Steinkast stútar sumrinu Hendrik Berndsen skrifar 30. júní 2022 07:01 Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Vegagerð Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun