Loforð um leikskólamál – skal þá dæst og stunið? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. júní 2022 07:01 Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega. Já, falleg kosningaloforð, er ekki bara best að andvarpa þegar maður heyrir þau? Borgarstjóri lofar og borgarstjóri svíkur Eitt af einkennum stjórnunarhátta núverandi borgarstjóra er að hann kippir sér ekki við að lofa öllu fögru, jafnvel þótt augljóst megi vera að útilokað sé að efna loforðin. Nýjasta dæmið um þessa nálgun er það loforð sem flokkur borgarstjórans, Samfylkingin, og hans þáverandi samstarfsflokkar, gáfu í aðdraganda áðurnefndra borgarstjórnarkosninga, nefnilega að hinn 1. september nk. verði hægt „að bjóða öllum 12 mánaða börnum vistun“ á leikskóla, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem þáverandi meirihlutaflokkar samþykktu í borgarráði 3. mars síðastliðinn. Svo sem bent var á fyrir kosningar af hálfu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins var óraunhæft að reikna með að öll 12 mánaða börn gætu hafið leikskólagöngu nk. haust. Hinir „heiðarlegu“ Píratar kölluðu þann málflutning óheiðarlegan. Einmitt. Staðreyndir málsins hafa núna verið gerðar kunnar, útilokað er að öll 12 mánaða gömul börn fái boð að ganga í leikskóla í Reykjavík að hausti komanda. Hvers vegna? Jú, forsendur frá byrjun mars sl. höfðu tekið slíkum breytingum að óvíst er „að öll börn fædd í september á síðasta ári k[o]m[i]st inn í september á þessu ári en við bindum engu að síður vonir við að komast langleiðina þangað“, sbr. ummæli borgarstjóra í sjónvarpsfréttaviðtali við RÚV 14. júní síðastliðinn. Sem sagt, útreikningar sem framkvæmdir voru af reiknimeisturum Ráðhúss Reykjavíkur um fjölda leikskólaplássa sem í boði yrðu 1. september nk. og fjölda umsókna um þau pláss, urðu haldslausir þrem mánuðum síðar. Það heppilega við þessi afdrif útreikninganna, fyrir borgarstjóra, er að þau voru kynnt eftir kosningar. Núna skil ég betur hvers vegna móðirin dæsti svona mikið. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega. Já, falleg kosningaloforð, er ekki bara best að andvarpa þegar maður heyrir þau? Borgarstjóri lofar og borgarstjóri svíkur Eitt af einkennum stjórnunarhátta núverandi borgarstjóra er að hann kippir sér ekki við að lofa öllu fögru, jafnvel þótt augljóst megi vera að útilokað sé að efna loforðin. Nýjasta dæmið um þessa nálgun er það loforð sem flokkur borgarstjórans, Samfylkingin, og hans þáverandi samstarfsflokkar, gáfu í aðdraganda áðurnefndra borgarstjórnarkosninga, nefnilega að hinn 1. september nk. verði hægt „að bjóða öllum 12 mánaða börnum vistun“ á leikskóla, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem þáverandi meirihlutaflokkar samþykktu í borgarráði 3. mars síðastliðinn. Svo sem bent var á fyrir kosningar af hálfu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins var óraunhæft að reikna með að öll 12 mánaða börn gætu hafið leikskólagöngu nk. haust. Hinir „heiðarlegu“ Píratar kölluðu þann málflutning óheiðarlegan. Einmitt. Staðreyndir málsins hafa núna verið gerðar kunnar, útilokað er að öll 12 mánaða gömul börn fái boð að ganga í leikskóla í Reykjavík að hausti komanda. Hvers vegna? Jú, forsendur frá byrjun mars sl. höfðu tekið slíkum breytingum að óvíst er „að öll börn fædd í september á síðasta ári k[o]m[i]st inn í september á þessu ári en við bindum engu að síður vonir við að komast langleiðina þangað“, sbr. ummæli borgarstjóra í sjónvarpsfréttaviðtali við RÚV 14. júní síðastliðinn. Sem sagt, útreikningar sem framkvæmdir voru af reiknimeisturum Ráðhúss Reykjavíkur um fjölda leikskólaplássa sem í boði yrðu 1. september nk. og fjölda umsókna um þau pláss, urðu haldslausir þrem mánuðum síðar. Það heppilega við þessi afdrif útreikninganna, fyrir borgarstjóra, er að þau voru kynnt eftir kosningar. Núna skil ég betur hvers vegna móðirin dæsti svona mikið. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun