„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 15:29 Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðarblokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. AP/Nariman El-Mofty Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum. Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53