfalli meðal rússneskra hermanna. Þær hersveitir sem Rússar hafi beint að borginni séu nú svo gott sem óstarfhæfar. Liðsforinginn María var ein þeirra sem ræddi við AP fréttaveituan. Hún segir aðstæður á víglínunum mis-slæmar. Þær fari eftir því hvar hermennirnir séu og hversu vel gangi að flytja birgðir til þeirra.AP/Efrem Lukatsky Nýir hermenn svartsýnni Í grein AP segir að markviss munur hafi verið á frásögnum vanra hermanna og annarra sem hafi fengið litla þjálfun og hafi gengið nýlega í herinn eftir innrásina. Þeir síðarnefndu séu mun svartsýnni og hafi flestir farið fram á nafnleynd til að segja frá reynslu þeirra. Einn hermaður sem hefur verið í hernum frá 2016 sagði aðstæður á víglínunum vera hræðilegar og mannfallið meðal Úkraínumanna vera gífurlegt. Vegna árása Rússa sé ómögulegt að flytja særða menn af víglínunum nema á næturnar og það sé í mörgum tilfellum of seint. Mörgum særðum hermönnum blæði hreinlega út. Þá sagði hann baráttuandann vera mjög slæman en yfirmönnum væri sama um það. „Yfirmönnunum er sama þó þú sér algjörlega niðurbrotinn andlega. Svo lengi sem hjartað í þér slær og ef þú hefur hendur og fætur, þá ertu sendur aftur á víglínurnar,“ sagði hann. Blaðamaðurinn Christopher Miller sagði frá því í kvöld að hann hefði rætt við úkraínskan hermann í dag. Sá hermaður er í stjórnunarstöðu og hefur Miller eftir honum að mannfallið meðal Úkraínumanna sé gífurlegt. Stórskotalið Rússa væri erfiðast en Rússar hefðu sömuleiðis mun fleiri skriðdreka en Úkraínumenn. Hersveit hans hefði verið á víglínunum frá því innrásin hófst og baráttuandi þeirra færi dvínandi. „Aðeins þeir særðu fá hvíld,“ hefur Miller eftir hermanninum. Three weeks ago, he had 60 soldiers in his unit north of Popasna. Today he has 20; 40 have been KIA or WIA; 3 KIA last week. They were nearly caught in the kettle as Russian forces captured Severo & Lysychansk; they've been pushed 30+ miles east from their original positions.— Christopher Miller (@ChristopherJM) July 4, 2022 Binda vonir við vopn frá Vesturlöndum Úkraínumenn hafa átt undir högg að sækja en sóknir Rússa hafa kostað þá verulega. Ráðamenn í Kænugarði binda vonir við að vopnasendingar frá Vesturlöndum geti snúið við taflinu og sérstaklega þegar kemur að vopnakerfum sem geta gert Úkraínumönnum kleift að sporna gegn stórskotaliði Rússa. Nokkur slík vopnakerfi hafa borist til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugakerfi sem kallast HIMARS og gera þau Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Fregnir hafa borist af því að þessi vopn hafi á undanförnum dögum markvisst verið notaðar til að gera árásir á vopnageymslur Rússa í Luhansk og Donetsk. Úkraínumenn segjast þó þurfa mun fleiri vopnakerfi. HIMARS vopnakerfin hafa að mestu verið notuð á næturnar hingað til og þannig vilja Úkraínumenn forðast gagnárásir frá Rússum á kerfin mikilvægu. Meðfylgjandi myndband var birt af herforingjaráði Úkraínu í dag. Gæti dregið úr yfirburðum Rússa Úkraínumenn hafa þar að auki kallað tugi þúsunda manna í herinn og eru að þjálfa þá í massavís. Á sama tíma hafa ráðamenn í Moskvu forðast að kalla til almennrar herkvaðningar og hafa fregnir borist af því að Rússar hafi átt erfitt með að fylla upp í raðir sínar. Rússar eru sagðir hafa notast mikið við málaliða, landgönguliða og sjálfboðaliða af yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna í Donbas. Úkraínskir hermenn við þjálfun í síðasta mánuði.Getty/Paula Bronstein Sérfræðingar segja mögulegt að á næstu mánuðum gæti dregið úr yfirburðum Rússa, vegna þess að Úkraínumenn séu að fjölga hermönnum mun hraðar en Rússar. Þeir hermenn sem Úkraínumenn munu senda á víglínurnar á komandi vikum verða þó með mun minni reynslu en hermennirnir sem þeir eiga að leysa af. Úkraínumenn eru þó enn sagðir vongóðir um að þeir muni geta snúið vörn í sókn þegar á líður.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira