Ráðgátan um útbreiðslu Covid-19 í Norður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2022 22:00 Auglýsingaskilti sem á stendur: „Félagi, ert þú að fylgja öryggisreglum okkar vegna veirunnar?“ Ríkisútvarp Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Nú þegar flest lönd hafa náð ágætis stjórn á faraldri kórónuveirunnar virðist staðan þung í einu einangraðasta ríki heims, Norður-Kóreu. Lítið er vitað um hvað nákvæmlega fer fram innan landamæra ríkisins. Stjórnvöld segjast vera með fulla stjórn á útbreiðslu veirunnar en leynileg samtöl íbúa sem flúið hafa land við fjölskyldur í Norður-Kóreu gefa annað til kynna og mála dökka mynd af stöðunni. Lyf af skornum skammti Maður sem flúði frá Norður-Kóreu fyrir tíu árum og lætur ekki nafns síns getið af öryggisástæðum sagðist í samtali við BBC eiga reglulega leynileg símtöl við fjölskyldu sína sem enn er í landinu og segir fjölskyldan að Covid-veikindi þar séu mun meiri en stjórnvöld gefi út um. Fólk ráfi á götum úti í leit að lækningu eða lyfjum. Doktor Nagi Shafik, sem hefur unnið fyrir Unicef í Norður-Kóreu frá árinu 2001 segir lyf í landinu af skornum skammti. Nær öll lyf séu flutt til landsins frá Kína en vegna landamæralokana síðustu tvö ár hafi nær ekkert flæði lyfja verið til Norður-Kóreu. Kennari mælir hita hjá nemenda í Kim Song Ju grunnskólanum í Pyongyang.AP/Cha Song Ho Íbúar óbólusettir Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er talið bágborið og landsmenn ekki bólusettir gegn sjúkdómnum. Maðurinn ónafngreindi segir stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hvatt íbúa til að sjóða greni og drekka soðið til þess að vinna bug á Covid-veikindum. Þá hafi fólk verið hvatt til að drekka saltvatn í sama tilgangi en til marks um það hafa þúsund tonn af salti verið flutt til höfuðborgarinnar Pyongyang ef marka má ríkismiðil þar í landi. Það skal tekið fram að engin læknisfræðileg gögn sýna fram á að þessar aðferðir vinni bug á sjúkdómnum né hemji útbreiðslu hans. Svara ekki boðum um bóluefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðist til að afhenda stjórnvöldum bóluefni en því boði hefur ekki verið svarað. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa einnig boðið fram aðstoð. „Við viljum reyna að styðja við Norður-Kóreu með því að gefa þeim bóluefni, en ekki bara bóluefni heldur líka önnur lyf, en Norður-Kórea svarar okkur ekki. Við bíðum enn,“ sagði Na Kyung-Won, talsmaður forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður Kóreu lýstu yfir neyðarástandi í landinu þegar fyrsta tilfellið var staðfest þann 12. maí á þessu ári. Aðeins sólarhring síðar voru sex dauðsföll af völdum sjúkdómsins staðfest. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hafa hemil á útbreiðslu faraldursins.AP Lægsta dánartíðni í heimi? Hingað til hafa einungis sjötíu dauðsföll af völdum Covid verið staðfest af stjórnvöldum. Ef satt reynist er dánartíðni af völdum sjúkdómsins hvergi lægri en þar í landi sem geti ekki staðist að mati tölfræðingsins Martin Williams enda heilbrigðiskerfið ekki upp á marga fiska og íbúar óbólusettir. Stjórnvöld hafa ekki veitt alþjóðaheilbrigðisstofnuninni aðgang að gögnum um faraldurinn í landinu. Framkvæmdastjóri neyðarmála hjá stofnuninni óttast að ný afbrigði verði til þar sem veiran fái að leika lausum hala í þessu lokaðasta ríki heims. Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10 Sex sagðir hafa látist vegna Covid-19 í Norður-Kóreu Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig. 13. maí 2022 07:15 Staðfesta fyrsta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í morgun. 