Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur Einar Kárason skrifar 10. maí 2022 21:47 ÍBV er á leið í úrslitaeinvígi gegn Val. Vísir/Hulda Margrét ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. Það var allt undir þegar Eyjamenn tóku á móti Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Með sigri gátu heimamenn tryggt sig áfram en Hafnfirðingar gátu tryggt sér oddaleik á Ásvöllum með jákvæðum úrslitum í Vestmannaeyjum í kvöld. Það kom fáum á óvart þegar liðin skiptust á að koma boltanum í netið enda flestir búist við jöfnum leik. Mikil harka einkenndi fyrri hálfleikinn en samanlagt voru sjö tveggja mínútna brottvísanir á fyrstu þrjátíu mínútunum, þrjár á ÍBV og fjórar á Hauka. Það var ekki fyrr en eftir rúmlega tuttugu mínútna leik að annað liðið náði meira en eins marks forskoti þegar Haukar komust tveimur mörkum yfir í stöðunni 11-13. Heimamenn jöfnuðu leikinn hinsvegar hið snarasta og voru lokamínútur fyrri hálfleiks nákvæmlega eins og hálfleikurinn hafði spilast. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik voru heimamenn með eins marks forskot, 17-16. ÍBV hóf síðari hálfleikinn á snarpri sókn og komust tveimur mörkum yfir áður en Haukar minnkuðu muninn sekúndum síðar. Í kortunum var jafn og spennandi síðari hálfleikur en það átti eftir að breytast. Eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Eyjamenn aukið forskot sitt í fimm mörk, 24-19, og Hafnfirðingar í tómum vandræðum. Vel skipulögð vörn ÍBV í bland við fínan sóknarleik gaf fá færi á sér og áttu gestirnir erfitt með að saxa á forskot heimaliðsins. Undir lok leiks gerðu Haukar áhlaup og skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk. Þessi árás kveikti á Eyjamönnum sem skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins og unnu þar með sannfærandi sjö marka sigur, 34-27. Af hverju vann ÍBV? Það var spurning hvernig Eyjamenn myndu bregðast við eftir tapið í þriðja leik liðanna. Það var hins vegar ekki að sjá nein merki um stress hjá þeim hvítklæddu sem keyrðu yfir Haukana í síðari hálfleiknum. ÍBV nýtti hópinn vel og þeir sem komu inn skiluðu allflestir góðu dagsverki. Hverjir stóðu upp úr? Ásgeir Snær Vignisson var virkilega flottur í síðari hálfleiknum og var drjúgur fyrir Eyjaliðið ásamt Arnóri Viðarssyni. Gerðu þeir báðir fimm mörk en þeim næstir voru Elmar Erlingsson og Kári Kristján Kristjánsson með fjögur. Í liði Haukanna var Stefán Rafn Sigurmannsson atkvæðamestur með fimm mörk en Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Adam Haukur Baumruk og Tjörvi Þorgeirsson komu allir boltanum fjórum sinnum í netið. Stefán Huldar Stefánsson átti fínan leik í markrammanum með tólf bolta varða, marga af þeim úr dauðafærum Eyjamanna. Hvað gekk illa? Hafnfirðingar virkuðu þreyttir í síðari hálfleiknum og voru orðnir örvæntingafullir undir lok leiks þar sem þeir skoruðu ekki mark síðustu fimm mínúturnar á meðan ÍBV gerði út um leikinn. Hvað gerist næst? ÍBV fer í úrslitaeinvígi gegn Valsmönnum en Haukar eru úr leik. Ásgeir: það gekk allt upp sem við æfðum Ásgeir Snær Vignisson, leikmaður ÍBV.Mynd/Fésbókarsíða handboltans í Eyjum „Það var frábært að klára þetta í Vestmannaeyjum,” sagði Ásgeir Snær Vignisson, stórskytta Eyjamanna, eftir leik. „Við spiluðum ofboðslega vel í sextíu mínútur. Þetta var flott frammistaða hjá okkur öllum.” „Þetta var alls ekki auðvelt. Haukarnir eru með frábært lið og eru stórir og sterkir. Þetta var alltaf að fara að vera bras en við spiluðum vel. Við vorum búnir að fara vel yfir þeirra leik og það gekk allt upp sem við æfðum. Við lögðum upp með að þeir væru þreyttari en við og það næstum sýnir sig. Svo var það bara að halda áfram þessari Eyjageðveiki.” „Við erum með fulla stúku af Eyjamönnum sem gerir þetta auðveldara. Það er frábært að sjá fólkið mæta og fylla húsið.” Aron: Tímabil sem við munum læra af Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var svekktur með tapið í kvöld eftir góðan leik á Ásvöllum í þriðja leik. „Við spiluðum þokkalegan sóknarleik í fyrri hálfleik og börðumst fyrir þessu. Við vorum kannski ekki nægilega þéttir varnarlega og ÍBV skorar einhver sautján mörk. Í seinni hálfleik fer að fjara undan okkur. Við gerum mistök sóknarlega og fáum hraðaupphlaup í bakið.“ „Við byrjum seinni hálfleikinn illa varnarlega og þeir ná upp fínu forskoti áður en við náum smá tökum og eigum möguleika á að minnka forskot þeirra í tvö mörk. Þá er nóg eftir en við förum illa með það tækifæri og missum leikinn eftir það. ÍBV var betra liðið í dag.” Var komin þreyta í mannskapinn? „Það getur vel verið. Leikurinn endar með sjö marka mun þar sem við erum að taka miklar áhættur undir lokin. Þetta hefðu sennilega ekki orðið sjö mörk ef við hefðum spilað eðlilega út leikinn. Við tökum fleiri áhættur og þrýstum meira á sóknarleikinn en fáum mörk í bakið.” „Þetta er tímabil sem við munum læra af. Við vorum næstum búnir að vinna deild og vorum að berjast mikið við sjálfa okkur. Þetta var leiktímabil þar sem margir eru búnir að vera inn og út vegna meiðsla og ég búinn að vera mikið í burtu og svo framvegis. Í staðinn eru yngri leikmenn að fá mikilvægar mínútur í sinni fyrstu alvöru úrslitakeppni. Menn þurf að sleikja sárin og eftir smá hvíld byrja menn að æfa af krafti með nýjum þjálfara og stefna að því að koma virkilega sterkir inn næst og vinna eitthvað.” Olís-deild karla ÍBV Haukar
ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. Það var allt undir þegar Eyjamenn tóku á móti Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Með sigri gátu heimamenn tryggt sig áfram en Hafnfirðingar gátu tryggt sér oddaleik á Ásvöllum með jákvæðum úrslitum í Vestmannaeyjum í kvöld. Það kom fáum á óvart þegar liðin skiptust á að koma boltanum í netið enda flestir búist við jöfnum leik. Mikil harka einkenndi fyrri hálfleikinn en samanlagt voru sjö tveggja mínútna brottvísanir á fyrstu þrjátíu mínútunum, þrjár á ÍBV og fjórar á Hauka. Það var ekki fyrr en eftir rúmlega tuttugu mínútna leik að annað liðið náði meira en eins marks forskoti þegar Haukar komust tveimur mörkum yfir í stöðunni 11-13. Heimamenn jöfnuðu leikinn hinsvegar hið snarasta og voru lokamínútur fyrri hálfleiks nákvæmlega eins og hálfleikurinn hafði spilast. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik voru heimamenn með eins marks forskot, 17-16. ÍBV hóf síðari hálfleikinn á snarpri sókn og komust tveimur mörkum yfir áður en Haukar minnkuðu muninn sekúndum síðar. Í kortunum var jafn og spennandi síðari hálfleikur en það átti eftir að breytast. Eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik höfðu Eyjamenn aukið forskot sitt í fimm mörk, 24-19, og Hafnfirðingar í tómum vandræðum. Vel skipulögð vörn ÍBV í bland við fínan sóknarleik gaf fá færi á sér og áttu gestirnir erfitt með að saxa á forskot heimaliðsins. Undir lok leiks gerðu Haukar áhlaup og skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk. Þessi árás kveikti á Eyjamönnum sem skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins og unnu þar með sannfærandi sjö marka sigur, 34-27. Af hverju vann ÍBV? Það var spurning hvernig Eyjamenn myndu bregðast við eftir tapið í þriðja leik liðanna. Það var hins vegar ekki að sjá nein merki um stress hjá þeim hvítklæddu sem keyrðu yfir Haukana í síðari hálfleiknum. ÍBV nýtti hópinn vel og þeir sem komu inn skiluðu allflestir góðu dagsverki. Hverjir stóðu upp úr? Ásgeir Snær Vignisson var virkilega flottur í síðari hálfleiknum og var drjúgur fyrir Eyjaliðið ásamt Arnóri Viðarssyni. Gerðu þeir báðir fimm mörk en þeim næstir voru Elmar Erlingsson og Kári Kristján Kristjánsson með fjögur. Í liði Haukanna var Stefán Rafn Sigurmannsson atkvæðamestur með fimm mörk en Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Adam Haukur Baumruk og Tjörvi Þorgeirsson komu allir boltanum fjórum sinnum í netið. Stefán Huldar Stefánsson átti fínan leik í markrammanum með tólf bolta varða, marga af þeim úr dauðafærum Eyjamanna. Hvað gekk illa? Hafnfirðingar virkuðu þreyttir í síðari hálfleiknum og voru orðnir örvæntingafullir undir lok leiks þar sem þeir skoruðu ekki mark síðustu fimm mínúturnar á meðan ÍBV gerði út um leikinn. Hvað gerist næst? ÍBV fer í úrslitaeinvígi gegn Valsmönnum en Haukar eru úr leik. Ásgeir: það gekk allt upp sem við æfðum Ásgeir Snær Vignisson, leikmaður ÍBV.Mynd/Fésbókarsíða handboltans í Eyjum „Það var frábært að klára þetta í Vestmannaeyjum,” sagði Ásgeir Snær Vignisson, stórskytta Eyjamanna, eftir leik. „Við spiluðum ofboðslega vel í sextíu mínútur. Þetta var flott frammistaða hjá okkur öllum.” „Þetta var alls ekki auðvelt. Haukarnir eru með frábært lið og eru stórir og sterkir. Þetta var alltaf að fara að vera bras en við spiluðum vel. Við vorum búnir að fara vel yfir þeirra leik og það gekk allt upp sem við æfðum. Við lögðum upp með að þeir væru þreyttari en við og það næstum sýnir sig. Svo var það bara að halda áfram þessari Eyjageðveiki.” „Við erum með fulla stúku af Eyjamönnum sem gerir þetta auðveldara. Það er frábært að sjá fólkið mæta og fylla húsið.” Aron: Tímabil sem við munum læra af Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var svekktur með tapið í kvöld eftir góðan leik á Ásvöllum í þriðja leik. „Við spiluðum þokkalegan sóknarleik í fyrri hálfleik og börðumst fyrir þessu. Við vorum kannski ekki nægilega þéttir varnarlega og ÍBV skorar einhver sautján mörk. Í seinni hálfleik fer að fjara undan okkur. Við gerum mistök sóknarlega og fáum hraðaupphlaup í bakið.“ „Við byrjum seinni hálfleikinn illa varnarlega og þeir ná upp fínu forskoti áður en við náum smá tökum og eigum möguleika á að minnka forskot þeirra í tvö mörk. Þá er nóg eftir en við förum illa með það tækifæri og missum leikinn eftir það. ÍBV var betra liðið í dag.” Var komin þreyta í mannskapinn? „Það getur vel verið. Leikurinn endar með sjö marka mun þar sem við erum að taka miklar áhættur undir lokin. Þetta hefðu sennilega ekki orðið sjö mörk ef við hefðum spilað eðlilega út leikinn. Við tökum fleiri áhættur og þrýstum meira á sóknarleikinn en fáum mörk í bakið.” „Þetta er tímabil sem við munum læra af. Við vorum næstum búnir að vinna deild og vorum að berjast mikið við sjálfa okkur. Þetta var leiktímabil þar sem margir eru búnir að vera inn og út vegna meiðsla og ég búinn að vera mikið í burtu og svo framvegis. Í staðinn eru yngri leikmenn að fá mikilvægar mínútur í sinni fyrstu alvöru úrslitakeppni. Menn þurf að sleikja sárin og eftir smá hvíld byrja menn að æfa af krafti með nýjum þjálfara og stefna að því að koma virkilega sterkir inn næst og vinna eitthvað.”
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti