Dauðadæmdir menn fá ekki að leita til alríkisdómstóla með ný sönnunargögn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 22:45 Hæstiréttur Bandaríkjanna er skipaður níu dómurum. AP/Alex Brandon Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að fangar sem héldu fram sakleysi sínu gætu ekki lagt fram ný sönnunargögn í málum sínum, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hafi ekki verið fullnægjandi vegna vanhæfra lögmanna. Þetta á jafnvel við um fanga sem hlotið hafa dauðadóm eða verið dæmdir til fangelsisvistar til lífstíðar. Meirihluti réttarins taldi að réttur ríkja í Bandaríkjunum til þess að framfylgja hegningarlögum gangi þannig framar rétti saklausra manna til að sýna fram á sakleysi sitt með nýjum sönnunargögnum. Sex dómarar íhaldsins réðu för Sex af níu dómurum komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt fyrir fanga að leggja fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól (e. federal court), ef þau hefðu ekki áður verið lögð fram fyrir ríkisdómstól (e. state court). Ákvörðunin hefur það í för með sér að fangar munu ekki geta leitað atbeina alríkisdómstóla til að sýna fram á sakleysi sitt, ef verjendur þeirra hafa til að mynda ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Þá gengur hún gegn fordæmi réttarins sem áður hafði verið sett. Hæstiréttur samanstendur af níu dómurum. Sex sem skipaðir voru af forsetum úr röðum Repúblikana, en þremur úr röðum Demókrata. Allir sex úr fyrrnefnda hópnum voru fylgjandi ákvörðuninni, en hinir þrír á móti og sögðu hana „rökleysu“ og „öfugsnúna“ í minnihlutaáliti sínu. Dómarinn Clarence Thomas, sem skipaður var af George Bush eldri, ritaði álit meirihlutans í málinu. Þar sagði að málið snerist um rétt ríkja til þess að framfylgja settum hegningarlögum. Þann rétt mætti ekki svipta ríkin með inngripi alríkisdómstóla. Taldi meirihlutinn að ríkin væru einmitt svipt rétti sínum til þess, þrátt fyrir að sakborningar legðu fram sönnunargögn sem lögmönnum hefði láðst að gera fyrir ríkisdómstólum, til þess að sýna fram á sakleysi sitt. Mistök lögmanna geti kostað menn lífið Málinu, sem lauk með þessari ákvörðun, var skotið til Hæstaréttar af stjórnvöldum í Arizona. Þau vildu koma í veg fyrir að tveir fangar á dauðadeild gætu látið reyna á mál sín fyrir alríkisdómstólum. Guardian greinir frá því að annar þeirra hefði með sterkum rökum getað sýnt fram á sakleysi í málinu sem hann var að endingu dæmdur til dauða fyrir. Arizona-ríki hélt því fram að mennirnir ættu ekki að geta lagt fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól sem ekki höfðu komið fram fyrir ríkisdómstól. Lögmenn mannanna tveggja bentu hins vegar á að ástæða þess að gögnin voru ekki lögð fram væri sú að lögmenn þeirra fyrir ríkisdómstólnum, sem ríkið hafði útvegað þeim, hefðu verið vanhæfir. Ef ekki yrði fallist á að leyfa þeim að leggja gögnin fram hefðu þeir því í reynd verið dæmdir til dauða vegna þess að lögmönnum þeirra hefði láðst að benda á augljósan sannleik í málinu, eða þeir ekki náð að skila gögnum fyrir settan frest. Ekki væri unnt að kenna föngunum sjálfum um það. Meirihluti réttarins féllst hins vegar á sjónarmið ríkisins, fremur en mannanna. Clarence Thomas, annar frá vinstri í fremri röð, skrifaði álit meirihlutans í málinu. Sonia Sotomayor, lengst til hægri í fremri röð, skrifaði álit minnihlutans, þar sem ákvörðunin var sögð „öfugsnúin“ og „órökrétt.“Hæstiréttur Bandaríkjanna Ábyrgðin sé réttarins og einskis annars Með ákvörðuninni virðist rétturinn skipta nokkuð um þá stefnu sína að fylgja eigin fordæmum. Árið 2012 gekk Hæstaréttardómur í sambærilegu máli, þar sem niðurstaðan var sú að fangar ættu rétt á því að leita til alríkisdómstóla þegar sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hefði verið áfátt. Í minnihlutaáliti sínu sagði Sonia Sotomayor, sem skipuð var af Barack Obama, að ákvörðun meirihlutans væri órökrétt og sagði hana „öfugsnúna.“ Þá sagði hún að samkvæmt fordæmi réttarins sjálfs, sem þessi ákvörðun gengi gegn, væri ekki hægt að kenna föngum um, né refsa þeim fyrir, að lögmenn þeirra hafi ekki haldið uppi nógu góðum vörnum fyrir dómi. Þá sagði hún að með ákvörðuninni væri rétturinn til verjanda fyrir dómi, sem tryggður er í 6. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna, ekkert nema orðin tóm. Hér eftir ættu sakborningar sem ekki hefðu fengið nægilega góða vörn enga von. „Ábyrgðin á þessari hörmulegu niðurstöðu liggur ekki á herðum Bandaríkjaþings, heldur þessa réttar,“ skrifaði Sotomayor. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Dauðarefsingar Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Sjá meira
Þetta á jafnvel við um fanga sem hlotið hafa dauðadóm eða verið dæmdir til fangelsisvistar til lífstíðar. Meirihluti réttarins taldi að réttur ríkja í Bandaríkjunum til þess að framfylgja hegningarlögum gangi þannig framar rétti saklausra manna til að sýna fram á sakleysi sitt með nýjum sönnunargögnum. Sex dómarar íhaldsins réðu för Sex af níu dómurum komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt fyrir fanga að leggja fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól (e. federal court), ef þau hefðu ekki áður verið lögð fram fyrir ríkisdómstól (e. state court). Ákvörðunin hefur það í för með sér að fangar munu ekki geta leitað atbeina alríkisdómstóla til að sýna fram á sakleysi sitt, ef verjendur þeirra hafa til að mynda ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Þá gengur hún gegn fordæmi réttarins sem áður hafði verið sett. Hæstiréttur samanstendur af níu dómurum. Sex sem skipaðir voru af forsetum úr röðum Repúblikana, en þremur úr röðum Demókrata. Allir sex úr fyrrnefnda hópnum voru fylgjandi ákvörðuninni, en hinir þrír á móti og sögðu hana „rökleysu“ og „öfugsnúna“ í minnihlutaáliti sínu. Dómarinn Clarence Thomas, sem skipaður var af George Bush eldri, ritaði álit meirihlutans í málinu. Þar sagði að málið snerist um rétt ríkja til þess að framfylgja settum hegningarlögum. Þann rétt mætti ekki svipta ríkin með inngripi alríkisdómstóla. Taldi meirihlutinn að ríkin væru einmitt svipt rétti sínum til þess, þrátt fyrir að sakborningar legðu fram sönnunargögn sem lögmönnum hefði láðst að gera fyrir ríkisdómstólum, til þess að sýna fram á sakleysi sitt. Mistök lögmanna geti kostað menn lífið Málinu, sem lauk með þessari ákvörðun, var skotið til Hæstaréttar af stjórnvöldum í Arizona. Þau vildu koma í veg fyrir að tveir fangar á dauðadeild gætu látið reyna á mál sín fyrir alríkisdómstólum. Guardian greinir frá því að annar þeirra hefði með sterkum rökum getað sýnt fram á sakleysi í málinu sem hann var að endingu dæmdur til dauða fyrir. Arizona-ríki hélt því fram að mennirnir ættu ekki að geta lagt fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól sem ekki höfðu komið fram fyrir ríkisdómstól. Lögmenn mannanna tveggja bentu hins vegar á að ástæða þess að gögnin voru ekki lögð fram væri sú að lögmenn þeirra fyrir ríkisdómstólnum, sem ríkið hafði útvegað þeim, hefðu verið vanhæfir. Ef ekki yrði fallist á að leyfa þeim að leggja gögnin fram hefðu þeir því í reynd verið dæmdir til dauða vegna þess að lögmönnum þeirra hefði láðst að benda á augljósan sannleik í málinu, eða þeir ekki náð að skila gögnum fyrir settan frest. Ekki væri unnt að kenna föngunum sjálfum um það. Meirihluti réttarins féllst hins vegar á sjónarmið ríkisins, fremur en mannanna. Clarence Thomas, annar frá vinstri í fremri röð, skrifaði álit meirihlutans í málinu. Sonia Sotomayor, lengst til hægri í fremri röð, skrifaði álit minnihlutans, þar sem ákvörðunin var sögð „öfugsnúin“ og „órökrétt.“Hæstiréttur Bandaríkjanna Ábyrgðin sé réttarins og einskis annars Með ákvörðuninni virðist rétturinn skipta nokkuð um þá stefnu sína að fylgja eigin fordæmum. Árið 2012 gekk Hæstaréttardómur í sambærilegu máli, þar sem niðurstaðan var sú að fangar ættu rétt á því að leita til alríkisdómstóla þegar sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hefði verið áfátt. Í minnihlutaáliti sínu sagði Sonia Sotomayor, sem skipuð var af Barack Obama, að ákvörðun meirihlutans væri órökrétt og sagði hana „öfugsnúna.“ Þá sagði hún að samkvæmt fordæmi réttarins sjálfs, sem þessi ákvörðun gengi gegn, væri ekki hægt að kenna föngum um, né refsa þeim fyrir, að lögmenn þeirra hafi ekki haldið uppi nógu góðum vörnum fyrir dómi. Þá sagði hún að með ákvörðuninni væri rétturinn til verjanda fyrir dómi, sem tryggður er í 6. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna, ekkert nema orðin tóm. Hér eftir ættu sakborningar sem ekki hefðu fengið nægilega góða vörn enga von. „Ábyrgðin á þessari hörmulegu niðurstöðu liggur ekki á herðum Bandaríkjaþings, heldur þessa réttar,“ skrifaði Sotomayor.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Dauðarefsingar Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Sjá meira