Mikilvægar kosningar Bryndís Haraldsdóttir skrifar 11. maí 2022 18:00 Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli. Þess vegna er mikilvægt að mæta á kjörstað á laugardaginn, vanda valið og kjósa þann flokk sem þið treystið best fyrir því að reka þjónustueininguna ykkar, samfélagið sem þið búið í. Skólamál Leik- og grunnskólar eru á ábyrgð sveitarfélaga og sú þjónusta skiptir fjölskyldur og samfélagið allt miklu máli. Það hvernig búið er að börnunum okkar, tækifæri þeirra til náms og leiks, er líklega það sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíð okkar allra og sveitarfélögin spila þar risastórt hlutverk. Umhverfis og skipulagsmál Hvernig hverfin okkar eru skipulögð, fyrirkomulag gatna og lóða, vegalengdir og samgöngumöguleikar til og frá vinnu. Aðgengi okkar að náttúru og útivistarmöguleikum. Umhverfismál eins og sorpmál, flokkun og önnur þjónusta við okkur sem viljum leggja okkar af mörkum í umhverfismálum. Lýðheilsa Það er óumdeilt að fjármunum sem varið er til að efla lýðheilsu er sparnaður í heilbrigðiskerfinu til framtíðar og heilsuefling, forvarnir og góð heilbrigðisþjónusta er algjört lykilatriði. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögum hefur fólk á öllum aldri tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði og líðan. Þannig eiga sveitarfélög að skapa aðstæður í samfélaginu sem auðvelda fólki að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Auk þessa er þjónusta við fatlað fólk, félagsþjónusta, þjónusta við börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning mikilvæg. Þetta og meira til eru allt málefni sem kosið er um á laugardaginn. Til að hægt sé að veita góða þjónustu þarf aga og forgangsröðun í rekstri. Með öðrum orðum það er ekki nóg að lofa bara og lofa, það þarf að sýna fram á að hægt sé að standa við stóru loforðin. Traust og ábyrg fjárhagsstjórn Þó að kennitölur og rekstrarniðurstaða sé oft minnst spennandi umræðuefni fyrir kosningar þá er það engu að síður það sem mestu máli skiptir. Enda ljóst að sveitarfélag hefur meira svigrúm til að bæta þjónustu og draga úr skattheimtu ef það er vel rekið og fjárhagurinn traustur. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru stór á landsvísu og ættu að hafa traustan rekstrargrunn. Staðan er þó mjög misjöfn í þeim. Í höfuðborginni er reksturinn í járnum og veltufé frá rekstri með því lægsta þegar borin eru saman stærri sveitarfélög á landinu. Veltufé frá rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, nam um 370 milljónum á síðasta ári. Það er verri niðurstaða en í tilfelli Mosfellsbæjar sem er með tífalt minni tekjur svo dæmi sé tekið. Þegar veltufé frá rekstri er sett í samhengi við rekstrartekjur fæst mælikvarði á getu sveitarfélaga til að viðhalda eignum og fjárfesta. Hlutfallið hefur dregist umtalsvert saman hjá Reykjavíkurborg á síðustu árum. Rekstrarniðurstaða nágrannasveitarfélaganna er betri en hjá Reykjavíkurborg. Þegar svo horft er til ánægju íbúa er áberandi hvað íbúar í nágrannasveitarfélögunum eru almennt ánægðir með sitt sveitarfélag en sömu sögu er ekki að segja úr Reykjavík. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að minna á að í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, er Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Ég hvet þig kjósandi góður til að fara á kjörstað á laugardaginn og kjósa þá sem þú treystir best til að leiða þitt sveitarfélag. Reynslan sínir að það að setja X við D – skilar traustum og góðum rekstri þar sem bæjarbúar eru ánægðir og stoltir af sínu sveitarfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun