Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 15:00 Alls er óvíst hvort pláss sé fyrir þessa stuðningsmenn Liverpool í París á laugardagskvöld. Premier League Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun. Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira