Fordæmalaus flóð í Yellowstone Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 11:10 Hús togast með straumnum í bænum Red Lodge í Montana. Meira en hundrað hús hafa orðið fyrir flóðunum samkvæmt opinberum aðilum. Matthew Brown/AP Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira