Hafa aldrei unnið Evrópuleik en ætla að breyta því í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 12:31 Það er kominn tími til að Víkingar vinni Evrópuleik. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa ekki unnið Evrópuleik. Víkingur mætir Levadia Tallinn í kvöld og stefnir á að breyta þeirri staðreynd. Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Evrópu til þessa. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir stöðu mála á Twitter-síðu sinni. Þar kemur fram að félagið hafi ekki enn unnið leik í Evrópu en nú sé kominn tími til að breyta því. Víkingur hefur aldrei unnið Evrópuleik. Í seinni tíð eru 3 leikir. Tvö jafntefli á útivelli í Slóveníu þar sem annar tapaðist í framlenginu og eitt tap heima með minnsta mun. Í kvöld ætlum við að skrifa söguna, sigra og ýta Íslandi upp listann. #fotboltinet @vikingurfc #UCL— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) June 21, 2022 Vegna lélegra úrslita í Evrópukeppnum undanfarin ár er staðan þannig að Íslands- og bikarmeistarar Víkings þurfa að taka þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í stað þess að fara beint í undankeppnina. Víkingar fá Levadia Tallinn í heimsókn í Víkina í dag og sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitaleik á föstudaginn um sæti í undankeppninni. Sá leikur fer einnig fram í Víkinni. Vinni Víkingar þann leik þá býður þeirra gríðarlega erfitt verkefni gegn sænska stórliðinu Malmö sem fyrrverandi þjálfari Víkinga, Miloš Milojević, þjálfar í dag. Takist Víkingum ekki að komast áfram í viðureignina gegn Malmö eða falli liðið þar úr leik fer það í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar getur ýmislegt gerst. Ætli Víkingar sér hins vegar að komast alla leið í einvígið gegn Malmö þá þurfa þeir að vera skynsamri og heppnari en þeir voru gegn Olimpia Ljubljana frá Slóveniu árið 2020. Vegna kórónufaraldursins var aðeins leikinn einn leikur og fór hann fram ytra. Sölvi Geir Ottesen lét reka sig út af eftir sex mínútna leik en Óttar Magnús Karlsson kom Víkingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Manni færri héldu Víkingar út fram á 88. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu metin. Leikurinn fór í kjölfarið í framlengingu og skoraði heimaliðið sigurmarkið á 106. mínútu leiksins. Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu. Fyrra ævintýri Víkinga hafði líka verið gegn liði frá Slóveníu, FC Koper. Fyrri leikurinn fór fram í Víkinni og lauk 0-1. Sá síðari endaði með 2-2 jafntefli þar sem aðeins eitt mark til viðbótar hefði komið Víkingum áfram. Þeir vonast til að það marki komi í kvöld. Ef til vill stígur einhver upp líkt og Arnþór Ingi Kristinsson gerði í Slóveníu árið 2015 en hann skoraði einkar óvænt bæði mörk Víkings í leiknum. Leikur Víkings og Levadia Tallinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Víkingar stefna á að skrifa söguna og hver veit nema þeir mæti með blað og penna með sér í leik kvöldsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira