Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 30-26 | Eyjakonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dagur Lárusson skrifar 3. maí 2022 21:47 Hrafnhildur Hann Þrastardóttir átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Vilhelm ÍBV er komið í undanúrslit í Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik í átta liða úrslitunum. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu með sex marka mun en ÍBV kom síðan til baka í síðasta leik og vann með níu marka mun og því var leikurinn í kvöld hreinn úrslitaleikur. Það voru Stjörnustelpur sem byrjuðu leikinn mun betur og komust í 4-1 forystu á fyrstu mínútum leiksins og var Darija frábær í marki Stjörnunnar. ÍBV kom þó til baka og leyfði Stjörnunni aldrei að komast of langt undan. Þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 6-9 og var það stærsti munurinn á liðunum í fyrri hálfleiknum. Eftir það varð leikurinn jafn aftur en það var Stjarnan sem fór með forystuna í hálfleikinn en þá var staðan 14-16. Sóknarleikur Stjörnunnar var hreint út sagt frábær í fyrri hálfleiknum og virtist liðið annaðhvort ná að skora eða fá víti í hverri einustu sókn og því þurfti Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að búa til gott plan til þess að stöðva þennan frábæra sóknarleik. Hann virtist gera það því ÍBV mætti tvíeflt til leiks í seinni hálfleikinn. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins var ÍBV búið að vinna upp tveggja marka forskot Stjörnunnar og þar með jafna leikinn og fyrr en varir var ÍBV komið með forystuna. Þá tók við heldur sérkennilegar sex mínútur í leiknum þar sem hvorugu liðinu tókst að skora og var staðan því 21-19 í sex mínútur. Það var síðan Hrafnhildur Hanna, sem var maður leiksins, sem braut ísinn og skoraði fyrsta markið í sex mínútur en það átti þó eftir að taka Stjörnuna fjórar mínútur í viðbót að skora og því liðu tæpar tíu mínútur á milli marka hjá Stjörnunni. Þessi kafli leiksins lagði grunninn að sigri ÍBV og litu Eyjastelpur aldrei til baka og tryggðu sér öruggan sigur 30-26. Þær eru því komnar í undanúrslit þar sem þær mæta Fram. Af hverju vann ÍBV? Leikurinn var rosalega kaflaskiptur, rétt eins og einvígið á milli þessara liða í heildina, en það var Stjarnan sem var með völdin á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum var það ÍBV sem réði öllu. Marta varði vel í markinu og Hrafnhildur Hanna fór algjörlega á kostum í sóknarleik ÍBV og skoraði í heildina fimmtán mörk. Hverjar stóðu upp úr? Maður leiksins var Hrafnhildur Hanna Hans Þrastardóttir, án alls vafa. Það var hún sem bar uppi sóknarleik ÍBV í fyrri hálfleiknum og hefði hún ekki verið að spila þá hefði Stjarnan verið með mikið stærra forskot í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum hélt síðan áfram og skoraði nánast úr hverju einasta skoti. Hvað fór illa? Það að skora ekki mark í handboltaleik í næstum tíu mínútur er einfaldlega ekki boðlegt en það var það sem gerðist hjá Stjörnunni í seinni hálfleiknum og það var það sem lagði grunninn að sigri ÍBV í kvöld. Hvað gerist næst? Stjarnan er komin í sumarfrí á meðan ÍBV mætir Fram í fyrsta leiknum í undanúrslitunum á föstudaginn klukkan 19:30. Sigurður Bragason: Komum virkilega vel til baka í seinni hálfleiknum Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Þessi leikur var mikið skemmtilegri heldur en hinir tveir leikirnir og hann var mjög kaflaskiptur,” byrjaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. „Við vorum undir með tveimur mörkum í hálfleik en komum virkilega vel til baka í seinni hálfleiknum og ég er virkilega stoltur af stelpunum,” hélt Sigurður áfram. Sigurður var síðan spurður út í frábæra frammistöðu Hrafnhildar Hönnu í leiknum en hún skoraði fimmtán mörk. Sigurður var léttur í bragði að vanda þegar hann svaraði. „Já miðað við samninginn hennar þá skuldar hún sjötíu mörk þannig ég ætla nú ekkert að fara að fagna þessu, hún er í rauninni bara að vinna sig upp í skuld. Nei nú er ég að grínast, hún var algjörlega stórkostleg og bara frábært fyrir kvennahandboltann að sjá að hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli.” Hrannar Guðmundsson: Ég er mjög pirraður því við áttum að vinna Hrannar Guðmundsson, þjálfai Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Við getum sagt, þrátt fyrir allt, að við vorum ótrúlega góðar hérna í seinni hálfleiknum en Marta varði nánast allt,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Við vorum að klúðra dauðafærum trekk í trekk en þær skoruðu úr sínum færum, þetta er eiginlega bara svo einfalt,” hélt Hrannar áfram að segja. Hrannar sagðist vera stoltur af liðinu sínu og vildi alls ekki meina að liðið hans ætti erfitt með að koma til Vestmannaeyja og spila vel „Þetta er fjórði leikurinn okkar hérna í Vestmannaeyjum, við erum búin að tapa tveimur með einu marki, vinna einn og síðan töpum við þessum með fjórum og þetta voru allt hörkuleikir. Við erum búnar að vera mjög góðar hérna Vestmannaeyjum. Annars veit ég ekki hvað ég á að segja, ég er svo pirraður því við áttum að vinna þennan leik,” endaði Hrannar á að segja eftir leik. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan
ÍBV er komið í undanúrslit í Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik í átta liða úrslitunum. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu með sex marka mun en ÍBV kom síðan til baka í síðasta leik og vann með níu marka mun og því var leikurinn í kvöld hreinn úrslitaleikur. Það voru Stjörnustelpur sem byrjuðu leikinn mun betur og komust í 4-1 forystu á fyrstu mínútum leiksins og var Darija frábær í marki Stjörnunnar. ÍBV kom þó til baka og leyfði Stjörnunni aldrei að komast of langt undan. Þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 6-9 og var það stærsti munurinn á liðunum í fyrri hálfleiknum. Eftir það varð leikurinn jafn aftur en það var Stjarnan sem fór með forystuna í hálfleikinn en þá var staðan 14-16. Sóknarleikur Stjörnunnar var hreint út sagt frábær í fyrri hálfleiknum og virtist liðið annaðhvort ná að skora eða fá víti í hverri einustu sókn og því þurfti Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að búa til gott plan til þess að stöðva þennan frábæra sóknarleik. Hann virtist gera það því ÍBV mætti tvíeflt til leiks í seinni hálfleikinn. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins var ÍBV búið að vinna upp tveggja marka forskot Stjörnunnar og þar með jafna leikinn og fyrr en varir var ÍBV komið með forystuna. Þá tók við heldur sérkennilegar sex mínútur í leiknum þar sem hvorugu liðinu tókst að skora og var staðan því 21-19 í sex mínútur. Það var síðan Hrafnhildur Hanna, sem var maður leiksins, sem braut ísinn og skoraði fyrsta markið í sex mínútur en það átti þó eftir að taka Stjörnuna fjórar mínútur í viðbót að skora og því liðu tæpar tíu mínútur á milli marka hjá Stjörnunni. Þessi kafli leiksins lagði grunninn að sigri ÍBV og litu Eyjastelpur aldrei til baka og tryggðu sér öruggan sigur 30-26. Þær eru því komnar í undanúrslit þar sem þær mæta Fram. Af hverju vann ÍBV? Leikurinn var rosalega kaflaskiptur, rétt eins og einvígið á milli þessara liða í heildina, en það var Stjarnan sem var með völdin á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum var það ÍBV sem réði öllu. Marta varði vel í markinu og Hrafnhildur Hanna fór algjörlega á kostum í sóknarleik ÍBV og skoraði í heildina fimmtán mörk. Hverjar stóðu upp úr? Maður leiksins var Hrafnhildur Hanna Hans Þrastardóttir, án alls vafa. Það var hún sem bar uppi sóknarleik ÍBV í fyrri hálfleiknum og hefði hún ekki verið að spila þá hefði Stjarnan verið með mikið stærra forskot í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum hélt síðan áfram og skoraði nánast úr hverju einasta skoti. Hvað fór illa? Það að skora ekki mark í handboltaleik í næstum tíu mínútur er einfaldlega ekki boðlegt en það var það sem gerðist hjá Stjörnunni í seinni hálfleiknum og það var það sem lagði grunninn að sigri ÍBV í kvöld. Hvað gerist næst? Stjarnan er komin í sumarfrí á meðan ÍBV mætir Fram í fyrsta leiknum í undanúrslitunum á föstudaginn klukkan 19:30. Sigurður Bragason: Komum virkilega vel til baka í seinni hálfleiknum Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét „Þessi leikur var mikið skemmtilegri heldur en hinir tveir leikirnir og hann var mjög kaflaskiptur,” byrjaði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. „Við vorum undir með tveimur mörkum í hálfleik en komum virkilega vel til baka í seinni hálfleiknum og ég er virkilega stoltur af stelpunum,” hélt Sigurður áfram. Sigurður var síðan spurður út í frábæra frammistöðu Hrafnhildar Hönnu í leiknum en hún skoraði fimmtán mörk. Sigurður var léttur í bragði að vanda þegar hann svaraði. „Já miðað við samninginn hennar þá skuldar hún sjötíu mörk þannig ég ætla nú ekkert að fara að fagna þessu, hún er í rauninni bara að vinna sig upp í skuld. Nei nú er ég að grínast, hún var algjörlega stórkostleg og bara frábært fyrir kvennahandboltann að sjá að hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli.” Hrannar Guðmundsson: Ég er mjög pirraður því við áttum að vinna Hrannar Guðmundsson, þjálfai Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét „Við getum sagt, þrátt fyrir allt, að við vorum ótrúlega góðar hérna í seinni hálfleiknum en Marta varði nánast allt,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Við vorum að klúðra dauðafærum trekk í trekk en þær skoruðu úr sínum færum, þetta er eiginlega bara svo einfalt,” hélt Hrannar áfram að segja. Hrannar sagðist vera stoltur af liðinu sínu og vildi alls ekki meina að liðið hans ætti erfitt með að koma til Vestmannaeyja og spila vel „Þetta er fjórði leikurinn okkar hérna í Vestmannaeyjum, við erum búin að tapa tveimur með einu marki, vinna einn og síðan töpum við þessum með fjórum og þetta voru allt hörkuleikir. Við erum búnar að vera mjög góðar hérna Vestmannaeyjum. Annars veit ég ekki hvað ég á að segja, ég er svo pirraður því við áttum að vinna þennan leik,” endaði Hrannar á að segja eftir leik. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti