Milljónir syrgja einn þekktasta og besta Minecraft-spilara heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 12:50 Milljónir hafa horft á kveðjumyndskeiðið á YouTube og hundruð þúsunda skilið eftir kveðju. Gera má ráð fyrir að mörg börn séu á meðal þeirra sem taka dauða Technoblade nærri sér en Minecraft er spilaður af fólki á öllum aldri út um allan heim. Milljónir tölvuleikaaðdáenda út um allan heim syrgja nú einn þekktasta og besta Minecraft-leikmann heims. Alex, eða Technoblade eins og hann kallaði sig í netheimum, lést úr krabbameini í gær. Hann var aðeins 23 ára gamall. „Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021 Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
„Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021
Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira