Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júní 2022 21:11 Hutchinson segir að teymi Donald Trump hafi vitað af því að möguleiki væri á því að allt færi úrskeiðis þann 6. janúar fjórum dögum fyrr. EPA/Adam Davis Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. Tímasetning skýrslutökunar kom flestum á óvart en rannsóknarnefndin átti ekki að hittast aftur fyrr en 4. júlí næstkomandi. Hins vegar ræddi Hutchinson nýlega við nefndina bak við luktar dyr og var margt nýtt sem fram kom þar. Því var ákveðið að boða til fundar svo hún gæti gefið skýrslu. Í skýrslutökunni, sem enn er í gangi, hefur Hutchinson sagt frá ýmislegu sem gerðist innan veggja Hvíta hússins, fyrir og eftir árásina og á meðan hún var í gangi. Hún segir að möguleikinn á árás þann 6. janúar hafi fyrst verið ræddur þann 2. janúar, fjórum dögum fyrr. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á þá að hafa sagt við Hutchinson: „Hlutirnir gætu farið úrskeiðis, verulega úrskeiðis þann 6. janúar.“ Hún hafði þá nýlega rætt við Rudy Guiliani, fyrrverandi lögmann Trump, sem tjáði henni að þeir ætluðu til þinghússins. Cassidyy Hutchinson er hún gaf skýrslu á fundinum í dag.EPA/Mandel Ngan Þá höfðu hugtökin „Oath Keeper“ og „Proud Boys“ verið rædd innan Hvíta hússins nokkrum dögum fyrir árásina. Bæði hugtökin eru nöfn á hreyfingum sem komu að innrásinni í þinghúsið. Þegar árásin var gerð vildi Trump mæta á staðinn en varð blóðillur þegar honum var sagt af öryggisteymi sínu að hann gæti ekki farið þangað. Hutchinson segist hafa heyrt að Trump hafi öskrað á Tony Ornate, starfsmann sinn, að taka sig þangað. „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna,“ á Trump að hafa öskrað áður en hann reyndi að grípa í stýrið á bifreiðinni sem hann sat í aftursætinu í. Hún rifjaði upp að Trump hafi sagt að Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætti skilið að vera hengdur. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Tímasetning skýrslutökunar kom flestum á óvart en rannsóknarnefndin átti ekki að hittast aftur fyrr en 4. júlí næstkomandi. Hins vegar ræddi Hutchinson nýlega við nefndina bak við luktar dyr og var margt nýtt sem fram kom þar. Því var ákveðið að boða til fundar svo hún gæti gefið skýrslu. Í skýrslutökunni, sem enn er í gangi, hefur Hutchinson sagt frá ýmislegu sem gerðist innan veggja Hvíta hússins, fyrir og eftir árásina og á meðan hún var í gangi. Hún segir að möguleikinn á árás þann 6. janúar hafi fyrst verið ræddur þann 2. janúar, fjórum dögum fyrr. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á þá að hafa sagt við Hutchinson: „Hlutirnir gætu farið úrskeiðis, verulega úrskeiðis þann 6. janúar.“ Hún hafði þá nýlega rætt við Rudy Guiliani, fyrrverandi lögmann Trump, sem tjáði henni að þeir ætluðu til þinghússins. Cassidyy Hutchinson er hún gaf skýrslu á fundinum í dag.EPA/Mandel Ngan Þá höfðu hugtökin „Oath Keeper“ og „Proud Boys“ verið rædd innan Hvíta hússins nokkrum dögum fyrir árásina. Bæði hugtökin eru nöfn á hreyfingum sem komu að innrásinni í þinghúsið. Þegar árásin var gerð vildi Trump mæta á staðinn en varð blóðillur þegar honum var sagt af öryggisteymi sínu að hann gæti ekki farið þangað. Hutchinson segist hafa heyrt að Trump hafi öskrað á Tony Ornate, starfsmann sinn, að taka sig þangað. „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna,“ á Trump að hafa öskrað áður en hann reyndi að grípa í stýrið á bifreiðinni sem hann sat í aftursætinu í. Hún rifjaði upp að Trump hafi sagt að Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætti skilið að vera hengdur.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira