Keflavíkurstelpur um nýja Brassann sinn: Hún er stórkostlegur leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 15:00 Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir mættu í upphitunarþáttinn. Bestu mörkin Vísir verður með nýjan upphitunarþátt fyrir Bestu deild kvenna í sumar og þátturinn fyrir aðra umferð deildarinnar er nú kominn inn á vefinn. „Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira