Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík” Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2022 20:45 Nökkvi Þeyr var hetja KA í kvöld. Vísir/Vilhelm Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins. Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira