„Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Árni Gísli Magnússon skrifar 14. maí 2022 17:31 Ágúst Jóhannsson var léttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. „Hún er bara mjög góð, ég er gríðarlega ánægður og stoltur af liðinu, mér fannst við spila frábæran handbolta hérna í dag og mér fannst svo sem leikurinn bara frábær, það sem munaði kannski mikið um núna er að við byrjuðum feykilega vel og náðum strax forustunni og létum hana aldrei af hendi og bara heildarbragurinn á liðinu góður,” sagði Ágúst nokkrum mínútum eftir leik. Valur komst í 4-0 í byrjun og hélt KA/Þór í góðri fjarlægð þangað til að 18 mínútur lifðu leiks þegar heimakonur minnkuðu muninn í eitt mark en Valskonur gáfu þá aftur í. „Það er ekkert óeðlilegt, þær koma þarna með áhlaup og auðvitað er KA/Þór bara feykilega öflugt, vel skipulagðar, vel þjálfaðar og erfitt að eiga við þær og erfitt hérna á þessum sterka heimavelli þeirra en við stóðumst pressuna og ég bara mjög ánægður með liðsheildina hjá okkur, það voru margar með framlag og við létum aldrei slá okkur útaf laginu þó þær væru að anda ofan í hálsmálið á okkur.” „Við spilum 6-0 og erum að mæta þeim svona og stíga aðeins á þær og náum að svona að stoppa Aldísi ágætlega og náum að halda Huldu niðri og Rut auðvitað alltaf erfið en skorar líka mikið úr vítum en við svona náum að spila þétt og fast á þær og það var gott”, bætti Ágúst við en varnarleikur Vals var til fyrirmyndar stóran lunga leiksins í dag. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í dag og skoraði átta mörk og þá endaði Lovísa Thompson með 7 mörk, þar af 2 úr vítum, það munar um minna. „Þetta eru mjög öflugar skyttur báðar tvær og þær hafa verið svolítið upp og niður svo sem eins og liðið í þessari seríu en þær sýndu styrk sinn í dag.” Ágúst er feginn að sleppa við spila fimmta leikinn í einvíginu en hefur þó töluvert meiri áhyggjur af úthaldi þjálfarateymisins en leikmannanna. „Ég hef kannski minnstar áhyggjur af leikmönnum, bara okkur þjálfarateyminu, við erum í engu standi í þennan fíflagang lengur en við erum núna að fara í úrslitaeinvígið og ég er búinn að þjálfa þetta lið í 5 ár og við höfum alltaf farið í úrslitaeinvígið og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig stelpurnar hafa staðið sig og það eru ákveðin forréttindi að fá að þjálfa svona öflugt lið en við erum ekkert hætt, okkur langar til þess að vinna þennan titil. Við erum í öðri sæti í deild og bikarmeistarar og Framararnir eru feykilega öflugar og hafa spilað gríðarlega vel, tóku ÍBV og rúlluðu þeim upp þannig að við þurfum að fara heim í hérað og vinna vel í okkar málum og hlaða batteríin og reyna koma sterk inn í fyrsta leikinn á föstudaginn.” „Því miður þá erum við að fara í flug þannig maður bara hendir sér niður á völl og svo bara eru kosningar framundan og ætli maður taki ekki lagið með Eurovision í kvöld, bara ferskur”, sagði Ágúst að lokum og glotti við tönn. Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Hún er bara mjög góð, ég er gríðarlega ánægður og stoltur af liðinu, mér fannst við spila frábæran handbolta hérna í dag og mér fannst svo sem leikurinn bara frábær, það sem munaði kannski mikið um núna er að við byrjuðum feykilega vel og náðum strax forustunni og létum hana aldrei af hendi og bara heildarbragurinn á liðinu góður,” sagði Ágúst nokkrum mínútum eftir leik. Valur komst í 4-0 í byrjun og hélt KA/Þór í góðri fjarlægð þangað til að 18 mínútur lifðu leiks þegar heimakonur minnkuðu muninn í eitt mark en Valskonur gáfu þá aftur í. „Það er ekkert óeðlilegt, þær koma þarna með áhlaup og auðvitað er KA/Þór bara feykilega öflugt, vel skipulagðar, vel þjálfaðar og erfitt að eiga við þær og erfitt hérna á þessum sterka heimavelli þeirra en við stóðumst pressuna og ég bara mjög ánægður með liðsheildina hjá okkur, það voru margar með framlag og við létum aldrei slá okkur útaf laginu þó þær væru að anda ofan í hálsmálið á okkur.” „Við spilum 6-0 og erum að mæta þeim svona og stíga aðeins á þær og náum að svona að stoppa Aldísi ágætlega og náum að halda Huldu niðri og Rut auðvitað alltaf erfið en skorar líka mikið úr vítum en við svona náum að spila þétt og fast á þær og það var gott”, bætti Ágúst við en varnarleikur Vals var til fyrirmyndar stóran lunga leiksins í dag. Thea Imani Sturludóttir átti stórleik í dag og skoraði átta mörk og þá endaði Lovísa Thompson með 7 mörk, þar af 2 úr vítum, það munar um minna. „Þetta eru mjög öflugar skyttur báðar tvær og þær hafa verið svolítið upp og niður svo sem eins og liðið í þessari seríu en þær sýndu styrk sinn í dag.” Ágúst er feginn að sleppa við spila fimmta leikinn í einvíginu en hefur þó töluvert meiri áhyggjur af úthaldi þjálfarateymisins en leikmannanna. „Ég hef kannski minnstar áhyggjur af leikmönnum, bara okkur þjálfarateyminu, við erum í engu standi í þennan fíflagang lengur en við erum núna að fara í úrslitaeinvígið og ég er búinn að þjálfa þetta lið í 5 ár og við höfum alltaf farið í úrslitaeinvígið og ég er gríðarlega stoltur af því hvernig stelpurnar hafa staðið sig og það eru ákveðin forréttindi að fá að þjálfa svona öflugt lið en við erum ekkert hætt, okkur langar til þess að vinna þennan titil. Við erum í öðri sæti í deild og bikarmeistarar og Framararnir eru feykilega öflugar og hafa spilað gríðarlega vel, tóku ÍBV og rúlluðu þeim upp þannig að við þurfum að fara heim í hérað og vinna vel í okkar málum og hlaða batteríin og reyna koma sterk inn í fyrsta leikinn á föstudaginn.” „Því miður þá erum við að fara í flug þannig maður bara hendir sér niður á völl og svo bara eru kosningar framundan og ætli maður taki ekki lagið með Eurovision í kvöld, bara ferskur”, sagði Ágúst að lokum og glotti við tönn.
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. 14. maí 2022 17:48