Kæru frambjóðendur Reykjavíkur Emma Íren Egilsdóttir skrifar 13. maí 2022 11:50 Það skýtur skökku við að hlusta á umræður frambjóðenda í Reykjavík í kosningabaráttunni. Þar er talað um að fjárfesta eigi í hverfum borgarinnar, ég hef ekki séð að undanfarin ár hafi Kjalarnesið, og þá sérstaklega dreifbýlið nokkru máli skipt í aðgerðum borgarinnar. Það á að þétta byggð í Reykjavík, við þekkjum öll hugtakið „þétting byggðar“, en það liggur þó fyrir að Kjalnesingar fá ekki að njóta þeirrar þéttingar. Það svæði sem hefur hvað mest svigrúm fyrir uppbyggingu er Kjalarnes, og hefur í lengri tíma, en það á samt ekki að horfa til þessa svæðis. Það er undarlegt að á sama tíma og rætt er um lóðaskort í Reykjavík og hækkun verðs á húsnæðismarkaði er íbúum á Kjalarnesi meinað að byggja upp sitt land. Það eru fjölskyldur sem búa hér, fjölskyldur sem myndu gjarnan vilja halda áfram að búa á sínu landsvæði en til þess að fjölskyldur geti áfram búið á sínu landi þarf að fjölga íbúðarhúsum á landinu, það gefur auga leið, ekki satt? En það virðist vera svo að lóðaskorturinn sem við öll erum vitni af sé ekki svo mikill að einstaklingum sé leyft að byggja upp sitt land. Það er talað um fjölbreytta kosti til þess að allir fái að njóta sín óháð því hvar einstaklingur kýs að búa innan Reykjavíkur, það er hins vegar ekki sú reynsla sem íbúar dreifbýlis hafa af því að búa í Reykjavík, eins og fram hefur komið á fundum með íbúum svæðisins. Ljóst er að þær hindranir sem við mætum eru hindranir sem við komum til með að halda áfram að mæta og hyggst borgarstjórn ekki hafa í áætlunum sínum að greiða úr. Það eru að verða komin tuttugu og fjögur ár síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum, það er algjörlega ljóst eftir þessi tuttugu og fjögur ár að borgarstjórn vill ekki byggja Kjalarnesið upp, þrátt fyrir mikið landsvæði og skýran vilja íbúa. Það er í raun bara fyndið að hlusta á borgarstjórn koma með sömu loforð ár eftir ár og því spyr ég, ætli menn komi enn og aftur með sömu ræðu að fjórum árum liðnum? Það er alveg ljóst að þeir Kjalnesingar sem búa í dreifbýli eru í þessum kosningum eins og áður að fá enn einu blautu tuskuna í andlitið. Viðmótið gagnvart okkur sem búum í dreifbýli er með ólíkindum, ég er Reykvíkingur hvort sem mér og/eða öðrum líkar það betur eða verr. Höfundur er háskólanemi og íbúi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það skýtur skökku við að hlusta á umræður frambjóðenda í Reykjavík í kosningabaráttunni. Þar er talað um að fjárfesta eigi í hverfum borgarinnar, ég hef ekki séð að undanfarin ár hafi Kjalarnesið, og þá sérstaklega dreifbýlið nokkru máli skipt í aðgerðum borgarinnar. Það á að þétta byggð í Reykjavík, við þekkjum öll hugtakið „þétting byggðar“, en það liggur þó fyrir að Kjalnesingar fá ekki að njóta þeirrar þéttingar. Það svæði sem hefur hvað mest svigrúm fyrir uppbyggingu er Kjalarnes, og hefur í lengri tíma, en það á samt ekki að horfa til þessa svæðis. Það er undarlegt að á sama tíma og rætt er um lóðaskort í Reykjavík og hækkun verðs á húsnæðismarkaði er íbúum á Kjalarnesi meinað að byggja upp sitt land. Það eru fjölskyldur sem búa hér, fjölskyldur sem myndu gjarnan vilja halda áfram að búa á sínu landsvæði en til þess að fjölskyldur geti áfram búið á sínu landi þarf að fjölga íbúðarhúsum á landinu, það gefur auga leið, ekki satt? En það virðist vera svo að lóðaskorturinn sem við öll erum vitni af sé ekki svo mikill að einstaklingum sé leyft að byggja upp sitt land. Það er talað um fjölbreytta kosti til þess að allir fái að njóta sín óháð því hvar einstaklingur kýs að búa innan Reykjavíkur, það er hins vegar ekki sú reynsla sem íbúar dreifbýlis hafa af því að búa í Reykjavík, eins og fram hefur komið á fundum með íbúum svæðisins. Ljóst er að þær hindranir sem við mætum eru hindranir sem við komum til með að halda áfram að mæta og hyggst borgarstjórn ekki hafa í áætlunum sínum að greiða úr. Það eru að verða komin tuttugu og fjögur ár síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum, það er algjörlega ljóst eftir þessi tuttugu og fjögur ár að borgarstjórn vill ekki byggja Kjalarnesið upp, þrátt fyrir mikið landsvæði og skýran vilja íbúa. Það er í raun bara fyndið að hlusta á borgarstjórn koma með sömu loforð ár eftir ár og því spyr ég, ætli menn komi enn og aftur með sömu ræðu að fjórum árum liðnum? Það er alveg ljóst að þeir Kjalnesingar sem búa í dreifbýli eru í þessum kosningum eins og áður að fá enn einu blautu tuskuna í andlitið. Viðmótið gagnvart okkur sem búum í dreifbýli er með ólíkindum, ég er Reykvíkingur hvort sem mér og/eða öðrum líkar það betur eða verr. Höfundur er háskólanemi og íbúi Reykjavíkur.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun