Frankfurt er Evrópumeistari Atli Arason skrifar 18. maí 2022 21:49 Frankfurt er Evrópumeistari eftir vítaspyrnukeppni. Getty Images Eintracht Frankfurt er sigurvegari Europa Leauge árið 2022 eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Rangers. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Fyrri hálfleikur var markalaus en það var þó nóg um tækifæri og þá aðallega frá þýska liðinu. Daichi Kamada, leikmaður Frankfurt, slapp einn í gegnum vörn Rangers á 11. mínútu en Allan McGregor varði vel frá honum einn á einn. McGregor átti svo aðra frábæra markvörslu á 20. mínútu þegar Ansgar Knauff reynir að koma boltanum framhjá hinum fertuga skoska markverði, án árangurs. Joe Aribo fékk besta tækifæri Rangers um miðbik fyrri hálfleiks en marktilraun hans fór framhjá mark Frankfurt. Staðan var því markalaus í hálfleik en Frankfurt leiddi 11-2 í marktilraunum. Þegar síðari hálfleikurinn var sjö mínútna gamall vildu Þjóðverjarnir fá vítaspyrnu eftir að Rafael Borre féll inn í vítateig Rangers. Slavko Vincic, dómari leiksins hafði engan áhuga á því að dæma en var síðar sendur í skjáinn. Eftir smá umhugsun var Vincic harður á sínu og dæmdi ekkert. Leikmenn Frankfurt voru slegnir útaf laginu við þetta því á 57. mínútu skoraði Joe Aribo, leikmaður Rangers, fyrsta mark leiksins. Aribo nýtir sér þá mistök varnarmanna Frankfurt og kom boltanum í netið með skoti við enda vítateigsins. Aftur vildu leikmenn Frankfurt fá vítaspyrnu á 59. mínútu þegar boltinn virtist fara í hönd Aribo innan vítateigs Rangers en ekkert var dæmt. Þjóðverjarnir byrjuðu hægt og rólega að þjarma að Skotunum og það bar árangur á 69. mínútu þegar Rafael Borre var einn og óvaldaður innan vítateigs Rangers og náði að stýra boltanum í netið eftir fyrirgjöf Flip Kostic. Kostic var svo nálægt því að tryggja Frankfurt sigur á loka andartökum leiksins en skottilraun hans fer framhjá marki Rangers og því þurfti að framlengja. Bæði lið sóttu í framlengingu en án þess að ógna marki andstæðingsins að einhverju viti. Leikmenn Frankfurt báðu þó um enn eina vítaspyrnu á 112. mínútu en aftur hafði Vincic dómari engan áhuga á því að dæma brot innan teigs. Á 120. mínútu var það komið að Kevin Trapp, markverði Frankfurt, að sýna sig þegar hann neitaði Ryan Kent, leikmanni Rangers, sem var kominn í dauðafæri innan vítateigs Frankfurt. Eftir 120 mínútur var staðan því enn þá jöfn og vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá sigurvegara. Í vítaspyrnukeppninni sýndu leikmenn Frankfurt hvers vegna þeir vildu fá allar þessar vítaspyrnur í venjulegum leiktíma en þeir voru öruggir og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Aaron Ramsey varð skúrkur Rangers en Ramsey klúðraði fjórðu spyrnu liðsins. Frankfurt er því Evrópumeistarar 2022 eftir 5-4 sigur í vítaspyrnukeppni. Evrópudeild UEFA Þýskaland Þýski boltinn
Eintracht Frankfurt er sigurvegari Europa Leauge árið 2022 eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Rangers. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Fyrri hálfleikur var markalaus en það var þó nóg um tækifæri og þá aðallega frá þýska liðinu. Daichi Kamada, leikmaður Frankfurt, slapp einn í gegnum vörn Rangers á 11. mínútu en Allan McGregor varði vel frá honum einn á einn. McGregor átti svo aðra frábæra markvörslu á 20. mínútu þegar Ansgar Knauff reynir að koma boltanum framhjá hinum fertuga skoska markverði, án árangurs. Joe Aribo fékk besta tækifæri Rangers um miðbik fyrri hálfleiks en marktilraun hans fór framhjá mark Frankfurt. Staðan var því markalaus í hálfleik en Frankfurt leiddi 11-2 í marktilraunum. Þegar síðari hálfleikurinn var sjö mínútna gamall vildu Þjóðverjarnir fá vítaspyrnu eftir að Rafael Borre féll inn í vítateig Rangers. Slavko Vincic, dómari leiksins hafði engan áhuga á því að dæma en var síðar sendur í skjáinn. Eftir smá umhugsun var Vincic harður á sínu og dæmdi ekkert. Leikmenn Frankfurt voru slegnir útaf laginu við þetta því á 57. mínútu skoraði Joe Aribo, leikmaður Rangers, fyrsta mark leiksins. Aribo nýtir sér þá mistök varnarmanna Frankfurt og kom boltanum í netið með skoti við enda vítateigsins. Aftur vildu leikmenn Frankfurt fá vítaspyrnu á 59. mínútu þegar boltinn virtist fara í hönd Aribo innan vítateigs Rangers en ekkert var dæmt. Þjóðverjarnir byrjuðu hægt og rólega að þjarma að Skotunum og það bar árangur á 69. mínútu þegar Rafael Borre var einn og óvaldaður innan vítateigs Rangers og náði að stýra boltanum í netið eftir fyrirgjöf Flip Kostic. Kostic var svo nálægt því að tryggja Frankfurt sigur á loka andartökum leiksins en skottilraun hans fer framhjá marki Rangers og því þurfti að framlengja. Bæði lið sóttu í framlengingu en án þess að ógna marki andstæðingsins að einhverju viti. Leikmenn Frankfurt báðu þó um enn eina vítaspyrnu á 112. mínútu en aftur hafði Vincic dómari engan áhuga á því að dæma brot innan teigs. Á 120. mínútu var það komið að Kevin Trapp, markverði Frankfurt, að sýna sig þegar hann neitaði Ryan Kent, leikmanni Rangers, sem var kominn í dauðafæri innan vítateigs Frankfurt. Eftir 120 mínútur var staðan því enn þá jöfn og vítaspyrnukeppni þurfti til að útkljá sigurvegara. Í vítaspyrnukeppninni sýndu leikmenn Frankfurt hvers vegna þeir vildu fá allar þessar vítaspyrnur í venjulegum leiktíma en þeir voru öruggir og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum. Aaron Ramsey varð skúrkur Rangers en Ramsey klúðraði fjórðu spyrnu liðsins. Frankfurt er því Evrópumeistarar 2022 eftir 5-4 sigur í vítaspyrnukeppni.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti