Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 07:01 Oleksandr Zinchenko gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum á blaðamannafundi fyrir leik Úkraínu gegn Skotlandi. Mark Runnacles/Getty Images Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira