Matarverðshækkanir og tollar Ólafur Stephensen skrifar 24. júní 2022 10:30 Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni. Greinarhöfundur er í síðarnefnda hópnum og sagði eftirfarandi í morgunfréttum RÚV 15. júní síðastliðinn: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Hagfræðingnum skjöplast Þessi ummæli gerði Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, að umtalsefni í grein sem hún skrifaði hér á Vísi sama dag. Erna dró í efa að innfluttu vörurnar hefðu hækkað og skrifaði: „Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið.“ Hér skjöplast hagfræðingnum reyndar. Það er ekkert beint samhengi á milli þess hvort verð á innfluttri vöru hækkar eða lækkar og hvort innflytjendur bjóða hærra eða lægra í tollkvóta. Þar ræður ýmislegt annað, til dæmis eftirspurn á markaði og framboð á innlendri vöru. Sjálft útboðskerfið, þar sem hæstbjóðendur hreppa tollkvótana, hvetur til þess að innflytjendur bjóði sífellt hærra verð fyrir að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru, allt þar til útboðsgjaldið og fjármagnskostnaður innflytjanda af því að greiða það fyrirfram er farinn að nálgast fullan toll á vörunni. Þetta hefur Félag atvinnurekenda margoft bent á. Innlendir framleiðendur drífa áfram hækkanir á útboðsgjaldi Hagfræðingurinn gleymir líka að nefna að það eru ekki félagsmenn FA, heldur félagar Ernu í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði sem drífa áfram hækkanir útboðsgjalds (og þar með verðhækkanir) á ýmsum innfluttum búvörum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni eru innlendir bændur og afurðastöðvar orðin stórtækir innflytjendur á kjötvörum, í sumum flokkum búvöru þeir langstærstu. Þannig buðu innlendir framleiðendur hæst í tollkvóta fyrir svínakjöt í síðasta útboði á ESB-tollkvóta og fengu Stjörnugrís, Sláturfélag Suðurlands, Mata og Kjarnafæði samtals 90% af honum í sinn hlut. Það þýðir í raun að innlendu framleiðendurnir hafa varið sig fyrir samkeppni frá innflutningi og ráða verðinu á honum. Það er ekki gott fyrir neytendur. Innlendir framleiðendur bjóða líka sífellt hærra í tollkvóta fyrir nautakjöt og alifuglakjöt. Í síðasta útboði á WTO-tollkvóta var það þannig Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem hreppti tvo þriðjuhluta af nautakjötskvótanum og Mata, systurfélag Síldar og fisks (Ali) og Matfugls, sem náði í helming alifuglakjötskvótans. Ný niðurstaða á átta dögum Í gær, 23. júní, skrifaði Erna nýja grein á Vísi og bar saman hækkanir á búvörum á Íslandi og í Danmörku. Þau gögn sem hún birtir sýna að verð hafi hækkað meira í Danmörku en á Íslandi. Nú ber svo við að hagfræðingurinn dregur allt aðra ályktun en átta dögum áður; nú telur hún að innfluttar búvörur hækki meira í verði en þær innlendu: „Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“ Tillaga um tollalækkun Ég læt Ernu eftir að gera upp við sig hvort innfluttar búvörur séu að hækka meira í verði en þær innlendu eður ei. Ég ætla að halda mig við mína tillögu (sem Neytendasamtökin hafa til dæmis líka gert að sinni); að stjórnvöld lækki tolla á innfluttum búvörum til að mæta miklum verðhækkunum og stuðli þannig að því að halda aftur af verðbólgunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Verðlag Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um hækkanir á matvælaverði að undanförnu og sýnist sitt hverjum um leiðir til að halda aftur af þeim. Sumir vilja fara leið samkeppnishamla, viðskiptahindrana og ríkisafskipta, aðrir vilja leitast við að efla samkeppni. Greinarhöfundur er í síðarnefnda hópnum og sagði eftirfarandi í morgunfréttum RÚV 15. júní síðastliðinn: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Hagfræðingnum skjöplast Þessi ummæli gerði Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, að umtalsefni í grein sem hún skrifaði hér á Vísi sama dag. Erna dró í efa að innfluttu vörurnar hefðu hækkað og skrifaði: „Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið.“ Hér skjöplast hagfræðingnum reyndar. Það er ekkert beint samhengi á milli þess hvort verð á innfluttri vöru hækkar eða lækkar og hvort innflytjendur bjóða hærra eða lægra í tollkvóta. Þar ræður ýmislegt annað, til dæmis eftirspurn á markaði og framboð á innlendri vöru. Sjálft útboðskerfið, þar sem hæstbjóðendur hreppa tollkvótana, hvetur til þess að innflytjendur bjóði sífellt hærra verð fyrir að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru, allt þar til útboðsgjaldið og fjármagnskostnaður innflytjanda af því að greiða það fyrirfram er farinn að nálgast fullan toll á vörunni. Þetta hefur Félag atvinnurekenda margoft bent á. Innlendir framleiðendur drífa áfram hækkanir á útboðsgjaldi Hagfræðingurinn gleymir líka að nefna að það eru ekki félagsmenn FA, heldur félagar Ernu í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði sem drífa áfram hækkanir útboðsgjalds (og þar með verðhækkanir) á ýmsum innfluttum búvörum. Eins og Fréttablaðið sagði frá í vikunni eru innlendir bændur og afurðastöðvar orðin stórtækir innflytjendur á kjötvörum, í sumum flokkum búvöru þeir langstærstu. Þannig buðu innlendir framleiðendur hæst í tollkvóta fyrir svínakjöt í síðasta útboði á ESB-tollkvóta og fengu Stjörnugrís, Sláturfélag Suðurlands, Mata og Kjarnafæði samtals 90% af honum í sinn hlut. Það þýðir í raun að innlendu framleiðendurnir hafa varið sig fyrir samkeppni frá innflutningi og ráða verðinu á honum. Það er ekki gott fyrir neytendur. Innlendir framleiðendur bjóða líka sífellt hærra í tollkvóta fyrir nautakjöt og alifuglakjöt. Í síðasta útboði á WTO-tollkvóta var það þannig Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem hreppti tvo þriðjuhluta af nautakjötskvótanum og Mata, systurfélag Síldar og fisks (Ali) og Matfugls, sem náði í helming alifuglakjötskvótans. Ný niðurstaða á átta dögum Í gær, 23. júní, skrifaði Erna nýja grein á Vísi og bar saman hækkanir á búvörum á Íslandi og í Danmörku. Þau gögn sem hún birtir sýna að verð hafi hækkað meira í Danmörku en á Íslandi. Nú ber svo við að hagfræðingurinn dregur allt aðra ályktun en átta dögum áður; nú telur hún að innfluttar búvörur hækki meira í verði en þær innlendu: „Samanburðurinn við hið mikla landbúnaðarland, Danmörku, gefur til kynna að væru helstu landbúnaðarafurðir fluttar inn en ekki að mestu leyti framleiddar hér á landi hefðu verðhækkanirnar hugsanlega verið mun meiri.“ Tillaga um tollalækkun Ég læt Ernu eftir að gera upp við sig hvort innfluttar búvörur séu að hækka meira í verði en þær innlendu eður ei. Ég ætla að halda mig við mína tillögu (sem Neytendasamtökin hafa til dæmis líka gert að sinni); að stjórnvöld lækki tolla á innfluttum búvörum til að mæta miklum verðhækkunum og stuðli þannig að því að halda aftur af verðbólgunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun