Í bann hjá KSÍ í sex mánuði vegna fölsunar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 08:31 Víkingur Ólafsvík þarf að greiða samtals 160.000 krónur í sekt fyrir að falsa leikskýrslu. vísir/twitter-síða Víkings Ó. Víkingur Ólafsvík þarf að greiða 160.000 króna sekt og Kristján Björn Ríkharðsson að sæta sex mánaða banni frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands vegna fölsunar á leikskýrslu. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem birt var í gær. Knattspyrnudeild ÍR kærði Víkinga fyrir að nota ólöglegan leikmann þegar liðin mættust 26. mars í B-deild Lengjubikars karla. Víkingar viðurkenndu brot sitt en sögðust hafa fengið samþykki ÍR-inga fyrir fram fyrir því að ekki yrðu gerðar athugasemdir við það, þar sem að úrslit leiksins hefðu ekki haft nein teljandi áhrif á keppnina. Skoraði í leiknum Um var að ræða erlendan leikmann, sem ekki er nefndur á nafn í kærunni, sem ekki var kominn með íslenska kennitölu en lék í treyju númer 11 í leiknum. Kristófer Daði Kristjánsson var skráður með það númer á leikskýrslu en tók engan þátt í leiknum. Vildu Víkingar, sem leika undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfarans Guðjóns Þórðarsonar, að erlendi leikmaðurinn næði að spila með liðinu áður en að tímabilið hæfist í 2. deild. Leikmaðurinn gerði það og skoraði í 2-1 sigri Víkinga í leiknum. ÍR-ingum hefur hins vegar nú verið úrskurðaður 3-0 sigur. Þar að auki hlaut fyrrnefndur Kristján Björn refsingu. Hann var skráður í liðsstjórn Víkings í leiknum og álitinn bera ábyrgð á fölsun leikskýrslunnar enda kvittaði hann undir skýrsluna. Svipað atvik kom upp í mars þegar Haukar fölsuðu leikskýrslu fyrir leik gegn ÍH en þá var stjórnarmaður Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum. Þar sem að Kristján Björn er ekki í stjórn Víkings var hann ekki úrskurðaður í bann frá stjórnunarstörfum heldur í sex mánaða keppnisbann. Hin breyttu úrslit þýða að ÍR vann alla leiki sína í 1. riðli B-deildar Lengjubikarsins og endaði með 15 stig en með því að vera úrskurðað tap endaði Víkingur í 6. og neðsta sæti með 4 stig. Úrslitin breyta því ekki að ÍR komst í úrslitaleik B-deildarinnar en tapaði þar fyrir Njarðvík eftir vítaspyrnukeppni. Íslenski boltinn KSÍ Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem birt var í gær. Knattspyrnudeild ÍR kærði Víkinga fyrir að nota ólöglegan leikmann þegar liðin mættust 26. mars í B-deild Lengjubikars karla. Víkingar viðurkenndu brot sitt en sögðust hafa fengið samþykki ÍR-inga fyrir fram fyrir því að ekki yrðu gerðar athugasemdir við það, þar sem að úrslit leiksins hefðu ekki haft nein teljandi áhrif á keppnina. Skoraði í leiknum Um var að ræða erlendan leikmann, sem ekki er nefndur á nafn í kærunni, sem ekki var kominn með íslenska kennitölu en lék í treyju númer 11 í leiknum. Kristófer Daði Kristjánsson var skráður með það númer á leikskýrslu en tók engan þátt í leiknum. Vildu Víkingar, sem leika undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfarans Guðjóns Þórðarsonar, að erlendi leikmaðurinn næði að spila með liðinu áður en að tímabilið hæfist í 2. deild. Leikmaðurinn gerði það og skoraði í 2-1 sigri Víkinga í leiknum. ÍR-ingum hefur hins vegar nú verið úrskurðaður 3-0 sigur. Þar að auki hlaut fyrrnefndur Kristján Björn refsingu. Hann var skráður í liðsstjórn Víkings í leiknum og álitinn bera ábyrgð á fölsun leikskýrslunnar enda kvittaði hann undir skýrsluna. Svipað atvik kom upp í mars þegar Haukar fölsuðu leikskýrslu fyrir leik gegn ÍH en þá var stjórnarmaður Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann frá stjórnunarstörfum. Þar sem að Kristján Björn er ekki í stjórn Víkings var hann ekki úrskurðaður í bann frá stjórnunarstörfum heldur í sex mánaða keppnisbann. Hin breyttu úrslit þýða að ÍR vann alla leiki sína í 1. riðli B-deildar Lengjubikarsins og endaði með 15 stig en með því að vera úrskurðað tap endaði Víkingur í 6. og neðsta sæti með 4 stig. Úrslitin breyta því ekki að ÍR komst í úrslitaleik B-deildarinnar en tapaði þar fyrir Njarðvík eftir vítaspyrnukeppni.
Íslenski boltinn KSÍ Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira