Reykjavík – framsækin menningarborg Birna Hafstein skrifar 11. maí 2022 10:31 Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun