Cosby fundinn sekur um að misnota táningsstúlku Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 08:39 Cosby (t.v.) fór með Judy Huth (t.h.) á Playboy-setrið þegar hún var aðeins sextán ára gömul árið 1975. Þar misnotað leikarinn hana kynferðislega. AP Kviðdómur í Kaliforníu fann Bill Cosby sekan um að hafa misnotað sextán ára gamla stúlku kynferðislega á Playboy-setrinu árið 1975 í gær. Málið var eitt af þeim síðustu gegn Cosby en fjöldi kvenna hefur sakað hann um misnotkun í gegnum tíðina. Judy Huth, sem nú er 64 ára gömul, stefndi Cosby vegna kynferðisofbeldis sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig þegar hún var sextán ára gömul. Cosby neitaði sök þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hafa hitt Huth og vinkonu hennar úr framhaldsskóla og tekið þær með sér á Playboy-setrið árið 1975. Í málinu voru meðal annars lagðar fram myndir sem vinkonan tók af Cosby og Huth á setrinu. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Cosby hefði vísvitandi valdið Huth skaða með kynferðislegu samneyti, honum hefði mátt vera ljóst að hún væri yngri en átján ára gömul og að framferði hans hafi verið knúið af ónáttúrulegri eða óeðlilegri kynferðislegri löngun í barn, að sögn AP-fréttastofunnar. Huth var dæmd hálf milljón dollara, jafnvirði rúmra 66 milljóna íslenskra króna, en engar refsibætur. Hún sagði það skipta hana meira máli að kviðdómendurnir hefðu trúað henni en að vera úrskurðaðar fúlgur fjár. „Þetta hefur verið pynting. Að vera rifin í sundur, hent undir rútuna og bakkað yfir mann. Fyrir mér er þetta svo stór sigur,“ sagði Huth en mál hennar hefur tekið um sjö ár. Cosby bar ekki vitni og var ekki viðstaddur réttarhöldinn. Hann er nú 84 ára gamall. Áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að byrla konu ólyfjan og nauðga henni í fyrra og var hann látinn laus úr fangelsi. Fjöldi kvenna hefur sakað Cosby um kynferðisofbeldi en mál Huth var eitt það síðasta sem kemur til kasta dómstóla. Tryggingafyrirtæki Cosby gerði sátt í fjölda annarra mála. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Judy Huth, sem nú er 64 ára gömul, stefndi Cosby vegna kynferðisofbeldis sem hún sakaði hann um að hafa beitt sig þegar hún var sextán ára gömul. Cosby neitaði sök þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hafa hitt Huth og vinkonu hennar úr framhaldsskóla og tekið þær með sér á Playboy-setrið árið 1975. Í málinu voru meðal annars lagðar fram myndir sem vinkonan tók af Cosby og Huth á setrinu. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Cosby hefði vísvitandi valdið Huth skaða með kynferðislegu samneyti, honum hefði mátt vera ljóst að hún væri yngri en átján ára gömul og að framferði hans hafi verið knúið af ónáttúrulegri eða óeðlilegri kynferðislegri löngun í barn, að sögn AP-fréttastofunnar. Huth var dæmd hálf milljón dollara, jafnvirði rúmra 66 milljóna íslenskra króna, en engar refsibætur. Hún sagði það skipta hana meira máli að kviðdómendurnir hefðu trúað henni en að vera úrskurðaðar fúlgur fjár. „Þetta hefur verið pynting. Að vera rifin í sundur, hent undir rútuna og bakkað yfir mann. Fyrir mér er þetta svo stór sigur,“ sagði Huth en mál hennar hefur tekið um sjö ár. Cosby bar ekki vitni og var ekki viðstaddur réttarhöldinn. Hann er nú 84 ára gamall. Áfrýjunardómstóll ógilti fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að byrla konu ólyfjan og nauðga henni í fyrra og var hann látinn laus úr fangelsi. Fjöldi kvenna hefur sakað Cosby um kynferðisofbeldi en mál Huth var eitt það síðasta sem kemur til kasta dómstóla. Tryggingafyrirtæki Cosby gerði sátt í fjölda annarra mála.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40 Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49 Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. 1. júní 2022 08:40
Ásakendur Cosby slegnir Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. 1. júlí 2021 10:49
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14