Rangur maður á röngum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2022 08:00 Pogba þegar hann og Man Utd trúðu því að saman gætu þau barist um titla. EPA/PETER POWELL Í gær var staðfest að Paul Pogba myndi yfirgefa Manchester United á frjálsri sölu í sumar. Er þetta í annað sinn sem það gerist og í bæði skiptin hefur það skilið eftir súrt bragð í munni stuðningsfólks Man United. Once a Red, always a Red Thank you for your service, @PaulPogba #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 1, 2022 Þegar Paul Pogba yfirgef félagið í fyrra skiptið var hann ungur leikmaður sem átti að öllu vísa framtíðina fyrir sér. Hann var þó ekki talinn hafa sýnt nægilega mikið til að verðskulda þau tækifæri sem hann heimtaði og því yfirgaf hann félagið, frítt. Hann fór til Juventus á Ítalíu þar sem hann blómstraði frá fyrsta degi. Hann vann hvern titilinn á fætur öðrum og var talinn með betri miðjumönnum heims. Því ákvað stjórn Man United að bíta í hið súra epli og fá Pogba(ck). Pogba kostaði Man United allt upp að 110 milljónum evra sem var á þessum tímapunkti sumarið 2016 heimsmet. Það var svo brotið ekki löngu síðar af Bralíumanni sem kallast Neymar. Þessir tveir áttu að marka nýja tíma.EPA/PETER POWELL Ásamt því að fá Pogba sumarið 2016 þá samdi sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović og mynduðu þeir strax góð tengsl. Þeir tveir ásamt José Mourinho sem þjálfara gáfu stuðningsfólki von um liðið gæti aftur komið sér í hóp bestu liða Evrópu. Það reyndust falsvonir þó svo að liðið hafi unnið enska deildarbikarinn og Evrópudeildina á þessari sömu leiktíð. Pogba spilaði nokkuð vel á þessari leiktíð og í raun spilaði Man Utd nokkuð vel á löngum köflum en liðið gat ómögulega nýtt þann urmul færa sem það (oftar en ekki Pogba) skapaði. Það tímabil spilaði Pogba alls 51 leik fyrir Man Utd. Síðan þá hafa meiðsli haft mikil áhrif á tíma hans hjá félaginu sem og alltof óstöðug spilamennska. Paul Pogba í einum af fáum leikjum sínum á síðustu leiktíð.EPA-EFE/PETER POWELL Hjá Juventus var Pogba í einstaklega vel skipulögðu liði og það sama má segja um franska landsliðið sem varð heimsmeistari 2018 með Pogba í lykilhlutverki. Bæði lið voru í grunninn nokkuð varnarsinnuð en með boltann fékk Pogba að mörgu leyti það frjálsræði sem José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick reyndu að skapa fyrir hann. Það var margt reynt til að skapa hið fullkomna hlutverk fyrir Pogba en það virtist aldrei skila sér til stuðningsfólks liðsins. Blaðamaður hefur stutt Man United statt og stöðugt í meira en tvo áratugi og þótti mikið til Pogba framan af (síðari) ferli hans hjá félaginu. Umræðan var hins vegar alltaf eins, Pogba átti að gera allt. Hann átti að vinna boltann, hann átti að senda frábæra 50 metra sendingu fram völlinn og svo átti hann að vera mættur inn í teig til að koma boltanum í netið. Það sem meira var, það var líkt og Pogba sjálfur væri oft að reyna að leika öll þessi hlutverk. 38 - Since re-joining the club in August 2016, Paul Pogba created more chances (231) and provided more assists (38) in the Premier League than any other Manchester United player in this period. Departing. pic.twitter.com/JLGUDqPJMz— OptaJoe (@OptaJoe) June 1, 2022 Það sem hefur komið á daginn er að leikmannahópur Manchester United er ekki jafn góður og leikmannahópur Juventus meðan Pogba var þar né franska landsliðsins. Þá hefur Pogba og Mino Raiola heitinn – umboðsmaður hans – ekki gert sér neina greiða með því að gefa nær aðeins loðin svör er varða framtíð leikmannsins. Það ásamt því að Pogba er í raun skugginn af þeim leikmanni sem hann var sumarið 2016 segir margt um bæði Man United og hann sjálfan. Hann er magnaður fótboltamaður sem þrífst í sterkum liðum með sterka leiðtoga en hann er ekki einn af þeim. I feel privileged to have played for this club. Many beautiful moments and memories but most importantly an unconditional support from the fans. Thank you @ManUtd pic.twitter.com/YLT3lUHOmT— Paul Pogba (@paulpogba) June 1, 2022 Pogba mun eiga sendingu sem fær fólk til að rísa úr sætum, hann mun skora mörk sem fá fólk til að klóra sér í hausnum en þess á milli mun hann hverfa inn í fjöldann og svo gott sem gleymast ef ekki væri fyrir nýja hárgreiðslu í hverri viku. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Once a Red, always a Red Thank you for your service, @PaulPogba #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 1, 2022 Þegar Paul Pogba yfirgef félagið í fyrra skiptið var hann ungur leikmaður sem átti að öllu vísa framtíðina fyrir sér. Hann var þó ekki talinn hafa sýnt nægilega mikið til að verðskulda þau tækifæri sem hann heimtaði og því yfirgaf hann félagið, frítt. Hann fór til Juventus á Ítalíu þar sem hann blómstraði frá fyrsta degi. Hann vann hvern titilinn á fætur öðrum og var talinn með betri miðjumönnum heims. Því ákvað stjórn Man United að bíta í hið súra epli og fá Pogba(ck). Pogba kostaði Man United allt upp að 110 milljónum evra sem var á þessum tímapunkti sumarið 2016 heimsmet. Það var svo brotið ekki löngu síðar af Bralíumanni sem kallast Neymar. Þessir tveir áttu að marka nýja tíma.EPA/PETER POWELL Ásamt því að fá Pogba sumarið 2016 þá samdi sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović og mynduðu þeir strax góð tengsl. Þeir tveir ásamt José Mourinho sem þjálfara gáfu stuðningsfólki von um liðið gæti aftur komið sér í hóp bestu liða Evrópu. Það reyndust falsvonir þó svo að liðið hafi unnið enska deildarbikarinn og Evrópudeildina á þessari sömu leiktíð. Pogba spilaði nokkuð vel á þessari leiktíð og í raun spilaði Man Utd nokkuð vel á löngum köflum en liðið gat ómögulega nýtt þann urmul færa sem það (oftar en ekki Pogba) skapaði. Það tímabil spilaði Pogba alls 51 leik fyrir Man Utd. Síðan þá hafa meiðsli haft mikil áhrif á tíma hans hjá félaginu sem og alltof óstöðug spilamennska. Paul Pogba í einum af fáum leikjum sínum á síðustu leiktíð.EPA-EFE/PETER POWELL Hjá Juventus var Pogba í einstaklega vel skipulögðu liði og það sama má segja um franska landsliðið sem varð heimsmeistari 2018 með Pogba í lykilhlutverki. Bæði lið voru í grunninn nokkuð varnarsinnuð en með boltann fékk Pogba að mörgu leyti það frjálsræði sem José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick reyndu að skapa fyrir hann. Það var margt reynt til að skapa hið fullkomna hlutverk fyrir Pogba en það virtist aldrei skila sér til stuðningsfólks liðsins. Blaðamaður hefur stutt Man United statt og stöðugt í meira en tvo áratugi og þótti mikið til Pogba framan af (síðari) ferli hans hjá félaginu. Umræðan var hins vegar alltaf eins, Pogba átti að gera allt. Hann átti að vinna boltann, hann átti að senda frábæra 50 metra sendingu fram völlinn og svo átti hann að vera mættur inn í teig til að koma boltanum í netið. Það sem meira var, það var líkt og Pogba sjálfur væri oft að reyna að leika öll þessi hlutverk. 38 - Since re-joining the club in August 2016, Paul Pogba created more chances (231) and provided more assists (38) in the Premier League than any other Manchester United player in this period. Departing. pic.twitter.com/JLGUDqPJMz— OptaJoe (@OptaJoe) June 1, 2022 Það sem hefur komið á daginn er að leikmannahópur Manchester United er ekki jafn góður og leikmannahópur Juventus meðan Pogba var þar né franska landsliðsins. Þá hefur Pogba og Mino Raiola heitinn – umboðsmaður hans – ekki gert sér neina greiða með því að gefa nær aðeins loðin svör er varða framtíð leikmannsins. Það ásamt því að Pogba er í raun skugginn af þeim leikmanni sem hann var sumarið 2016 segir margt um bæði Man United og hann sjálfan. Hann er magnaður fótboltamaður sem þrífst í sterkum liðum með sterka leiðtoga en hann er ekki einn af þeim. I feel privileged to have played for this club. Many beautiful moments and memories but most importantly an unconditional support from the fans. Thank you @ManUtd pic.twitter.com/YLT3lUHOmT— Paul Pogba (@paulpogba) June 1, 2022 Pogba mun eiga sendingu sem fær fólk til að rísa úr sætum, hann mun skora mörk sem fá fólk til að klóra sér í hausnum en þess á milli mun hann hverfa inn í fjöldann og svo gott sem gleymast ef ekki væri fyrir nýja hárgreiðslu í hverri viku.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira