Alpine stefnir á að finna konur til að keppa í Formúlu 1 Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 13:30 Amna Al Qubaisi, keyrir fyrir Abu-Dhabi racing team í í Formúlu 4. Alpine stefnir á að koma konum í Formúlu 1 á næstu árum. Guido De Bortoli/Getty Images for Kaspersky Franska Formúlu-liðið Alpine hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að finna konur sem gætu orðið samkeppnishæfir ökuþórar í Formúlu 1 á næstu átta árum. Franski bílaframleiðandinn vill með þessu brjóta niður þær staðalímyndir um að konur geti ekki keppt í Formúlu 1, en þetta er hluti af áætlun fyrirtækisins um að auka fjölbreytni innan þess. Laurent Rossi, forstjóri Alpine, segir að Formúla 1 sé spennandi íþrótt sem krefjist sérstakra hæfileika og að konur ættu alveg að geta náð jafn langt og karlarnir hafa gert hingað til. „Það er ekki séns að konur geti þetta ekki,“ sagði Rossi. „Þetta er löng leið. Átta ára prógram sem hefst núna. Fyrstu fjórar eða fimm stelpurnar munu byrja að keyra Go-kart bíla á næstu vikum.“ Þetta verkefni Alpine-liðsins mun gefa strákum og stelpum niður í tíu ára aldur sömu tækifæri til að ná langt í akstursíþróttum og til að vinna sig svo alla leið upp í Formúlu 1. Fyrirtækið mun á næstu misserum hefja rannsókn til að komast að því hvaða líkamlegu, vitrænu og tilfinningalegu þætti ökumaður í Formúlu 1 þarf að búa yfir til að komast langt í íþróttinni. Fernando Alonso og Esteban Ocon, núverandi ökumenn liðsins, munu ganga í gegnum líkamleg og sálræn próf til að gefa rannsóknarteyminu ákveðna mynd af því. Alpine programme aims to discover competitive female F1 driver within eight years. Full interview with chief executive officer Laurent Rossi on the team's ambition and how it plans to go about it https://t.co/21VgyZipO9— Andrew Benson (@andrewbensonf1) June 30, 2022 „Við göngum svo langt að segja að við höldum að við getum breytt þeim staðalímyndum sem eru til staðar um konur í Formúli 1,“ bætti Rossi við. „Við viljum brjóta þessar staðalímyndir niður; að konur séu ekki nógu líkamlega sterkar, að konur séu of tilfinninganæmar og að það séu engar fyrirmyndir.“ „Hugmyndin er að byrja á byrjunarreit og ganga úr skugga um að við vísum þeim rétta leið, eins og við höfum gert fyrir strákana. Ég er viss um að ef við gerum það þá munum við margfalda líkurnar á því að konur nái langt,“ sagði Rossi að lokum. Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn vill með þessu brjóta niður þær staðalímyndir um að konur geti ekki keppt í Formúlu 1, en þetta er hluti af áætlun fyrirtækisins um að auka fjölbreytni innan þess. Laurent Rossi, forstjóri Alpine, segir að Formúla 1 sé spennandi íþrótt sem krefjist sérstakra hæfileika og að konur ættu alveg að geta náð jafn langt og karlarnir hafa gert hingað til. „Það er ekki séns að konur geti þetta ekki,“ sagði Rossi. „Þetta er löng leið. Átta ára prógram sem hefst núna. Fyrstu fjórar eða fimm stelpurnar munu byrja að keyra Go-kart bíla á næstu vikum.“ Þetta verkefni Alpine-liðsins mun gefa strákum og stelpum niður í tíu ára aldur sömu tækifæri til að ná langt í akstursíþróttum og til að vinna sig svo alla leið upp í Formúlu 1. Fyrirtækið mun á næstu misserum hefja rannsókn til að komast að því hvaða líkamlegu, vitrænu og tilfinningalegu þætti ökumaður í Formúlu 1 þarf að búa yfir til að komast langt í íþróttinni. Fernando Alonso og Esteban Ocon, núverandi ökumenn liðsins, munu ganga í gegnum líkamleg og sálræn próf til að gefa rannsóknarteyminu ákveðna mynd af því. Alpine programme aims to discover competitive female F1 driver within eight years. Full interview with chief executive officer Laurent Rossi on the team's ambition and how it plans to go about it https://t.co/21VgyZipO9— Andrew Benson (@andrewbensonf1) June 30, 2022 „Við göngum svo langt að segja að við höldum að við getum breytt þeim staðalímyndum sem eru til staðar um konur í Formúli 1,“ bætti Rossi við. „Við viljum brjóta þessar staðalímyndir niður; að konur séu ekki nógu líkamlega sterkar, að konur séu of tilfinninganæmar og að það séu engar fyrirmyndir.“ „Hugmyndin er að byrja á byrjunarreit og ganga úr skugga um að við vísum þeim rétta leið, eins og við höfum gert fyrir strákana. Ég er viss um að ef við gerum það þá munum við margfalda líkurnar á því að konur nái langt,“ sagði Rossi að lokum.
Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira