Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 07:00 Alfreð fagnar marki sínu og Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Argentinu á HM í Rússlandi. Gabriel Rossi/Getty Images Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. „Ekki spurning, ég hef kannski ekki sagt frá því en ég meiðist á hné tveimur mánuðum fyrir HM. Ég fer í myndatöku og læknirinn segir mér að það gæti tekið hnéð að fjóra mánuði að ná sér almennilega,“ svarar Alfreð. Alfreð í leik með Augsburg en hann er nú samningslaus.KAI PFAFFENBACH/AFP „Læknirinn útskýrði þessi meiðsli ekkert nánar þannig ég fékk mesta sjokk allra tíma því þarna eru bara tveir mánuðir í HM. Þetta eru meiðsli sem hægt er að spila í gegnum en það er ógeðslega vont. Er svona jumper´s knee (í. hopparahné) og það tekur langan tíma að ná sér.“ Það kom þó aldrei neitt annað til greina hjá Alfreð en að spila í gegnum sársaukann. Hann ætlaði sér á HM. Liðsfélagi hans mælti með lækni í München sem Alfreð hitti. Sá einfaldaði þetta mjög: „Þetta verður ógeðslega vont. Við ætlum að sprauta þig, þú kemur aftur eftir þrjá daga og ert að fara spila efir 14 daga.“ „Ég þurfti að ná leikjum fyrir HM því ég var búinn að vera meiddur. Þegar ég er að koma til baka þá lendi ég í þessum meiðslum. Það er smá búið að vera sagan mín, er að koma til baka og þá koma önnur meiðsli. Mögulega af því að maður er að beita sér öðruvísi þegar maður er meiddur.“ Allt sem læknirinn sagði stóðst „Ég spilaði síðustu fjóra leikina [með Augsburg] sárkvalinn. Fer svo til Katar í frí til að reyna undirbúa mig fyrir HM og tjasla mér saman. Var í raun með verki við að labba upp stiga, var gjörsamlega að drepast.“ „En ég gat spilað þessa leiki. Það var samt allt rosalega aumt í einn til tvo daga eftir leiki. Ég fann svo fyrir meiðslunum í líklega ár eftir að HM lauk og þetta hafði gríðarlega mikil áhrif á næsta tímabil hjá mér.“ Alfreð er ekki spurður hvort hann sjái eftir ákvörðun sinni en hann fór á HM, byrjaði alla þrjá leiki Íslands og skoraði meðal annars fyrsta mark íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti í fótbolta. Það gerði hann í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu. #OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 „Ef maður fer aftur að spurningunni þá er alveg 100 prósent að þetta hefur haft áhrif. Ef það hefði ekki verið neitt heimsmeistaramót þá hefði ég tekið tvo til þrjá mánuði í þeirri von um að ná mér af þessum meiðslum og ná mér góðum. Það er ekki fyrr en ég meiðist í apríl árið eftir - þá búinn að meiðast tvisvar eða þrisvar þarna á milli - sem ég þarf að fara í aðgerð. Í raun og veru var ég bara feginn.“ „Það var ekkert gaman að mæta á æfingar, vera drepast og reyna tjasla sér saman til að geta spilað um helgar. Það er hægt undir ákveðnum kringumstæðum þegar það gengur vel og þú getur æft minna. Ef ekki gengur vel þarftu að æfa alla daga eins og hinir.“ „Ég þurfti að fara í aðgerð á ökkla og hugsaði það sem guðsgjöf til að geta náð mér að í hnénu á sama tíma. Það stóðst alveg, ég fékk fjóra mánuði til að ná mér og var miklu betri eftir það. En þetta var mjög skrítin tilfinning, að meiðast og vera bara létt því ég var búinn að finna fyrir þessum verk á hverjum einasta degi. Gleðin fyrir fótbolta var farin,“ sagði Alfreð að endingu um þær fórnir sem hann hefur fært til að geta spilað fyrir íslenska A-landsliðið. Entscheidung getroffen: Die auslaufenden Verträge von @A_Finnbogason und Jan Morávek werden nicht verlängert. Der #FCA hat mit den Spielern eine zeitnahe Verabschiedung in der WWK ARENA besprochen! Vielen Dank für Euren Einsatz für Rot-Grün-Weiß! pic.twitter.com/X5jSFWLdBX— FC Augsburg (@FCAugsburg) June 15, 2022 Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus en samningur hans við Augsburg rennur út í lok mánaðar. Félagið greindi frá því í dag að íslenski framherjinn yrði ekki áfram á mála hjá félaginu. Alls hefur Alfreð spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk. Síðasti leikur hans kom gegn Danmörku í Þjóðadeildinni þann 15. nóvember 2020. Alfreð í einum af sínum 61 leik fyrir A-landslið Íslands.Getty/Laszlo Szirtesi Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. „Ekki spurning, ég hef kannski ekki sagt frá því en ég meiðist á hné tveimur mánuðum fyrir HM. Ég fer í myndatöku og læknirinn segir mér að það gæti tekið hnéð að fjóra mánuði að ná sér almennilega,“ svarar Alfreð. Alfreð í leik með Augsburg en hann er nú samningslaus.KAI PFAFFENBACH/AFP „Læknirinn útskýrði þessi meiðsli ekkert nánar þannig ég fékk mesta sjokk allra tíma því þarna eru bara tveir mánuðir í HM. Þetta eru meiðsli sem hægt er að spila í gegnum en það er ógeðslega vont. Er svona jumper´s knee (í. hopparahné) og það tekur langan tíma að ná sér.“ Það kom þó aldrei neitt annað til greina hjá Alfreð en að spila í gegnum sársaukann. Hann ætlaði sér á HM. Liðsfélagi hans mælti með lækni í München sem Alfreð hitti. Sá einfaldaði þetta mjög: „Þetta verður ógeðslega vont. Við ætlum að sprauta þig, þú kemur aftur eftir þrjá daga og ert að fara spila efir 14 daga.“ „Ég þurfti að ná leikjum fyrir HM því ég var búinn að vera meiddur. Þegar ég er að koma til baka þá lendi ég í þessum meiðslum. Það er smá búið að vera sagan mín, er að koma til baka og þá koma önnur meiðsli. Mögulega af því að maður er að beita sér öðruvísi þegar maður er meiddur.“ Allt sem læknirinn sagði stóðst „Ég spilaði síðustu fjóra leikina [með Augsburg] sárkvalinn. Fer svo til Katar í frí til að reyna undirbúa mig fyrir HM og tjasla mér saman. Var í raun með verki við að labba upp stiga, var gjörsamlega að drepast.“ „En ég gat spilað þessa leiki. Það var samt allt rosalega aumt í einn til tvo daga eftir leiki. Ég fann svo fyrir meiðslunum í líklega ár eftir að HM lauk og þetta hafði gríðarlega mikil áhrif á næsta tímabil hjá mér.“ Alfreð er ekki spurður hvort hann sjái eftir ákvörðun sinni en hann fór á HM, byrjaði alla þrjá leiki Íslands og skoraði meðal annars fyrsta mark íslenska landsliðsins á heimsmeistaramóti í fótbolta. Það gerði hann í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu. #OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 „Ef maður fer aftur að spurningunni þá er alveg 100 prósent að þetta hefur haft áhrif. Ef það hefði ekki verið neitt heimsmeistaramót þá hefði ég tekið tvo til þrjá mánuði í þeirri von um að ná mér af þessum meiðslum og ná mér góðum. Það er ekki fyrr en ég meiðist í apríl árið eftir - þá búinn að meiðast tvisvar eða þrisvar þarna á milli - sem ég þarf að fara í aðgerð. Í raun og veru var ég bara feginn.“ „Það var ekkert gaman að mæta á æfingar, vera drepast og reyna tjasla sér saman til að geta spilað um helgar. Það er hægt undir ákveðnum kringumstæðum þegar það gengur vel og þú getur æft minna. Ef ekki gengur vel þarftu að æfa alla daga eins og hinir.“ „Ég þurfti að fara í aðgerð á ökkla og hugsaði það sem guðsgjöf til að geta náð mér að í hnénu á sama tíma. Það stóðst alveg, ég fékk fjóra mánuði til að ná mér og var miklu betri eftir það. En þetta var mjög skrítin tilfinning, að meiðast og vera bara létt því ég var búinn að finna fyrir þessum verk á hverjum einasta degi. Gleðin fyrir fótbolta var farin,“ sagði Alfreð að endingu um þær fórnir sem hann hefur fært til að geta spilað fyrir íslenska A-landsliðið. Entscheidung getroffen: Die auslaufenden Verträge von @A_Finnbogason und Jan Morávek werden nicht verlängert. Der #FCA hat mit den Spielern eine zeitnahe Verabschiedung in der WWK ARENA besprochen! Vielen Dank für Euren Einsatz für Rot-Grün-Weiß! pic.twitter.com/X5jSFWLdBX— FC Augsburg (@FCAugsburg) June 15, 2022 Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus en samningur hans við Augsburg rennur út í lok mánaðar. Félagið greindi frá því í dag að íslenski framherjinn yrði ekki áfram á mála hjá félaginu. Alls hefur Alfreð spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk. Síðasti leikur hans kom gegn Danmörku í Þjóðadeildinni þann 15. nóvember 2020. Alfreð í einum af sínum 61 leik fyrir A-landslið Íslands.Getty/Laszlo Szirtesi
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira