Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 2. júní 2022 07:09 Valdaafmælisins verður minnst næstu fjóra daga. AP Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum. Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Enginn hefur setið eins lengi á konungsstóli í Bretlandi og Elísabet II sem tók við krúnunni aðeins 25 ára gömul eftir andlát föður hennar Georgs VI hinn 6. febrúar febrúar 1952. Elísabet fæddist 21. apríl 1926. Hún var krýnd hinn 2. júní 1953 og í dag eru því liðin 70 ár frá krýningunni. Hefð er fyrir því að drottningin haldi upp á fæðingardag sinn með fjölskyldunni en þjóðin fagnar opinberum afmælisdegi hennar annan laugardag í júní. Í þetta skiptið er opiberum afmælisdegi hennar hins vegar fagnað í dag svo hann beri upp á sama dag og krýningarafmælið. Mikið verður um dýrðir næstu fjóra daga í Bretlandi og samveldisríkjunum í tilefni dagsins en haldið verður upp á tímamótin allt árið. Í dag klukkan 10 að íslenskum tíma (11 í Bretlandi) verður mikil skrúðganga til heiðurs drottningunni eftir Mall breiðgötunni sem liggur frá Buchingham höll. Þúsundir manna höfðu safnast saman þar í morgun. Fyrsta írska hersveitin leiðir göngu tólf hundruð hermanna ásamt lífvarðasveit drottningar ásamt hundruð tónlistarmanna og um 240 hesta. Þessi ganga hefur verið farin á opinberum afmælisdegi konunga og drottninga í 260 ár. Hleypt verður af 121 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni og 70 herflugvélar af öllum stærðum og gerðum fljúga yfir Buckingham höll. Þá tendrar Elísabet samtímis á vitum vítt og breitt um borgir og bæði Bretlands og samveldisins. Hún mun síðan koma tvívegis í dag fram á svalir Buckingham hallar með fjölskyldumeðlimum til að heilsa upp á mannfjöldann. Allra hörðustu aðdáendur drottningarinnar, sem nú er orðin 96 ára gömul, sváfu fyrir utan höllina í nótt til að ná góðu útsýni yfir herlegheitin. Undirbúningur á Mall fyrir framan Buckinghamhöll.AP Harry Bretaprins og Meghan Markle eru bæði mætt til Bretlands til að fagna með drottningunni, en þau munu ekki vera í hópi fjölskyldumeðlima sem munu standa á svölum Buckingham-hallar ásamt drottningu og veifa mannfjöldanum.
Bretland Kóngafólk Tímamót Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira