Klara frumsýnir myndbandið við Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júní 2022 12:01 Klara frumsýnir tónlistarmyndbandið við Eyjanótt hér á Vísi. Á myndinni eru hún og Saga Sig, leikstýra tónlistarmyndbandsins. Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins í ár, Eyjanótt. Saga Sig er leikstjóri myndbandsins, Stella Rósenkranz framleiðandi og Klara Elias listrænn stjórnandi. Lagið er flutt af Klöru og samið af henni og Ölmu Goodman. Hér má sjá myndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Klöru og fékk að heyra frá gerð myndbandsins. Hvaðan fékkstu innblástur fyrir myndbandinu? Mig langaði að finna leið til að leyfa gömlum og nýjum tímum að mætast. Það eru liðin tvö ár síðan við fengum að halda Þjóðhátíð og það verður stórkostlegt að koma saman aftur. Ég fann gamlar filmur frá hátíðarhöldum í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld sem mér fannst dásamlegt að leyfa að vera með og vera í smá aðalhlutverki. Láta nútímann og myndir úr sögu Eyja mætast. Svo er svo ótrúlegt að vinna svona verkefni með hæfileika konu eins og Sögu Sig sem las eiginlega hugsanir mínar algjörlega og gerði myndbandið að sínu á sinn einstaka hátt. Okkur hefur langað að vinna saman lengi og það var heiður að fá hana með mér í þetta. Saga og Klara við tökur. Hvað fannst þér mikilvægast að kæmist til skila? Mig langaði að skapa fallegt og öðruvísi myndefni með laginu sem sýnir hvað Vestmannaeyjar eru fallegar og eiga mikla sögu. Þó að Þjóðhátíð sé risapartý og eitt það besta á árinu þá er það líka fjölskylduhátíð og Vestmanneyingar alast upp við undirbúning og þátttöku í þessum hátíðarhöldum. Við vildum sýna frá náttúrufegurð Vestmannaeyja og sýna staði sem kannski ekki allir vita um. Eyjabíó tók svo vel á móti okkur og gaf okkur fullkominn stað til að varpa gömlum myndum úr Eyjum. Vestmannaeyjar búa yfir mikilli náttúrufegurð. Svo er ég þakklát mikilvægu starfi sem fer fram á vegum góðgerðasamtaka fyrir velferð sjávardýra, Sea Life Trust, í Sædýrasafni Vestmannaeyja. Þar er einskonar endurhæfingarstöð fyrir pysjur sem í þúsunda tali villast á ári hverju inn í bæinn, hafa slasast eða fest í olíu og þurfa hjálp við að komast til baka í náttúruna. Þar er einnig griðastaður fyrir tvær gullfallegar mjöldrur (e. Beluga whale) í endurhæfingu, þær Litlu Hvít og Litlu Grá, sem að mínu mati eru stjörnur myndbandsins. Þeim var bjargað úr ömurlegum aðstæðum í dýragarði í Shanghai og eru nú í endurhæfingu þar sem vonast er til að geta undirbúið þær fyrir lífi á sínu rétta heimili í sjónum. Hvernig gekk ferlið? Þetta var eiginlega bara smá ævintýri - fara saman til Eyja og skjóta myndbandið og það var svo vel tekið á móti okkur alls staðar. Við vorum með troðfullan bíl af fötum og glimmeri og stelpurnar hlógu allan daginn af mér því ég vildi ekki láta gera neitt við hárið á mér nema það væri einhverskonar ný útfærsla á fléttu. Enda elska ég allar þessar fléttu greiðslur sem Hildur Ösp Gunnarsdóttir hárgreiðslu stjarnan mín gerði! Hildur Ösp Gunnarsdóttir sá um hár Klöru. Hvernig ertu stemmd fyrir sumrinu og fyrir stóru stundinni á Þjóðhátíð? Ég spennt fyrir sumrinu og hlakka mikið til Þjóðhátíðar. Ég söng í Brekkusöngnum í sjónvarpssendingu í fyrra og þá var dalurinn tómur svo það verður dásamlegt að syngja fyrir fullan dal í ár. Ég vil að lokum taka fram hvað ég er þakklát Ölgerðinni og Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Það eru algjörir snillingar sem sjá um markaðsmálin hjá þeim. Að treysta okkur listakonunum til að leysa þetta verkefni og vera til í að gera eitthvað nýtt og öðruvísi með okkur. Stella Rósenkranz, samstarfskona mín til margra ára, gerði þetta svo allt mögulegt í hlutverki pródúsers. Hún hefur framleitt fyrir fjölda verkefna innan tónlistarbransans og auglýsingageirans og svona verkefni gengi ekki ef það væri ekki fagmenneskja að pródúsera. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins 2022 á Vísi á morgun Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins Eyjanótt eftir Klöru Elias á morgun klukkan 12:00, föstudag 10. júní. 9. júní 2022 17:30 Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022 Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. júní 2022 11:19 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Klöru og fékk að heyra frá gerð myndbandsins. Hvaðan fékkstu innblástur fyrir myndbandinu? Mig langaði að finna leið til að leyfa gömlum og nýjum tímum að mætast. Það eru liðin tvö ár síðan við fengum að halda Þjóðhátíð og það verður stórkostlegt að koma saman aftur. Ég fann gamlar filmur frá hátíðarhöldum í Vestmannaeyjum um miðja síðustu öld sem mér fannst dásamlegt að leyfa að vera með og vera í smá aðalhlutverki. Láta nútímann og myndir úr sögu Eyja mætast. Svo er svo ótrúlegt að vinna svona verkefni með hæfileika konu eins og Sögu Sig sem las eiginlega hugsanir mínar algjörlega og gerði myndbandið að sínu á sinn einstaka hátt. Okkur hefur langað að vinna saman lengi og það var heiður að fá hana með mér í þetta. Saga og Klara við tökur. Hvað fannst þér mikilvægast að kæmist til skila? Mig langaði að skapa fallegt og öðruvísi myndefni með laginu sem sýnir hvað Vestmannaeyjar eru fallegar og eiga mikla sögu. Þó að Þjóðhátíð sé risapartý og eitt það besta á árinu þá er það líka fjölskylduhátíð og Vestmanneyingar alast upp við undirbúning og þátttöku í þessum hátíðarhöldum. Við vildum sýna frá náttúrufegurð Vestmannaeyja og sýna staði sem kannski ekki allir vita um. Eyjabíó tók svo vel á móti okkur og gaf okkur fullkominn stað til að varpa gömlum myndum úr Eyjum. Vestmannaeyjar búa yfir mikilli náttúrufegurð. Svo er ég þakklát mikilvægu starfi sem fer fram á vegum góðgerðasamtaka fyrir velferð sjávardýra, Sea Life Trust, í Sædýrasafni Vestmannaeyja. Þar er einskonar endurhæfingarstöð fyrir pysjur sem í þúsunda tali villast á ári hverju inn í bæinn, hafa slasast eða fest í olíu og þurfa hjálp við að komast til baka í náttúruna. Þar er einnig griðastaður fyrir tvær gullfallegar mjöldrur (e. Beluga whale) í endurhæfingu, þær Litlu Hvít og Litlu Grá, sem að mínu mati eru stjörnur myndbandsins. Þeim var bjargað úr ömurlegum aðstæðum í dýragarði í Shanghai og eru nú í endurhæfingu þar sem vonast er til að geta undirbúið þær fyrir lífi á sínu rétta heimili í sjónum. Hvernig gekk ferlið? Þetta var eiginlega bara smá ævintýri - fara saman til Eyja og skjóta myndbandið og það var svo vel tekið á móti okkur alls staðar. Við vorum með troðfullan bíl af fötum og glimmeri og stelpurnar hlógu allan daginn af mér því ég vildi ekki láta gera neitt við hárið á mér nema það væri einhverskonar ný útfærsla á fléttu. Enda elska ég allar þessar fléttu greiðslur sem Hildur Ösp Gunnarsdóttir hárgreiðslu stjarnan mín gerði! Hildur Ösp Gunnarsdóttir sá um hár Klöru. Hvernig ertu stemmd fyrir sumrinu og fyrir stóru stundinni á Þjóðhátíð? Ég spennt fyrir sumrinu og hlakka mikið til Þjóðhátíðar. Ég söng í Brekkusöngnum í sjónvarpssendingu í fyrra og þá var dalurinn tómur svo það verður dásamlegt að syngja fyrir fullan dal í ár. Ég vil að lokum taka fram hvað ég er þakklát Ölgerðinni og Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Það eru algjörir snillingar sem sjá um markaðsmálin hjá þeim. Að treysta okkur listakonunum til að leysa þetta verkefni og vera til í að gera eitthvað nýtt og öðruvísi með okkur. Stella Rósenkranz, samstarfskona mín til margra ára, gerði þetta svo allt mögulegt í hlutverki pródúsers. Hún hefur framleitt fyrir fjölda verkefna innan tónlistarbransans og auglýsingageirans og svona verkefni gengi ekki ef það væri ekki fagmenneskja að pródúsera.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins 2022 á Vísi á morgun Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins Eyjanótt eftir Klöru Elias á morgun klukkan 12:00, föstudag 10. júní. 9. júní 2022 17:30 Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022 Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. júní 2022 11:19 Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins 2022 á Vísi á morgun Lífið á Vísi frumsýnir tónlistarmyndband Þjóðhátíðarlagsins Eyjanótt eftir Klöru Elias á morgun klukkan 12:00, föstudag 10. júní. 9. júní 2022 17:30
Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022 Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. 7. júní 2022 11:19
Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. 27. maí 2022 06:01