Á fimmta tug látnir eftir sprengingu í Bangladess Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:11 Eldarnir á gámasvæðinu geisa enn. Getty/Mohammad Shajahan/ Minnst 49 eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir mikla sprengingu og eldsvoða á gámasvæði í Bangladess. Talið er að fjöldi látinna muni aukast á næstu sólarhringum. Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku. Bangladess Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Eldur braust út á gámasvæði í borginni Sitakunda í gærkvöldi sem olli mikilli efnasprengingu á svæðinu. Meira en þrjú hundruð slösuðust í atvikinu, margir hverjir hætt komnir vegna brunasára, og talið er að mun fleiri leynist í rústum á svæðinu. Enn hefur ekki tekist að slökkva alla elda og brenna þeir því aðra nóttina í röð. Hundruð slökkviliðsmanna, lögregluþjóna og annarra sjálfboðaliða, sem sumir voru ekki betur klæddir en í sandala, mættu á vettvang stutu eftir að eldurinn bruast út um klukkan 21 í gærkvöldi að staðartíma. Gámasvæðið er í rekið af hollenskum og bengölskum fyrirtækjum og nefnist BM Inland Container Depot. Á meðan viðbragðsaðilar og sjálfboðaliðar börðust við eldinn sprakk fjöldi gáma, sem geymdu ýmiskonar efni. Einhverjir viðbragðsaðilar urðu sprengingunum að bráð samkvæmt frétt Guardian. „Sprengingin kastaði mér tíu metra aftur. Handleggirnir og fótleggirnir mínir eru illa brenndir,“ segir Tofael Ahmed í samtali við fréttastofu AFP. Talið er að minnst fjörutíu slökkviliðsmenn og tíu lögregluþjónar hafi slasast við björgunaraðgerðir. Þá eru minnst níu slökkviliðsmenn meðal þeirra sem hafa látist og nokkrir til viðbótar eru inniliggjandi á gjörgæslu með lífshættulega áverka. Þá er einnig talið að blaðamenn, sem flýttu sér á vettvang, séu meðal slasaðra. Dreifa þurfti slösuðum á spítala í nágrenni við vettvanginn en talið er að tala látinna muni hækka á næstu dögum þar sem minnst tuttugu eru á gjörgæslu í lífshættu, með þriðja stigs brunasár á 60 til 90 prósent líkamans. Staðarmiðlar griena frá því að minnst þrjú hundruð séu slasaðir en búið er að kalla út herinn til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk að hlúa að slösuðum. Búið er að skipa tvær nefndir til þess að rannsaka upptök eldsins, annars vegar á vegum slökkviliðsyfirvalda og hins vegar á vegum vinnueftirlitsins. Sú fyrri stefnir að því að skila niðurstöðum í næstu viku.
Bangladess Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira