„Litum aldrei á hann sem miðjumann“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. maí 2022 07:01 Fabinho er einn af mikilvægustu leikmönnum Liverpool. vísir/Getty Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Fabinho var eitt sinn á mála hjá Real Madrid og hefur tími hans hjá spænska stórveldinu verið rifjaður upp í tengslum við stórleik helgarinnar. Átján ára gamall var Fabinho lánaður til Real Madrid frá portúgalska smáliðinu Rio Ave. Ansi merkileg félagaskipti þá sérstaklega í ljósi þess að Fabinho var nýbúinn að skrifa undir sex ára samning við portúgalska félagið. Fabinho hafði verið fenginn til Rio Ave frá heimalandi sínu þar sem hann hafði þó aldrei spilað aðalliðsleik. Leikmannahópur Rio Ave þetta tímabilið var ansi áhugaverður þar sem liðið hafði innanborðs markverðina Jan Oblak og Ederson sem í dag eru tveir af bestu markmönnum heims. Hvað um það. 18 ára gamall Fabinho var sendur til spænska stórliðsins Real Madrid á láni tímabilið 2012/2013 þar sem hann lék þó aðallega með varaliði félagsins, Real Madrid Castilla. Fabinho (lengst til vinstri) var á mála hjá Real Madrid í eitt ár.vísir/Getty „Hann var mjög feiminn en ég var fljótur að sjá að hann hefði hæfileika,“ segir Alberto Toril, sem þjálfaði Castilla þetta tímabil. „Þegar hann kom til okkar var hann í undarlegri leikstöðu miðað við hvaða týpa af fótboltamanni hann er. Hann spilaði sem hægri bakvörður með alla sína 190 sentimetra,“ segir Toril. Fabinho þykir í dag einn allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims en í þeirri stöðu í varaliði Real Madrid þetta tímabil var landi hans sem hefur sannarlega fest sig í sessi hjá Real Madrid, sjálfur Casemiro. Eins og Toril bendir á var enginn að spá í því að Fabinho gæti spilað sem miðjumaður. „Hann spilaði stundum sem miðvörður en aldrei sem miðjumaður. Það leit enginn á hann sem miðjumann á þessum tíma þó við værum ekki alveg vissir hver hans framtíðar leikstaða væri,“ segir Toril. Sem bakvörður fékk Fabinho þó eitt tækifæri með aðalliði Real Madrid þar sem þáverandi stjóri liðsins, Jose Mourinho, gaf honum einn leik í La Liga í 6-2 sigri á Malaga. Eins og fyrr segir hafði Fabinho gert langtímasamning við Rio Ave í Portúgal en hann spilaði þó aldrei leik fyrir það félag. Eftir tíma sinn hjá Real Madrid gekk hann í raðir Monaco, fyrst sem lánsmaður og síðar var hann keyptur. Þar átti hann hægt og rólega eftir að þróast yfir í þann öfluga miðjumann sem Liverpool lagði mikið á sig til að klófesta sumarið 2018. Óvíst er með þátttöku Fabinho í leiknum á morgun en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Þó eru taldar meiri líkur en minni á að hann spili.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira