Ómar fór á kostum er Magdeburg setti aðra höndina á titilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 18:57 Ómar Ingi Magnússon var frábær í kvöld. Bruno de Carvalho/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Magdeburg er nú í kjörstöðu í baráttunni um þýska deildarmeistaratitilinn í handbolta eftir 18 marka stórsigur gegn TuS N-Lübbecke í kvöld, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins með átta mörk. Þrátt fyrir að lokatölurnar gefi það ekki til kynna þá var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Verðandi meistarar í Magdburg voru þó alltaf skrefinu framar og fóru með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 16-13. Liðið tók svo öll völd í síðari hálfleik og gjörsamlega keyrði yfir gestina. Í stöðunni 22-18 settu liðsmenn Magdeburg í fluggírinn og heimamenn skoruðu 16 mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna á lokakaflanum. Magdeburg vann því að lokum 18 marka sigur, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var sem fyrr segir markahæsti maður vallarins með átta mörk fyrir Magdeburg, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú. Magdeburg nálgast nú titilinn óðfluga, en liðið er með átta stiga forskot á toppnum þegar liðið á fjóra leiki eftir. Kiel situr í öðru sæti og á leik til góða og geta því mest fengið tíu stig í viðbót. HEIMSIEG mit ➕1️⃣8️⃣! Wir sichern uns die nächsten wichtigen Punkte im Nachholspiel gegen TuS N-Lübbecke mit einem 38:20 - Sieg! 🔥Spielbericht ➡️ https://t.co/tlcKPj4vjOTickets Heimspiel ➡️ https://t.co/TjYdt0Bknb#scmhuja 💚❤️📷 Franzi Gora pic.twitter.com/dVe06bEqNc— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 19, 2022 Ómar og Gísli voru þó ekki einu Íslendingarnir í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld, en Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er Lemgo vann fimm marka sigur gegn Íslendingaliði Melsungen, 23-18. Alexander Petersson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Melsungen. Þá þurftu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen að sætta sig við sex marka tap gegn Füchse Berlin, 37-31. Janus Daði skoraði fim mörk fyrir Göppingen og lagði upp önnur þrjú fyrir liðsfélaga sína. Að lokum máttu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Wetzlar, 28-24, en liðið þarf sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni. Þýski handboltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Þrátt fyrir að lokatölurnar gefi það ekki til kynna þá var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Verðandi meistarar í Magdburg voru þó alltaf skrefinu framar og fóru með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn í stöðunni 16-13. Liðið tók svo öll völd í síðari hálfleik og gjörsamlega keyrði yfir gestina. Í stöðunni 22-18 settu liðsmenn Magdeburg í fluggírinn og heimamenn skoruðu 16 mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna á lokakaflanum. Magdeburg vann því að lokum 18 marka sigur, 38-20. Ómar Ingi Magnússon var sem fyrr segir markahæsti maður vallarins með átta mörk fyrir Magdeburg, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú. Magdeburg nálgast nú titilinn óðfluga, en liðið er með átta stiga forskot á toppnum þegar liðið á fjóra leiki eftir. Kiel situr í öðru sæti og á leik til góða og geta því mest fengið tíu stig í viðbót. HEIMSIEG mit ➕1️⃣8️⃣! Wir sichern uns die nächsten wichtigen Punkte im Nachholspiel gegen TuS N-Lübbecke mit einem 38:20 - Sieg! 🔥Spielbericht ➡️ https://t.co/tlcKPj4vjOTickets Heimspiel ➡️ https://t.co/TjYdt0Bknb#scmhuja 💚❤️📷 Franzi Gora pic.twitter.com/dVe06bEqNc— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 19, 2022 Ómar og Gísli voru þó ekki einu Íslendingarnir í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld, en Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er Lemgo vann fimm marka sigur gegn Íslendingaliði Melsungen, 23-18. Alexander Petersson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Melsungen. Þá þurftu Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen að sætta sig við sex marka tap gegn Füchse Berlin, 37-31. Janus Daði skoraði fim mörk fyrir Göppingen og lagði upp önnur þrjú fyrir liðsfélaga sína. Að lokum máttu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Wetzlar, 28-24, en liðið þarf sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni.
Þýski handboltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira