Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 33-38 | Epík í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2022 22:25 Hergeir Grímsson fagnar með stuðningsmönnum Selfoss. vísir/hulda margrét Eftir miklar sveiflur, tvær framlengingar, gríðarlega dramatík og áttatíu mínútur af hágæða handbolta er Selfoss komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir sigur á FH, 33-38, í oddaleik í Kaplakrika í kvöld. Allir leikirnir í einvíginu unnust á útivelli. Í undanúrslitunum mætir Selfoss Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals. FH er aftur á móti komið í sumarfrí eftir að hafa dottið á grátlegan hátt út í átta liða úrslitum annað árið í röð. Lengi vel benti ekkert til þess að tap FH yrði grátlegt eða leikurinn yrði hreinlega spennandi. Selfoss var mun sterkari aðilinn, var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 11-15, og náði mest sjö marka forskoti, 13-20. Og þegar fimm mínútur voru eftir voru gestirnir með þriggja marka forystu, 23-26. Hergeir í kröppum dansi.vísir/hulda margrét FH-ingar gáfust ekki upp, jöfnuðu í 26-26 og skutu í stöng í lokasókn sinni. Heimamenn virtust svo vera komnir með aðra hönd á sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en gestirnir jöfnuðu í 30-30 og knúðu fram aðra framlengingu. Og þar voru Selfyssingar mun sterkari, unnu hana 8-3 og leikinn með fimm marka mun, 33-38. Hergeir Grímsson og Guðmundur Hólmar Helgason skoruðu níu mörk hvor fyrir Selfoss og Ragnar Jóhannsson sjö. Hergeir dró vagninn í fyrri hálfleik, Guðmundur Hólmar í þeim seinni og Ragnar í framlengingunum. Vilius Rasimas var drjúgur í marki Selfoss og varði sextán skot (33,3 prósent). Selfyssingar fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Ásbjörn Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir FH en aðrir áttu ekki sinn besta dag í sókninni. Phil Döhler varði fjórtán skot (30,4 prósent), flest þeirra í fyrri hálfleik. FH-ingar voru miklu sterkari í fyrri hálfleik í öðrum leiknum á mánudaginn en í kvöld snerist dæmið við. Selfyssingar byrjuðu miklu betur, spiluðu sterka vörn sem FH-ingar áttu fá svör við og Hergeir var allt í öllu í sókninni. Hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik, gaf þrjár stoðsendingar, fiskaði tvö vítaköst og átti tvær sendingar sem gáfu víti. Gestirnir gáfu tóninn strax í byrjun og voru alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu mest fimm marka forskoti en fjórum mörkum munaði á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja, 11-15. Sóknarleikur Selfyssinga var mjög agaður og þeir töpuðu boltanum bara einu sinni í fyrri hálfleik. Eftir skelfilega byrjun lagaðist sóknarleikur FH síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks. En aðal ástæðan fyrir því að þeir voru ekki í verri stöðu í hálfleik var frammistaða Döhlers. Hann varði tíu skot, eða 42 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Hinum megin var Rasimas með sjö skot varin (39 prósent). Guðmundi Hólmari Helgasyni héldu engin bönd í upphafi seinni hálfleiks.Vísir/Hulda Margrét Guðmundur Hólmar byrjaði seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoraði fyrstu sex mörk Selfoss í honum. FH byrjaði seinni hálfleikinn með auka sóknarmann en það gaf ekkert. Þvert á móti. Selfyssingar náðu mest sjö marka forskoti, 13-20, og allt benti til þess að leikurinn væri að sigla frá FH-ingum. Í stöðunni 13-20 tók Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leikhlé. Hann breytti yfir í framliggjandi vörn og hún tók taktinn úr sóknarleik Selfoss. Gestirnir voru samt áfram með yfirhöndina og þegar fimm mínútur voru eftir kom Ragnar þeim þremur mörkum yfir, 23-26. Heimamenn gáfust ekki upp, vörnin efldist enn frekar og Döhler fór loksins aftur að verja. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur á vellinum með ellefu mörk.vísir/hulda margrét FH skoraði þrjú mörk í röð, jafnaði í 26-26, og fékk lokasóknina. Hún endaði með skoti Ásbjörns í stöngina og því þurfti að framlengja. Ásbjörn kom FH yfir í fyrsta sinn, 28-27, í fyrri hálfleik framlengingar. Selfoss var áfram í vandræðum gegn framliggjandi vörn FH og þegar hún opnaðist var Döhler vel vakandi. Hann varði meðal annars tvö dauðafæri frá Atla Ævari Ingólfssyni af línunni. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði tvö mörk í röð og skyndilega var FH komið með pálmann í hendurnar, 30-28. En brottvísun á Ásbjörn gaf Selfossi von. Ragnar skoraði tvö mörk í röð, jafnaði í 30-30 og því þurfti að framlengja á nýjan leik. Tryggvi Þórisson ærðist af kæti eftir leikinn.vísir/hulda margrét Í seinni framlengingunni reyndist Selfoss svo mun sterkari aðilinn. Gestirnir gáfu tóninn með því að skora fyrstu tvö mörk hennar og nýttu sér það svo vel þegar Birgir Már Birgisson fékk tveggja marka brottvísun. Selfyssingar voru alltaf skrefinu á undan í seinni framlengingunni og snemma lá ljóst fyrir hvoru megin sigurinn myndi enda. Þegar uppi var staðið munaði fimm mörkum á liðunum, 33-38. Sigursteinn: Svona er sportið grimmt Sigursteinn Arndal sagði að brottvísanir FH-inga í framlengingunum tveimur hefðu reynst dýrar.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Selfossi í kvöld. FH-ingar voru alltaf í eltingarleik en knúðu fram framlengingu með frábærum endaspretti. „Við byrjuðum ekki eins og við vildum en ég er ótrúlega stoltur af karakternum í mínu liði, hvernig við gerðum leik úr þessu, fórum í framlengingu og hefðum getað stolið þessu. En það er gríðarlegt dýrt að vera manni færri í framlengingunum. Það má lítið út af bregða og það fór svolítið með okkur,“ sagði Sigursteinn en FH-ingar fengu samtals þrjár brottvísanir í framlengingunum tveimur. Leikmenn FH gáfu allt í leikinn en það dugði ekki til. Sigursteinn viðurkennir að tapið svíði. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það er erfitt að lýsa því. En svona er sportið grimmt,“ sagði Sigursteinn. FH-ingar áttu í miklum vandræðum gegn vörn Selfyssinga framan af leik. „Við vissum að það myndi gerast. Hrós á þá og ég vil nýta tækifærið og óska Selfyssingum til hamingju með að vera komnir áfram,“ sagði Sigursteinn. „Við unnum okkur inn í leikinn, ég er ánægður með það en þetta er úrslitakeppnin. Svona er tekið á þessu.“ Halldór: Allt fór til fjandans Halldór Sigfússon ræðir við aðstoðarmann sinn, Örn Þrastarson.vísir/hulda margrét Halldóri Sigfússyni, þjálfara Selfoss, var eðlilega létt eftir sigurinn á FH, 33-38, í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. „Þetta var tvíframlengt og ansi miklar sveiflur. Það var ekki planið hjá okkur að hleypa þeim inn í leikinn og við þurfum að skoða þessar síðustu tíu mínútur en ég er hrikalega ánægður með mína stráka. Þetta var mikill karakter,“ sagði Halldór eftir leikinn í Kaplakrika. „Við spilum á fáum mönnum, menn meiddust í leiknum en ég tek hatt minn ofan fyrir drengjunum mínum, fyrir það sem þeir lögðu í leikinn og sérstaklega í seinni framlengingunni. Þetta var svakalegur vilji.“ Selfoss komst sjö mörkum yfir, 13-20, eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en glutraði því forskoti niður. „Við vorum í bullandi vandræðum, eins og þeir voru í bullandi vandræðum á löngum köflum. Við tókum leikhlé, ætluðum að fara í sjö á sex en lætin voru mikil, einn sem heyrði ekki og allt fór til fjandans. En við endurstilltum okkur í framlengingunni og gerðum hrikalega vel í sókninni, sérstaklega miðað við það sem við gerðum á tíu mínútna kafla undir lokin,“ sagði Halldór. Hann fór ekkert í felur með það að leikurinn í kvöld hefði útheimt mikla orku. „Það fór mikil orka í þetta. Þú ert kominn í svona leik, troðfullt hús, heyrist ekki neitt og frábærir stuðningsmenn. Ég þakka fólkinu okkar fyrir að koma, styðja við bakið á okkur og fleyta okkur áfram þessa síðustu metra,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla FH UMF Selfoss
Eftir miklar sveiflur, tvær framlengingar, gríðarlega dramatík og áttatíu mínútur af hágæða handbolta er Selfoss komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir sigur á FH, 33-38, í oddaleik í Kaplakrika í kvöld. Allir leikirnir í einvíginu unnust á útivelli. Í undanúrslitunum mætir Selfoss Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals. FH er aftur á móti komið í sumarfrí eftir að hafa dottið á grátlegan hátt út í átta liða úrslitum annað árið í röð. Lengi vel benti ekkert til þess að tap FH yrði grátlegt eða leikurinn yrði hreinlega spennandi. Selfoss var mun sterkari aðilinn, var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 11-15, og náði mest sjö marka forskoti, 13-20. Og þegar fimm mínútur voru eftir voru gestirnir með þriggja marka forystu, 23-26. Hergeir í kröppum dansi.vísir/hulda margrét FH-ingar gáfust ekki upp, jöfnuðu í 26-26 og skutu í stöng í lokasókn sinni. Heimamenn virtust svo vera komnir með aðra hönd á sigurinn undir lok fyrri framlengingarinnar en gestirnir jöfnuðu í 30-30 og knúðu fram aðra framlengingu. Og þar voru Selfyssingar mun sterkari, unnu hana 8-3 og leikinn með fimm marka mun, 33-38. Hergeir Grímsson og Guðmundur Hólmar Helgason skoruðu níu mörk hvor fyrir Selfoss og Ragnar Jóhannsson sjö. Hergeir dró vagninn í fyrri hálfleik, Guðmundur Hólmar í þeim seinni og Ragnar í framlengingunum. Vilius Rasimas var drjúgur í marki Selfoss og varði sextán skot (33,3 prósent). Selfyssingar fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Ásbjörn Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir FH en aðrir áttu ekki sinn besta dag í sókninni. Phil Döhler varði fjórtán skot (30,4 prósent), flest þeirra í fyrri hálfleik. FH-ingar voru miklu sterkari í fyrri hálfleik í öðrum leiknum á mánudaginn en í kvöld snerist dæmið við. Selfyssingar byrjuðu miklu betur, spiluðu sterka vörn sem FH-ingar áttu fá svör við og Hergeir var allt í öllu í sókninni. Hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik, gaf þrjár stoðsendingar, fiskaði tvö vítaköst og átti tvær sendingar sem gáfu víti. Gestirnir gáfu tóninn strax í byrjun og voru alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þeir náðu mest fimm marka forskoti en fjórum mörkum munaði á liðunum þegar þau gengu til búningsherbergja, 11-15. Sóknarleikur Selfyssinga var mjög agaður og þeir töpuðu boltanum bara einu sinni í fyrri hálfleik. Eftir skelfilega byrjun lagaðist sóknarleikur FH síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks. En aðal ástæðan fyrir því að þeir voru ekki í verri stöðu í hálfleik var frammistaða Döhlers. Hann varði tíu skot, eða 42 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Hinum megin var Rasimas með sjö skot varin (39 prósent). Guðmundi Hólmari Helgasyni héldu engin bönd í upphafi seinni hálfleiks.Vísir/Hulda Margrét Guðmundur Hólmar byrjaði seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoraði fyrstu sex mörk Selfoss í honum. FH byrjaði seinni hálfleikinn með auka sóknarmann en það gaf ekkert. Þvert á móti. Selfyssingar náðu mest sjö marka forskoti, 13-20, og allt benti til þess að leikurinn væri að sigla frá FH-ingum. Í stöðunni 13-20 tók Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, leikhlé. Hann breytti yfir í framliggjandi vörn og hún tók taktinn úr sóknarleik Selfoss. Gestirnir voru samt áfram með yfirhöndina og þegar fimm mínútur voru eftir kom Ragnar þeim þremur mörkum yfir, 23-26. Heimamenn gáfust ekki upp, vörnin efldist enn frekar og Döhler fór loksins aftur að verja. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur á vellinum með ellefu mörk.vísir/hulda margrét FH skoraði þrjú mörk í röð, jafnaði í 26-26, og fékk lokasóknina. Hún endaði með skoti Ásbjörns í stöngina og því þurfti að framlengja. Ásbjörn kom FH yfir í fyrsta sinn, 28-27, í fyrri hálfleik framlengingar. Selfoss var áfram í vandræðum gegn framliggjandi vörn FH og þegar hún opnaðist var Döhler vel vakandi. Hann varði meðal annars tvö dauðafæri frá Atla Ævari Ingólfssyni af línunni. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði tvö mörk í röð og skyndilega var FH komið með pálmann í hendurnar, 30-28. En brottvísun á Ásbjörn gaf Selfossi von. Ragnar skoraði tvö mörk í röð, jafnaði í 30-30 og því þurfti að framlengja á nýjan leik. Tryggvi Þórisson ærðist af kæti eftir leikinn.vísir/hulda margrét Í seinni framlengingunni reyndist Selfoss svo mun sterkari aðilinn. Gestirnir gáfu tóninn með því að skora fyrstu tvö mörk hennar og nýttu sér það svo vel þegar Birgir Már Birgisson fékk tveggja marka brottvísun. Selfyssingar voru alltaf skrefinu á undan í seinni framlengingunni og snemma lá ljóst fyrir hvoru megin sigurinn myndi enda. Þegar uppi var staðið munaði fimm mörkum á liðunum, 33-38. Sigursteinn: Svona er sportið grimmt Sigursteinn Arndal sagði að brottvísanir FH-inga í framlengingunum tveimur hefðu reynst dýrar.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Selfossi í kvöld. FH-ingar voru alltaf í eltingarleik en knúðu fram framlengingu með frábærum endaspretti. „Við byrjuðum ekki eins og við vildum en ég er ótrúlega stoltur af karakternum í mínu liði, hvernig við gerðum leik úr þessu, fórum í framlengingu og hefðum getað stolið þessu. En það er gríðarlegt dýrt að vera manni færri í framlengingunum. Það má lítið út af bregða og það fór svolítið með okkur,“ sagði Sigursteinn en FH-ingar fengu samtals þrjár brottvísanir í framlengingunum tveimur. Leikmenn FH gáfu allt í leikinn en það dugði ekki til. Sigursteinn viðurkennir að tapið svíði. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það er erfitt að lýsa því. En svona er sportið grimmt,“ sagði Sigursteinn. FH-ingar áttu í miklum vandræðum gegn vörn Selfyssinga framan af leik. „Við vissum að það myndi gerast. Hrós á þá og ég vil nýta tækifærið og óska Selfyssingum til hamingju með að vera komnir áfram,“ sagði Sigursteinn. „Við unnum okkur inn í leikinn, ég er ánægður með það en þetta er úrslitakeppnin. Svona er tekið á þessu.“ Halldór: Allt fór til fjandans Halldór Sigfússon ræðir við aðstoðarmann sinn, Örn Þrastarson.vísir/hulda margrét Halldóri Sigfússyni, þjálfara Selfoss, var eðlilega létt eftir sigurinn á FH, 33-38, í oddaleik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. „Þetta var tvíframlengt og ansi miklar sveiflur. Það var ekki planið hjá okkur að hleypa þeim inn í leikinn og við þurfum að skoða þessar síðustu tíu mínútur en ég er hrikalega ánægður með mína stráka. Þetta var mikill karakter,“ sagði Halldór eftir leikinn í Kaplakrika. „Við spilum á fáum mönnum, menn meiddust í leiknum en ég tek hatt minn ofan fyrir drengjunum mínum, fyrir það sem þeir lögðu í leikinn og sérstaklega í seinni framlengingunni. Þetta var svakalegur vilji.“ Selfoss komst sjö mörkum yfir, 13-20, eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en glutraði því forskoti niður. „Við vorum í bullandi vandræðum, eins og þeir voru í bullandi vandræðum á löngum köflum. Við tókum leikhlé, ætluðum að fara í sjö á sex en lætin voru mikil, einn sem heyrði ekki og allt fór til fjandans. En við endurstilltum okkur í framlengingunni og gerðum hrikalega vel í sókninni, sérstaklega miðað við það sem við gerðum á tíu mínútna kafla undir lokin,“ sagði Halldór. Hann fór ekkert í felur með það að leikurinn í kvöld hefði útheimt mikla orku. „Það fór mikil orka í þetta. Þú ert kominn í svona leik, troðfullt hús, heyrist ekki neitt og frábærir stuðningsmenn. Ég þakka fólkinu okkar fyrir að koma, styðja við bakið á okkur og fleyta okkur áfram þessa síðustu metra,“ sagði Halldór að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti