Uppbygging innviða Sandra Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2022 13:00 Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun