MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 10:42 Sjóflutningsfyrirtækið Maersk hefur breytt stefnu sinni þegar kemur að kynferðisbrotum á skipum á vegum fyrirtækisins. John Lamb/Getty Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“ Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“
Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira