Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2022 21:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með stigin en vildi meira Vísir/Hulda Margrét Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin. Arnar var spurður fyrst að því hvað hans menn gætu verið ánægðir með úr leiknum í kvöld. „Fyrri hálfleikur var góður en þetta var alls ekki nægjanlegag heilsteypt frammistaða í 90 mínútur. Á köflum þá náðum við að klára verkefnið með því að gera þrjú góð mörk en ef ég má vera gráðugur þá frammistaðan í heild ekki nægjanlega sterk. Við vorum of sloppy og mér fannst við finna fyrir því að hafa spilað einum leik fleira en flest lið í deildinni og menn voru hálf þungir og þreyttir og voru að spara sig í seinni hálfleik. Það var klaufalegt að fá á sig þetta mark. Fram er vel spilandi lið þegar sá gállinn er á þeim og létu okkur hafa fyrir hlutunum en ég er klárlega sáttur með sigurinn en heilt yfir var frammistaðan ekki nægjanlega góð.“ Eins og Arnar kom inn á þá duttu hans menn niður og var hann spurður að því hvort það væri hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það verandi 3-0 yfir og með góð tök á leiknum. „Nei, maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira og meira. Stundum gleymir maður sér í hita leiksins og strákarnir eru bara mannlegir og það eru smá þyngsli í mönnum. Við vorum að reyna að hressa liðið við og það er mjög gott að fá Pablo [Punyed] inn í þetta og gefa honum 25 mínútur. Við reyndum að hreyfa við liðinu og gefa mönnum mínútur þannig að menn verða klárir í stórleikinn á mánudaginn. 4-1 sigur á heimavelli er alltaf mjög gott, ekki misskilja mig en heilt yfir hefðum við átt að klára leikinn aðeins betur.“ Þegar Fram minnkaði muninn í 3-1 um miðbik seinni hálfleiks var Arnar klár með fjórfalda skiptingu og var hann spurður út í það hvort einhver vafi hafi komið í hann með að gera skiptinguna. „Það var, eins og öll hin mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar, ótrúlega klaufalegt mark að fá á okkur. Varnarleikur fyrir mér er bara einbeiting ekki bara frá markmanni eða varnarmönnum heldur frá öllu liðinu. Við höfðum mikið af þessari einbeitingu í fyrra, út af ákveðnum karakterum eins og allir vita hverjir voru og eru. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu í sumar þá verðum við að ná þessum fókus aftur að verja markið. Hingað til hefur þetta ekki verið gott varnarlega, í smáatriðunum, en skóknarlega er flæðið í leik liðsins mjög gott.“ Að lokum var Arnar spurður að því afhverju Víkingur fái ekki víti dæmd fyrir sig en Axel Freyr Harðarson hefði klárlega átt að fá víti á 74. mínútu þegar honum var hrint inn í teig. Arnar hló í nokkrar sekúndur áður en hann gat borið upp svar við spurningunni. „Þetta er tvíeggja sverð að svara þessu. Ég veit það ekki. 4-1 og ég hefði tekið nettan trylling ef staðan hefði verið 0-0. Þeir fá eitt tækifæri í viðbót annars tryllist ég.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Arnar var spurður fyrst að því hvað hans menn gætu verið ánægðir með úr leiknum í kvöld. „Fyrri hálfleikur var góður en þetta var alls ekki nægjanlegag heilsteypt frammistaða í 90 mínútur. Á köflum þá náðum við að klára verkefnið með því að gera þrjú góð mörk en ef ég má vera gráðugur þá frammistaðan í heild ekki nægjanlega sterk. Við vorum of sloppy og mér fannst við finna fyrir því að hafa spilað einum leik fleira en flest lið í deildinni og menn voru hálf þungir og þreyttir og voru að spara sig í seinni hálfleik. Það var klaufalegt að fá á sig þetta mark. Fram er vel spilandi lið þegar sá gállinn er á þeim og létu okkur hafa fyrir hlutunum en ég er klárlega sáttur með sigurinn en heilt yfir var frammistaðan ekki nægjanlega góð.“ Eins og Arnar kom inn á þá duttu hans menn niður og var hann spurður að því hvort það væri hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það verandi 3-0 yfir og með góð tök á leiknum. „Nei, maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira og meira. Stundum gleymir maður sér í hita leiksins og strákarnir eru bara mannlegir og það eru smá þyngsli í mönnum. Við vorum að reyna að hressa liðið við og það er mjög gott að fá Pablo [Punyed] inn í þetta og gefa honum 25 mínútur. Við reyndum að hreyfa við liðinu og gefa mönnum mínútur þannig að menn verða klárir í stórleikinn á mánudaginn. 4-1 sigur á heimavelli er alltaf mjög gott, ekki misskilja mig en heilt yfir hefðum við átt að klára leikinn aðeins betur.“ Þegar Fram minnkaði muninn í 3-1 um miðbik seinni hálfleiks var Arnar klár með fjórfalda skiptingu og var hann spurður út í það hvort einhver vafi hafi komið í hann með að gera skiptinguna. „Það var, eins og öll hin mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar, ótrúlega klaufalegt mark að fá á okkur. Varnarleikur fyrir mér er bara einbeiting ekki bara frá markmanni eða varnarmönnum heldur frá öllu liðinu. Við höfðum mikið af þessari einbeitingu í fyrra, út af ákveðnum karakterum eins og allir vita hverjir voru og eru. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu í sumar þá verðum við að ná þessum fókus aftur að verja markið. Hingað til hefur þetta ekki verið gott varnarlega, í smáatriðunum, en skóknarlega er flæðið í leik liðsins mjög gott.“ Að lokum var Arnar spurður að því afhverju Víkingur fái ekki víti dæmd fyrir sig en Axel Freyr Harðarson hefði klárlega átt að fá víti á 74. mínútu þegar honum var hrint inn í teig. Arnar hló í nokkrar sekúndur áður en hann gat borið upp svar við spurningunni. „Þetta er tvíeggja sverð að svara þessu. Ég veit það ekki. 4-1 og ég hefði tekið nettan trylling ef staðan hefði verið 0-0. Þeir fá eitt tækifæri í viðbót annars tryllist ég.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20