El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 10:43 Tilraun Nayibs Bukele, forseta El Salvador, um að gera rafmynt að opinberum gjaldmiðli virðist hafa beðið skipbrot. Vísir/EPA Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. Virði bitcoin hefur hrunið um fimmtíu prósent frá því að það stóð sem hæst. Ástæðan er meðal annars óvissa vegna stríðsins í Úkraínu, vaxandi verðbólga víða og ákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna um að hækka stýrivexti. Að sama skapi hafa ríkisskuldabréf El Salvador fallið í verði. Þau seljast nú á aðeins 40% af upphaflegu verðmæti sínu, að því er segir í spænska blaðinu El País. Fjárfestar eru sagðir byrjaðir að efast um að ríkið nái endum saman á næsta skuldadaga í janúar. Nayib Bukele, forseti El Salvador, lét varúðarorð matsfyrirtækja um óstöðugleika rafmynta sem vind um eyru þjóta þegar hann tilkynnti að landið yrði það fyrsta í heimi til að taka bitcoin upp sem lögmætan gjaldmiðil í september. Forsetinn hefur setið fastur við sinn keip þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem gæti hjálpað stjórn hans að greiða af erlendum skuldum sínum á næsta ári, hafi hvatt hann til að snúa ákvörðun sinni um bitcoin við. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa þegar lækkað lánshæfiseinkunn El Salvador og sett landið í ruslflokk. Einræðistilburðir og mannréttindabrot Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði frá því að hann var kjörinn forseti árið 2019. Þegar þingið neitaði að fjármagna tillögur hans í öryggismálum lét hann þungvopnaða hermenn sitja um þinghúsið. Þá hefur hann grafið undan fjölmiðlum og mannréttindasamtökum. Að undanförnu hefur stjórn Bukele farið mikinn gegn glæpagengjum sem eru landlæg í El Salvador. Fleiri en 24.000 manns hafa verið handteknir frá því í mars. Mannréttindasamtök segja að hundruð tilkynninga um brot á réttindum hafi borist. Þau segja margar handtökurnar handahófskenndar og ungir menn séu handteknir aðeins vegna þess hvernig þeir líta út og hvar þeir búa, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög hafa verið í gildi frá því í vor sem takmarka meðal annars samkomufrelsi og svipta þá sem eru handteknir réttinum til þess að vera upplýstir um réttindi sín og til að fá lögmann. Á sama tíma hefur Bukele fyllt samfélagsmiðlasíður sínar með myndum af handjárnuðum og blóðugum félögum í glæpagengjum og tekið út reiði sína á mannréttindasamtökum sem gagnrýna aðfarirnar. Rafmyntir El Salvador Tengdar fréttir Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Virði bitcoin hefur hrunið um fimmtíu prósent frá því að það stóð sem hæst. Ástæðan er meðal annars óvissa vegna stríðsins í Úkraínu, vaxandi verðbólga víða og ákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna um að hækka stýrivexti. Að sama skapi hafa ríkisskuldabréf El Salvador fallið í verði. Þau seljast nú á aðeins 40% af upphaflegu verðmæti sínu, að því er segir í spænska blaðinu El País. Fjárfestar eru sagðir byrjaðir að efast um að ríkið nái endum saman á næsta skuldadaga í janúar. Nayib Bukele, forseti El Salvador, lét varúðarorð matsfyrirtækja um óstöðugleika rafmynta sem vind um eyru þjóta þegar hann tilkynnti að landið yrði það fyrsta í heimi til að taka bitcoin upp sem lögmætan gjaldmiðil í september. Forsetinn hefur setið fastur við sinn keip þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem gæti hjálpað stjórn hans að greiða af erlendum skuldum sínum á næsta ári, hafi hvatt hann til að snúa ákvörðun sinni um bitcoin við. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa þegar lækkað lánshæfiseinkunn El Salvador og sett landið í ruslflokk. Einræðistilburðir og mannréttindabrot Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði frá því að hann var kjörinn forseti árið 2019. Þegar þingið neitaði að fjármagna tillögur hans í öryggismálum lét hann þungvopnaða hermenn sitja um þinghúsið. Þá hefur hann grafið undan fjölmiðlum og mannréttindasamtökum. Að undanförnu hefur stjórn Bukele farið mikinn gegn glæpagengjum sem eru landlæg í El Salvador. Fleiri en 24.000 manns hafa verið handteknir frá því í mars. Mannréttindasamtök segja að hundruð tilkynninga um brot á réttindum hafi borist. Þau segja margar handtökurnar handahófskenndar og ungir menn séu handteknir aðeins vegna þess hvernig þeir líta út og hvar þeir búa, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög hafa verið í gildi frá því í vor sem takmarka meðal annars samkomufrelsi og svipta þá sem eru handteknir réttinum til þess að vera upplýstir um réttindi sín og til að fá lögmann. Á sama tíma hefur Bukele fyllt samfélagsmiðlasíður sínar með myndum af handjárnuðum og blóðugum félögum í glæpagengjum og tekið út reiði sína á mannréttindasamtökum sem gagnrýna aðfarirnar.
Rafmyntir El Salvador Tengdar fréttir Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42