12. maí 2022 08:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Nú þegar flest lönd hafa náð ágætis stjórn á faraldri kórónuveirunnar virðist staðan þung í einu einangraðasta ríki heims, Norður-Kóreu. Lítið er vitað um hvað nákvæmlega fer fram innan landamæra ríkisins. Stjórnvöld segjast vera með fulla stjórn á útbreiðslu veirunnar en leynileg samtöl íbúa sem flúið hafa land við fjölskyldur í Norður-Kóreu gefa annað til kynna og mála dökka mynd af stöðunni. Lyf af skornum skammti Maður sem flúði frá Norður-Kóreu fyrir tíu árum og lætur ekki nafns síns getið af öryggisástæðum sagðist í samtali við BBC eiga reglulega leynileg símtöl við fjölskyldu sína sem enn er í landinu og segir fjölskyldan að Covid-veikindi þar séu mun meiri en stjórnvöld gefi út um. Fólk ráfi á götum úti í leit að lækningu eða lyfjum. Doktor Nagi Shafik, sem hefur unnið fyrir Unicef í Norður-Kóreu frá árinu 2001 segir lyf í landinu af skornum skammti. Nær öll lyf séu flutt til landsins frá Kína en vegna landamæralokana síðustu tvö ár hafi nær ekkert flæði lyfja verið til Norður-Kóreu. Kennari mælir hita hjá nemenda í Kim Song Ju grunnskólanum í Pyongyang.AP/Cha Song Ho Íbúar óbólusettir Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er talið bágborið og landsmenn ekki bólusettir gegn sjúkdómnum. Maðurinn ónafngreindi segir stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hvatt íbúa til að sjóða greni og drekka soðið til þess að vinna bug á Covid-veikindum. Þá hafi fólk verið hvatt til að drekka saltvatn í sama tilgangi en til marks um það hafa þúsund tonn af salti verið flutt til höfuðborgarinnar Pyongyang ef marka má ríkismiðil þar í landi. Það skal tekið fram að engin læknisfræðileg gögn sýna fram á að þessar aðferðir vinni bug á sjúkdómnum né hemji útbreiðslu hans. Svara ekki boðum um bóluefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðist til að afhenda stjórnvöldum bóluefni en því boði hefur ekki verið svarað. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa einnig boðið fram aðstoð. „Við viljum reyna að styðja við Norður-Kóreu með því að gefa þeim bóluefni, en ekki bara bóluefni heldur líka önnur lyf, en Norður-Kórea svarar okkur ekki. Við bíðum enn,“ sagði Na Kyung-Won, talsmaður forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Norður Kóreu lýstu yfir neyðarástandi í landinu þegar fyrsta tilfellið var staðfest þann 12. maí á þessu ári. Aðeins sólarhring síðar voru sex dauðsföll af völdum sjúkdómsins staðfest. Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hafa hemil á útbreiðslu faraldursins.AP Lægsta dánartíðni í heimi? Hingað til hafa einungis sjötíu dauðsföll af völdum Covid verið staðfest af stjórnvöldum. Ef satt reynist er dánartíðni af völdum sjúkdómsins hvergi lægri en þar í landi sem geti ekki staðist að mati tölfræðingsins Martin Williams enda heilbrigðiskerfið ekki upp á marga fiska og íbúar óbólusettir. Stjórnvöld hafa ekki veitt alþjóðaheilbrigðisstofnuninni aðgang að gögnum um faraldurinn í landinu. Framkvæmdastjóri neyðarmála hjá stofnuninni óttast að ný afbrigði verði til þar sem veiran fái að leika lausum hala í þessu lokaðasta ríki heims.
Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10 Sex sagðir hafa látist vegna Covid-19 í Norður-Kóreu Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig. 13. maí 2022 07:15 Staðfesta fyrsta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í morgun. 12. maí 2022 08:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10
Sex sagðir hafa látist vegna Covid-19 í Norður-Kóreu Aðeins einum sólarhring eftir að kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum í Norður-Kóreu, að sögn yfirvalda, hafa nú fyrstu dauðsföllin verið staðfest einnig. 13. maí 2022 07:15
Staðfesta fyrsta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í morgun. 12. maí 2022 08:14