„Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júní 2022 11:30 Fríd, Karítas og Áslaug Dungal standa að tónleikum í Mengi í kvöld. Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. Áslaug, Fríd og Karítas eiga það sameiginlegt að hafa verið virkar í íslensku tónlistarlífi undanfarið og skapa allar draumkennda tónlist á eigin hátt. Fríd gaf nýverið út lagið Rebirth, Karítas var að gefa út lagið Carried Away ásamt tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt á Vísi fyrir helgi og síðastliðinn janúar gaf Áslaug út sína fyrstu EP plötu sem heitir Óviss. Áslaug Dungal, KARÍTAS og Fríd hafa allar verið virkar í íslensku tónlistarlífi.Aðsend Hvenær kviknaði hugmyndin að sameina krafta ykkar með tónleikum? Fríd: Ég hitaði upp fyrir Karítas á útgáfutónleikunum hennar 2019 og við höfum svo verið að fylgjast með hvorri annarri síðan. Hún hafði svo samband við mig núna fyrir stuttu og við ákváðum að slá til og halda sameiginlega tónleika ásamt Áslaugu Dungal. View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Það er alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum. Hvernig mynduð þið lýsa eigin stíl í tónlistinni? Karítas: Ég held að það við eigum það sameiginlegt að við sköpum allar frekar draumkennda tónlist en á okkar eigin hátt. View this post on Instagram A post shared by KARI TAS (@karitasodins) Fríd er til dæmis með mjög afgerandi R&B stíl, Áslaug er aðeins út í rokkaðri stefnu og það má lýsa minni tónlist sem eins konar rökkur-poppi. View this post on Instagram A post shared by Áslaug María Dungal (@aslaugdungal) Hvaðan sækið þið innblástur í ykkar listsköpun? Áslaug: Ég sæki helst innblástur frá því tónlistarfólki sem ég held mest upp á á þeirri stundu. Þegar það kemur að textaskrifum fæ ég mikinn innblástur frá umhverfinu og fólkinu í kringum mig. KARÍTAS: Alls staðar frá en oftast kemur innblásturinn frá því sem að ég hef upplifað sjálf. Fríd: Ég sæki innblástur úr mörgum áttum; náttúrunni, málverkum, ljósmyndum, annarri tónlist og svo auðvitað atburðum úr eigin lífi. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn hér. Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á tónlistarmyndbandi Karítasar: „Ákveðin tilfinning sem flæðir um mann“ Tónlistarkonan, Reykjavíkurdóttirin og plötusnúðurinn Karítas Óðinsdóttir sendi frá sér lagið Carried Away 27. maí síðastliðinn. Hún frumsýnir nú hér á Vísi tónlistarmyndbandið við lagið, sem fjallar meðal annars um að gefa einhverjum síðasta tækifærið. 9. júní 2022 12:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Áslaug, Fríd og Karítas eiga það sameiginlegt að hafa verið virkar í íslensku tónlistarlífi undanfarið og skapa allar draumkennda tónlist á eigin hátt. Fríd gaf nýverið út lagið Rebirth, Karítas var að gefa út lagið Carried Away ásamt tónlistarmyndbandi sem var frumsýnt á Vísi fyrir helgi og síðastliðinn janúar gaf Áslaug út sína fyrstu EP plötu sem heitir Óviss. Áslaug Dungal, KARÍTAS og Fríd hafa allar verið virkar í íslensku tónlistarlífi.Aðsend Hvenær kviknaði hugmyndin að sameina krafta ykkar með tónleikum? Fríd: Ég hitaði upp fyrir Karítas á útgáfutónleikunum hennar 2019 og við höfum svo verið að fylgjast með hvorri annarri síðan. Hún hafði svo samband við mig núna fyrir stuttu og við ákváðum að slá til og halda sameiginlega tónleika ásamt Áslaugu Dungal. View this post on Instagram A post shared by Fri d (@fridmusic) Það er alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum. Hvernig mynduð þið lýsa eigin stíl í tónlistinni? Karítas: Ég held að það við eigum það sameiginlegt að við sköpum allar frekar draumkennda tónlist en á okkar eigin hátt. View this post on Instagram A post shared by KARI TAS (@karitasodins) Fríd er til dæmis með mjög afgerandi R&B stíl, Áslaug er aðeins út í rokkaðri stefnu og það má lýsa minni tónlist sem eins konar rökkur-poppi. View this post on Instagram A post shared by Áslaug María Dungal (@aslaugdungal) Hvaðan sækið þið innblástur í ykkar listsköpun? Áslaug: Ég sæki helst innblástur frá því tónlistarfólki sem ég held mest upp á á þeirri stundu. Þegar það kemur að textaskrifum fæ ég mikinn innblástur frá umhverfinu og fólkinu í kringum mig. KARÍTAS: Alls staðar frá en oftast kemur innblásturinn frá því sem að ég hef upplifað sjálf. Fríd: Ég sæki innblástur úr mörgum áttum; náttúrunni, málverkum, ljósmyndum, annarri tónlist og svo auðvitað atburðum úr eigin lífi. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn hér.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Frumsýning á tónlistarmyndbandi Karítasar: „Ákveðin tilfinning sem flæðir um mann“ Tónlistarkonan, Reykjavíkurdóttirin og plötusnúðurinn Karítas Óðinsdóttir sendi frá sér lagið Carried Away 27. maí síðastliðinn. Hún frumsýnir nú hér á Vísi tónlistarmyndbandið við lagið, sem fjallar meðal annars um að gefa einhverjum síðasta tækifærið. 9. júní 2022 12:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Karítasar: „Ákveðin tilfinning sem flæðir um mann“ Tónlistarkonan, Reykjavíkurdóttirin og plötusnúðurinn Karítas Óðinsdóttir sendi frá sér lagið Carried Away 27. maí síðastliðinn. Hún frumsýnir nú hér á Vísi tónlistarmyndbandið við lagið, sem fjallar meðal annars um að gefa einhverjum síðasta tækifærið. 9. júní 2022 12:01