Biles á meðal fimleikakvenna sem krefja FBI um milljarð dollara Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 11:32 Larry Nassar nýtti sér aðstöðu sína sem læknir Michigan-háskóla og bandaríska fimleikasambandsins til að misnota hundruð stúlkna kynferðislega, oft undir því yfirskyni að hann veitti þeim læknismeðferð. AP/Paul Sancya Hópur fyrrverandi ólympíufimleikakvenna í Bandaríkjunum, þar á meðal gullverðlaunahafinn Simone Biles, ætla að krefja alríkislögreglunar FBI um meira en milljarð dollara í skaðabætur vegna mistaka hennar í máli Larrys Nassar sem misnotaði hundruð fimleikakvenna. Nassar situr nú í jafngildi lífstíðarfangelsis fyrir kynferðisbrot gegn fjölda fimleikastúlkna og kvenna. Brotin framdi hann í starfi sínu sem læknir bandaríska fimleikasambandsins og Háskólans í Michigan. FBI fékk upplýsingar um brot Nassar árið 2015 en aðhafðist ekkert. Nassar gat því haldið áfram að brjóta á stúlkum og konum í meira en ár áður en yfirvöld stöðvuðu hann loksins. Einn yfirmanna FBI sem hafði málið á sinni könnu falaðist meðal annars eftir aðstoð forseta fimleikasambandsins til að fá vinnu og laug síðan um það. Lögmennirnir sem krefja alríkislögregluna bóta segja að stefnendurnir séu um níutíu talsins. Auk Biles eru þar fimleikastjörnur eins og Aly Raisman og McKayla Maroney sem báðar unnu til gullverðlauna á Ólympíuleikum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef FBI hefði staðið sig í stykkinu hefði Nassar verið stöðvaðar áður en hann fékk tækifæri til að mosnota hundruð stúlkna, þar á meðal mig,“ sagði Samantha Roy, fyrrverandi fimleikakona við Michigan-háskóla. Alríkislögreglan hefur sex mánuði til þess að bregðast við kröfunni. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ákvað fyrir skömmu að það ætlaði ekki að sækja fyrrverandi fulltrúa alríkislögreglunnar til saka fyrir klúðrið við rannsóknina á Nassar. Mál Larry Nassar Bandaríkin Fimleikar Tengdar fréttir Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. 27. maí 2022 10:22 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Nassar situr nú í jafngildi lífstíðarfangelsis fyrir kynferðisbrot gegn fjölda fimleikastúlkna og kvenna. Brotin framdi hann í starfi sínu sem læknir bandaríska fimleikasambandsins og Háskólans í Michigan. FBI fékk upplýsingar um brot Nassar árið 2015 en aðhafðist ekkert. Nassar gat því haldið áfram að brjóta á stúlkum og konum í meira en ár áður en yfirvöld stöðvuðu hann loksins. Einn yfirmanna FBI sem hafði málið á sinni könnu falaðist meðal annars eftir aðstoð forseta fimleikasambandsins til að fá vinnu og laug síðan um það. Lögmennirnir sem krefja alríkislögregluna bóta segja að stefnendurnir séu um níutíu talsins. Auk Biles eru þar fimleikastjörnur eins og Aly Raisman og McKayla Maroney sem báðar unnu til gullverðlauna á Ólympíuleikum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef FBI hefði staðið sig í stykkinu hefði Nassar verið stöðvaðar áður en hann fékk tækifæri til að mosnota hundruð stúlkna, þar á meðal mig,“ sagði Samantha Roy, fyrrverandi fimleikakona við Michigan-háskóla. Alríkislögreglan hefur sex mánuði til þess að bregðast við kröfunni. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ákvað fyrir skömmu að það ætlaði ekki að sækja fyrrverandi fulltrúa alríkislögreglunnar til saka fyrir klúðrið við rannsóknina á Nassar.
Mál Larry Nassar Bandaríkin Fimleikar Tengdar fréttir Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. 27. maí 2022 10:22 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. 27. maí 2022 10:22
380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent